Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 45
þessa búnaðar á blýlausu bensíni, sem inniheldur bensen,
eru þeir síst skárri en þeir sem aka á blýbensíni.
Mörg önnur efni koma frá bílum þó þau séu ekki frá
vélinni. Til dæmis má nefna ýmsa málma frá gírkassa og
rafgeymi, asbest frá bremsuborðum o.s.frv. Dekkin eyðast
og naglar rífa upp asfalt af götunum og ekki eru það allt
holl efni.
Það verður ekki fyrr en við Islendingar tökum upp svipaðar
kröfur og vestrænar þjóðir - og fylgjum þeim eftir - og
getum minnkað loftmengunina, sem ekki er aðeins okkar
prívat'vandamál nokkra daga á ári heldur og alheims-
vandamál, að við getum borið höfuðið sæmilega þegar
talið berst að loftmengun vegna umferðarinnar.
ÓBEIN ÁHRIF
Þa sem ég hef kosið að nefna óbein áhrif umferðarinnar á
umhverfið eru þau áhrif sem ekki sjást eða hægt er að mæla
beint. Þar má annars vegar nefna þau áhrif sem beinu áhrifin
hafa, svo sem áhrif slysa á einstaklingana, heilbrigðiskerfið og
þjóðfélagið eða áhrif umferðarhávaða á geðheilsu fólks í
þéttbýli.
Það eru þó mun fleiri óbein áhrif sem fólk hefur e.t.v. ekki
gefið gaum að. Fyrst og fremst má nefna að bílaeignin, eins
almenn og hún er orðin, hefur haft áhrif á útþenslu þéttbýlisins
þannig að nú er t.d. á hvem Reykvíking átta til tíu sinnum
meira landssvæði innan þéttbýlisins en fyrir röskum fimmtíu
árum. Með tilkomu bílsins og almannaeignar á honum hefur
verið unnt að byggja næstum hrein svefnhverfi og jafnframt
sérstök atvinnusvæði. Bílaeignin gerir borgarmyndun
auðveldari þar sem ekki er nauðsynlegt að vinnustaðir séu í
göngufæri frá heimilum manna. Iðnaðarborgir í lok nítjándu
aldar voru sérstaklega ógeðfelldar vegna þess þéttbýlis sem
iðnaðurinn krafðist á litlu svæði umhverfis verksmiðjurnar.
Að vísu hefði mátt leysa málið með öflugum almenn-
ingssamgöngum og var það víða gert en einkabíllinn bauð upp
á marga aðra kosti og fólk féll fyrir þeim og má því telja að
vandræði almenningssamgangna í þéttbýli á Vesturlöndum
séu ein af óbeinum áhrifum einkabílsins á umhverfið.
Umferðin og þá einkum og sér í lagi umferð einkabíla krefst
umferðarmannvirkja. Fyrst og fremst eru það götur, nánar
tiltekið götur í aðalgatnakerfinu. Götur þessar flytja mikla
umferð og þær eru mikil uppspretta þess neikvæða við
umferðina. Götumar skera byggðina sundur þannig að félagsleg
tengsl milli hverfa sitt hvorum megin verða minni en ella.
Það er nefnilega svo að öruggar gönguleiðir þvert á
umferðarmiklar götur em gj aman af skomum skammti. Það er
eins og undirgöng eða göngubrýr séu ekki með í dæminu þegar
verið er að áætla götur í aðalgatnakerfinu. Þessi áhrif eru ekki
uúkið rannsökuð, a.m.k. ekki hér á landi, en leiða má viss rök
að því að aðalgatnakerfið reiti borgina niður og rjúfi félagsleg
tengsl hvort sem það er til góðs eða ills.
Enn eitt sem bílaumferð á 20. öld hefur fært okkur eru
stormarkaðir. Stórmarkaðimir sækjast eftir aðstöðu sem næst
stofnbrautum. Þá þykir það einna best að vera sem allra næst
storum gatnamótum. Meira að segja er til í Evrópu keðja
Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Skopmyndin, sem er eftir
Edward MacLachlan, sýnir hversu erfitt það getur verið að
umgangast bílinn, sérstaklega ef maður er ekki sjálfur á bíl.
Textinn á myndinni gæti útlagst: „Hlaupið eins og þið eigið lífið
að leysa.“
stórmarkaða sem heitir Carrefour, en á frönsku merkir það
gatnamót eða vegamót. Samhliða vexti stórmarkaðanna verður
hnignun hverfaverslana. Kaupmaðurinn á horninu hefur
minni umsvif en áður ef hann þá hættir ekki alveg starfsem-
inni og verður mannlífið við það fátæklegra innan
íbúðarhverfanna.
Að síðustu má nefna að umferðin með hraða sínum, umfram
það sem tíðkaðist áður, hefur haft áhrif á stærð ýmissa hluta.
Til að vekja á sér athygli þurfa t.d. skilti og auglýsingar að vera
risastór miðað við þau „gömlu góðu.“ Margir sem koma í
gamlar borgir í Evrópu dást að nettlegum skiltum þar sem
verslanir og veitingastaðir eru auglýst með látlausum skiltum
sem á engan hátt skyggja á húsin eða spilla götumyndinni. Því
miður verður annað upp á teningnum þar sem bílaumferð er
en þar er tilgangur auglýsenda að ná athygli þeirra sem fara
hratt yfir, þ.e. þeirra sem aka í bíl. Upp á síðkastið höfum við
hér í Reykjavík orðið vitni að innrás svo nefndra veltiskilta og
jafnvel enn tæknilegri ljósaskilta sem beint er að vegfarend-
um í bílum. Einhverjar reglur munu vera til um slík skilti en
óneitanlega er hér um að ræða veruleg áhrif á umhverfið sem
rekja má til bílaumferðarinnar þó óbeint sé.
LOKAORÐ
I pistli þessum hefur rétt aðeins verið drepið á ýmis áhrif sem
umferðin hefur á umhverfið en hvert um sig gæti verið tilefni
til langs máls. Máski hefði verið betra að taka einn þátt út úr
og greina betur og ræða, svo sem vistfræði götunnar eða
hávaða sérstaklega eða jafnvel loftmengunina eina sér. Þá
hefur alveg verið sleppt einu mikilsverðu atriði - af því að ég
mundi ekki eftir því fyrr - en það eru áhrif fyrrverandi
ökutækja á umhverfið. Það gæti orðið tilefni til sérstakrar
greinar að kynna sér bílakirkjugarða og endurvinnslu bílhræja.
Það og annað verður þó að bíða betri tíma. ■
43