Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20222 Læknaskortur tekur á ÓLAFSVÍK: Enginn læknir hefur verið tiltækur í Ólafs­ vík í að verða þriðju viku. Íbúar í Ólafsvík eru ósáttir við stöðuna en umræða um málið hefur vaknað á samfé­ lagsmiðlum. Engin tilkynn­ ing hefur verið gefin út frá Heilbrigðisstofnun Vestur­ lands. Ekki náðist í forstjóra HVE við vinnslu fréttar­ innar en bæjarstjóri Snæfells­ bæjar hafði þetta um málið að segja: „Ég hef sjálfur litlar upplýsingar um málið en í haust talaði HVE um að fjórar vikur fram að áramótum yrðu ómannaðar. Síðan þá hef ég ekki heyrt í þeim en það var það sem vantaði upp á þá. Það er læknir væntanlegur hingað um áramótin ásamt hjúkrunar­ fræðingi en sá samningur gildir til júní eða júlí minnir mig. Neyðarþjónusta er á svæðinu, sjúkrabíll og slíkt. Ef það er læknir í Grundar­ firði eða í Stykkishólmi getur neyðarþjónustan farið þangað en þangað er langt að sækja neyðarþjónustu. Almenn læknisþjónusta verður að vera sótt annars staðar, en þetta er ekki gott ástand,“ segir Krist­ inn Jónasson bæjarstjóri Snæ­ fellsbæjar. -sþ Ný gata DALIR: Vinna hófst í síð­ ustu viku við gerð nýrrar götu í Búðardal. Gatan er inn af Lækjarhvammi og kemur niður á milli tveggja húsa innar lega í þeim botnlanga. Við nýju götuna er gert ráð fyrir þremur íbúðarhúsum. -gbþ Borgarverk átti lægsta boð í gatnafram­ kvæmdir AKRANES: Á fundi skipulags­ og umhverfis­ ráðs Akraneskaupstaðar 14. nóvem ber sl. voru opnuð til­ boð í verkið „Skógarhverfi 3C og 5 – Gatnagerð og lagnir.“ Fjögur tilboð bárust í verkið og var það lægsta frá Borgarverki ehf. og hljóðaði upp á 1.052.350.000 krónur. Íslenskir aðalverktakar ehf. buðu 1.088.156.873 kr en þriðja lægsta tilboð barst frá Þrótti ehf. 1.106.331.850 kr. Stéttafélagið ehf. átti hæsta tilboð, en fyrirtækið bauð 1.590.743.500 krónur. Skipulags­ og umhverfis­ ráð lagði til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðenda, þ.e. Borgarverk ehf. -vaks Til minnis 23. nóvember árið 2001 var íslenska kvikmyndin Gæsa­ partí frumsýnd og var henni leik­ stýrt af Böðvari Bjarka Péturssyni. Myndin var tekin á aðeins sex dögum, spunnin og leikin aðal­ lega af konum úr Borgarnesi og nágrenni. Myndin gerist á einum sólarhring á Mótel Venusi í grennd við Borgarnes þar sem nokkrar vinkonur aðalsöguhetjunnar hafa tekið staðinn á leigu og slá upp gæsapartíi. Vinkonurnar sýna henni rækilega fram á hvers konar lífi hún er að fórna fyrir hnapp­ helduna og hvað bíði hennar. Gaman er að rifja þetta upp. Veðurhorfur Á fimmtudag eru líkur á austan 8­15 m/s með rigningu, einkum austanlands, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hlýnar heldur, hiti 3 til 8 stig síðdegis. Á föstudag verður austan­ og norðaustan 8­15. Yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og talsverð rigning á Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á laugardag má búast við suðaustan og austan 8­13 og rigningu eða súld, en hægari vindur og þurrt að kalla norðanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á sunnudag má gera ráð fyrir austlægri átt með rigningu, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti svipaður. Vestlendingur vikunnar Anastasiia Krasnoselska kom sem flóttamaður til Íslands frá Úkra­ ínu í byrjun apríl síðastliðinn ásamt níu ára dóttur sinni, Önnu. Anastasiia er frá Kiev og segist hún svo sannarlega muna daginn sem innrásin hófst í lok febrúar á þessu ári. Þeim degi gleymi hún aldrei. Hún er í viðtali í Skessuhorni vik­ unnar og er Vestlendingur vik­ unnar að þessu sinni. Á fundi byggðarráðs Borgar­ byggðar síðastliðinn fimmtudag var lagður fram dómur Landsréttar í máli Gunnlaugs A Júlíussonar fyrr­ verandi sveitarstjóra gegn Borgar­ byggð. „Nú hefur verið stað­ fest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnar­ frestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma, heldur teld­ ist biðlaunatími fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrum sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti,“ segir í bókun byggðarráðs. Þá segir: „Dómur­ inn staðfestir öll sjónarmið Borgar­ byggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitar­ félaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókun en sveitarstjóra var falið að fylgja mál­ inu eftir. mm Framtakssjóðurinn Horn IV hefur fjárfest í fyrirtækinu Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi í félaginu. Fyrir­ tækið Eðalfang er í grunninn tvö vestlensk matvælafyrirtæki með áherslu á sjávarútveg; þ.e. Eðal­ fiskur ehf. í Borgarnesi og Norðan­ fiskur ehf. á Akranesi. Nú hefur verið gefið út nýtt hlutafé en jafn­ framt leggja núverandi hluthafar félaginu til fjármagn en heildar­ fjármögnun í þessu verkefni nú er einn milljarður króna. Samkvæmt tilkynningu frá félögunum verður nýtt hlutafé nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við upp­ byggingu á vinnslu til framleiðslu á laxi til útflutnings og til að fylgja eftir og efla sölu­ og markaðsstarf á alþjóða mörkuðum. Eðalfiskur og Norðanfiskur framleiða hágæða sjávarfang, hvort á sínu sviði. Eðalfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum þar sem stór hluti afurða fyrirtækisins er seldur á erlendum mörkuðum. Norðan­ fiskur ehf. sérhæfir sig í fram­ leiðslu, sölu og dreifingu á sjávar­ fangi til veitinga­ og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu neytendapakkninga í verslunum um land allt. Fyrirtækin eru alls með 62 starfsmenn og viðskiptavini í níu löndum. Horn IV er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem hóf starf­ semi á síðasta ári og fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum. Sjóðurinn er 15 milljarðar króna að stærð og eru kaupin þriðja fjár­ festing sjóðsins. „Kaup Horns IV á kjölfestu­ hlut í Eðalfangi eru afar ánægjuleg og gefur okkur tækifæri til frekari vaxtar á komandi árum. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð með söluaukningu undan­ farið ár í Eðalfiski og Norðan­ fiski. Með því fjármagni sem kemur inn í félagið verður okkur kleift að verða öflugir þátttakendur í næstu bylgju í sjávarútvegi á Íslandi sem er þegar hafin. Mikil tækifæri eru í verðmætasköpun með fullvinnslu á Íslandi til útflutnings í samvinnu við eldisfyrirtækin. Á sama tíma að halda áfram að starfa sem stærsti dreifingaraðili fiskmetis á innan­ landsmarkaði fremstu sjávarútvegs­ þjóðar í heimi“, segir Engilbert Hafsteinsson, stjórnarformaður Eðalfangs. mm Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði hélt kynningarkvöld fyrir áhugasama í húsnæði sveitar­ innar síðastliðið mánudagskvöld. Þar gafst fólki tækifæri til að skoða tæki og tól sem sveitin hefur til umráða ásamt því að hægt var að skrá sig í björgunarsveitina og taka þátt í æfingum og verkefnum í framtíðinni. Mikil þörf hefur verið á nýliðun í sveitinni en töluverð fækkun hefur verið á útkallsfærum mannskap undanfarin misseri. tfk Framtakssjóður fjárfestir í Eðalfangi Fyrirtækin sérhæfa sig í vinnslu sjávarfangs. Á myndinni eru f.v: Berglind Halldórsdóttir, Steinar Helgason og Hermann M. Þórisson frá Horni IV, en frá Eðalfangi þau Engilbert Hafsteinsson, Kristján Baldvinsson og Gestur B. Gestsson. Ljósm. aðsend. Áfrýja dómi vegna sveitarstjóra Klakkur með kynningarkvöld Andri Ottó Kristinsson formaður Klakks segir frá helstu verkefnum sveitarinnar. Óli Kristinn Skarphéðinsson og Ólöf Ingibjörg Sigurjónsdóttir hlýða áhugasöm á. Svavar Áslaugsson og Símon Grétar Rúnarsson björgunar­ sveitarmenn sýna hér sexhjólið sem hefur reynst mjög vel við krefjandi aðstæður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.