Skessuhorn - 23.11.2022, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 5
178 sundmenn frá 15 félögum tóku
þátt á Íslandsmeistaramóti í 25
metra laug sem fór fram í Ásvalla
laug í Hafnarfirði um helgina.
Mótið var með nýju sniði í ár þar
sem unglingameistaramót fór fram
fyrir hádegi og Íslandsmeistara
mótið seinnipartinn.
Tíu sundmenn frá Sundfélagi
Akraness tóku þátt í mótinu: Alex
Benjamín Bjarnason, Ásdís Erlings
dóttir, Einar Margeir Ágústsson,
Enrique Snær Llorens Sigurðsson,
Guðbjarni Sigþórsson, Guðbjörg
Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg
Svava Magnúsardóttir, Íris Arna
Ingvarsdóttir, Kristján Magnússon
og Viktoria Emilia Orlita.
Enrique Snær varð Íslandsmeist
ari í 400 metra fjórsundi á tím
anum 4.28.78 eftir mjög vel útfært
sund þar sem hann var fyrstur allt
sundið. Guðbjörg Bjartey varð
unglingameistari í 50 metra skrið
sundi á 26.51 og Einar Margeir
varð unglingameistari í 100 metra
fjórsundi á 58.94.
Að sögn Kjell Wormdal, þjálf
ara SA, var um að ræða frábæra
frammistöðu hjá krökkunum, mikið
var um bætingar og sundfólkið
mjög áberandi á mótinu. Niður
staðan var einn Íslandsmeistara
titill, tveir unglingameistarar, alls
fengu þau 15 verðlaun og settu að
auki átta Akranesmet á mótinu,
glæsilegur árangur hjá þessum
ungu og efnilegu sundmönnum.
vaks
Valgeir Páll Björnsson frá Sorpu
flutti erindi á ráðstefnu um
úrgangsmál sem fram fór á Hótel
Hamri í Borgarnesi í síðustu viku.
Þá komu fulltrúar sveitarfélaganna
á Vesturlandi saman til að kynna
sér nýjar leiðir og áskoranir í sorp
málum. Valgeir Páll segir fjármál
er varða sorphirðu vera í óvissu
en á landsvísu skortir betri yfirsýn
og samræmt eftirlit og utanum
hald yfir kostnað við úrgangsmeð
höndlun.
„Sveitarfélögin vinna með mis
munandi kerfi en verkferlar eru
einnig misjafnlega nákvæmir og
umfangsmiklir, þeir byggja þó á
sama grunni. Óvissuþættir í kostn
aði eru sökum þessa mismunandi
í utanumhaldi sveitarfélaga. Full
mannaður sorphirðubíll kostar 340
þúsund í hverri ferð en í sveitar
félögum safna sorpbílar misjafn
lega miklum úrgangi á mismunandi
víðfeðmu svæði. Kostnaðurinn við
dreifbýlin er meiri vegna stórra
áhrifaþátta, þ.e. lengdar milli tunna,
fjölda þeirra og magns sem fellur
til af sorpi. Kosta þarf til tunnur,
söfnun, flutning, umhleðslu og
ráðstöfunarleið. Á landsbyggðinni
safnast að meðaltali 5 kg af pappa í
hverri söfnun og 2 kg af plasti. Sem
dæmi safnar Borgar byggð um 7 kg
af pappa og 0,5 kg af plasti í hverri
söfnun en þar er tunnufjöldi 830 í
þéttbýli og 328 í dreifbýli,“ segir
Valgeir. Kostnaður við úrgangs
meðhöndlun er þess vegna mis
jafn eftir sveitarfélögum en sam
ræma þarf kostnaðarþætti og öðlast
betri yfirsýn til að tryggja skilvirk
ari leiðir í úrgangsmeðhöndlun.
sþ
Skortir samræmt eftirlit og
utanumhald yfir kostnað við úrgang
Frá ráðstefnunni. Ljósm. sþ.
Sundmenn SA stóðu sig með prýði
Hluti keppenda Sundfélags Akraness á mótinu um helgina. Ljósm. SA
Vefnaðardagar
Vinnustofan mín á neðri hæð í Grensáskirkju
í Reykjavík verður opin á laugardaginn
26. nóvember frá 12–17.
Nýja línan mín í vefnaði verður til sýnis
ásamt treflum og sjölum úr silki.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hlakka til að sjá ykkur.
Salome Guðmundsdóttir
Veflistakona
s. 864 5503
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir
heldur sýningu á jólahandverki
sínu á Bókasafni Akraness.
Til sýnis er jólaskraut, dúkar og
púðar sem Jóhanna hefur unnið
í gegnum árin.
Formleg opnun verður
fimmtudaginn 24. nóvember
kl. 16.00.
Sýningin stendur fram
í miðjan desember.
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200
bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is
Allir velkomnir
Jólasýning
Jóhönnu
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
AUGLÝSING UM SKIPULAG
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 41. gr. sömu laga er hér með auglýst tillaga að
breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi í
Borgarbyggð.
Víðines í landi Hreðavatns – aðalskipulagsbreyting, Frístundabyggð (F5) breytt í íbúðabyggð (Í8)
Íbúðasvæði Víðiness að Hreðavatni (áður Frístundabyggð að Hreðavatni) -
deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. september 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á
landnotkun í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og að breytingu deiliskipulags
frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns frá árinu 2006 m.s.br.
Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá
25. nóvember 2022 til og með 13. janúar 2023.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd
við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 13. janúar 2023.
Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t.
skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Borgarbyggð, 23. nóvember 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.