Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 4

Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá­ auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli­ og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli­ og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fjárfest í ímynd Gamall en góður málsháttur segir að umgengni lýsi innri manni. Það getur t.d. átt við umhverfi húsa, lóðir, bændabýli, þorp, bæjarhluta eða borgir. Það skiptir nefnilega máli hvernig gengið er um, hversu mikil alúð er lögð í að hafa snyrtilegt í kringum sig. Allt hefur þetta svo sitt að segja um það aðdráttarafl sem viðkomandi byggð hefur og mótar afstöðu gesta til hennar. Þetta heitir að skapa ímynd. Falleg ásýnd og ræktarsemi við umhverfið fær fólk svo til að láta sér líða betur, bætir mannlífið. Undanfarin ár höfum við hjónin valið að ferðast um í okkar fríum og höfum gjarnan valið aðgengilega ferð á vegum Bændaferða til þess. Þykir það meira gefandi en að flatmaga á spænskri sólarströnd. Á síðasta ári fórum við í prýðilega ferð um nágrenni Svartaskógar í Þýskalandi. Hvar­ vetna sem ekið var um mátti sjá þorp þar sem einkar vel var hugsað um allt umhverfi, húsum vel við haldið sem og görðum. Raunar voru öll smá­ atriði í lagi. Sömuleiðis var snyrtilegt við þau fyrirtæki sem yfirleitt voru staðsett í jaðri þorpanna. Þarna fékk maður á tilfinninguna að það væri nánast lögreglumál ef einhver hefði sóðalegt við húsið sitt, málaði ekki reglulega eða hefði ónýtan bíl standandi í innkeyrslunni. Víða er lagður metnaður í að hafa slíka hluti í lagi. Í mörgum löndum er sömuleiðis lögð áhersla á að varðveita sögufrægar byggingar sem margar hverjar eru jafn­ vel helsta aðdráttarafl staðanna. Þar eru íbúar stoltir af menningu sinni og sögu, byggingarlist, fagurlega skreyttum kirkjum og kastölum sem eru þrungnir sögu. Víða er einnig lögð áhersla á að verja og viðhalda gömlum borgarhlutum sem mest í sinni upprunalegu mynd. Umferð bíla jafnvel bönnuð og því hægt að ganga í rólegheitum um svæðið án þess að eiga á hættu að vera keyrður niður. Á slíka staði er gott að koma. Mjög er mismunandi hvort fólk lítur á gömul mannvirki sem minjar sem þarf að varðveita, nú eða rífa. Leggja ekki í kostnað við tímafreka endur­ byggingu. Hugsanlega þarf að nýta landrýmið í annað, háreistari byggingar sem helst ná út fyrir síðasta græna blettinn! Byggingarlist liðinni alda hér á landi er vissulega ekki margbrotin, engir kastalar eða mannvirki úr grjóti. Hér voru reist hús úr torfi og grjóti og viður á þeim árum var afar dýr og því einkum notaður í sperrur, hurðir og glugga. Síðar var farið að hlaða hús úr grjóti og enn síðar að steypa þau upp. Við eigum því fá mannvirki sem fylla margar aldir. En ég minni á að hús þurfa ekki endilega að vera margra alda gömul til að geta flokkast sem verðmæti. Fyrir einungis hálfri öld var tekin formleg ákvörðun um það í Stykkis­ hólmi að viðhalda og verja gömul hús bæjarins. Hófst þá átak í verndun þeirra og menn litu á það sem framtíðar fjárfestingu. Nú, fimmtíu árum síðar, er af þeim sökum einstakt að koma til Stykkishólms. Gömlum húsum er vel við haldið og jafnvel dæmi um hús á hafnarsvæðinu sem eru nýleg, en byggð í gömlum stíl til að falla sem best að heildarmyndinni. Þangað koma erlend kvikmyndafyrirtæki og taka upp, vegna þess að umgjörðin vekur eftirtekt og aðdáun. Í sumar fór ég upp á kirkjuholtið í bænum og dáðist að því sem fyrir augun bar. Horfandi vestur yfir gamla bæinn var hvergi að sjá hús sem ekki hafði fengið sitt viðhald. Þar mátti sjá mann dytta að girðingu og annan með málningarpensil á lofti. Þetta var ekki ólík sjón og við sáum í fyrrahaust í litlu þorpunum í nágrenni Svartaskógar. Það sama gildir örugglega um alla gesti sem koma, hvort heldur er til Stykkis­ hólms eða Svartaskógar, að bæjarmyndin greypist fast í hugann og skapar þá ímynd sem við förum með okkur frá þessum stöðum. Þarna eru það íbú­ arnir sem eru að skapa minninguna, þeir eru því að fjárfesta því auðvitað á það sama við um þá; að umgengnin lýsir innri manni. Ég er ekki að setja þetta hér á blað til að lasta neinn sérstaklega. Finnst einfaldlega að fleiri mættu íhuga hvort eitthvað mætti kannski betur fara, jafnvel án mikils tilkostnaðar. Fjárfesta um leið í jákvæðri ímynd fyrir ókomin ár. Magnús Magnússon Síðastliðinn sunnudag var afhjúpað söguskilti á Miðsandi í Hvalfirði. Á því er farið yfir sögu svæðisins sem m.a. er þekkt fyrir álög sem hvíldu á jörðinni Litlasandi, her­ stöðina í Hvalfirði og Hvalstöðina. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar flutti ávarp og að því loknu afhjúpaði Gísli Einars­ son dagskrárgerðarmaður sögu­ skiltið. Gísli á sterka tengingu við jörðina. Amma hans og afi bjuggu á Miðsandi og þar var Einar faðir hans fæddur. Fjölskyldan hrökklað­ ist svo í burt vegna umsvifa hersins á sínum tíma og flutti í Lundar­ reykjadal. Þá dvaldi Gísli sjálfur í Hvalfirði í fjögur sumur frá 17 ára aldri, fyrst hjá Jónasi vélaverktaka á Bjarteyjarsandi og svo í Hvalstöð­ inni. Eftir vígslu skiltis var farið að Hernámssetrinu að Hlöðum þar sem Guðjón Sigmundsson staðar­ haldari tók á móti gestum og boðið var upp á veitingar. Á Hernáms­ setrinu afhjúpaði Gísli Einarsson þrívíddarverk af braggahverfinu á Miðsandi og Heiðmar Eyjólfsson flutti nokkur lög. Skiltið á Miðsandi er fjórða í röð upplýsingaskilta í sveitarfélaginu í verkefni sem nefnist „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðar­ sveit.“ Áformað er að merkja tíu staði víðs vegar í sveitarfélaginu og eiga því sex skilti eftir að líta dags­ ins ljós. „Verkefnið nýtur stuðn­ ings frá Sóknaráætlun Vestur­ lands, Styrktarsjóði EBÍ, Faxaflóa­ höfnum og Mjólkursamsölunni og kann sveitarfélagið þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Kærar þakkir eru einnig færðar sveit­ ungum sem lagt hafa verkefninu lið við miðlun fróðleiks, yfirlestur og ábendingar,“ segir í tilkynningu frá menningar­ og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar. mm Hjónin Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir sitja sjaldnast auðum höndum enda nóg að gera á bænum Eiði við Kolgrafafjörð þar sem þau búa. Nú nýlega hafa þau komið upp glæsi­ legri kjötvinnslu þar sem þau geta afgreitt úrvals kjötvörur beint frá býli. Fimmtudaginn 17. nóvember voru þau með opið hús þar sem þau buðu gestum í kaffi og piparkökur og til að skoða nýju kjötvinnsluna. tfk Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi um miðja síðustu viku frá því að starfsmenn Matvælastofn­ unar hafi frá því á mánudag unnið að því að fjarlægja tæplega 150 nautgripi frá Nýja Bæ í Borgarfirði. Ýmist var gripunum komið fyrir annarsstaðar eða sendir í slátur­ hús. Matvælastofnun hafi ákveðið að svipta eigendur dýrunum vegna þess að þeir gerðu ekki þær úrbætur í dýrahaldinu sem kraf­ ist hafði verið. Eigendur nautgrip­ anna hafi því verið sviptir vörslu þeirra laugardaginn 12. nóvember þegar Matvælastofnun ásamt lög­ reglu voru með aðgerðir á bænum þar sem skepnunum var m.a. gefið. Á mánudag var síðan hafist handa við flutning gripanna. Lögregla hafi verið kölluð á vettvang til að tryggja öryggi allra. Fram kom í viðtali sem Sigur­ borg Daðadóttir yfirdýralæknir gaf RÚV að nautgripirnir í Nýja Bæ hefðu hvorki verið sveltir né beittir harðýðgi, en ekki hafi verið orðið við kröfum um úrbætur. Því hafi verið ákveðið að svipta eigendur nautgripunum. Fólkið hafði áður verið svipt fé og hrossum. Mat­ vælastofnun hefur ekki sent til­ kynningu frá sér um málið síðan 11. nóvember síðastliðinn. mm Hafa opnað kjötvinnslu á Eiði Guðrún Lilja og Bjarni voru kampakát með fulla bakka af dýrindis kjötvörum tilbúnar til afhendingar. Gísli afhjúpaði söguskilti á Miðsandi Gísli Einarsson og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. Ása Líndal Harðardóttir. Gestir við nýja söguskiltið. Vörslusvipting á 150 nautgripum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.