Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Qupperneq 10

Skessuhorn - 23.11.2022, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202210 Líkt og mörg undanfarin ár verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum nú í byrjun aðventunnar. „Við verðum í garðinum á eftir­ töldum dögum: Laugardaginn 26. nóvember kl. 11.00.­ 15.30, sunnu­ daginn 27. nóvember kl. 13.00.­ 15.30 og laugardaginn 3. desember kl. 13.00.­ 15.30,“ segir í tilkynn­ ingu frá klúbbnum. „Við höfum lengi styrkt Heil­ brigðisstofnun Vesturlands á Akra­ nesi með tækjagjöfum og munum við að sjálfsögðu halda því áfram. Í fyrra afhentum við tæki að verð­ mæti 3,7 milljónir króna. Nú í ár afhentum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands að gjöf færanlegt ómskoðunartæki að verðmæti sjö milljónir króna.“ Leiguverðið fyrir ljósakrossana í kirkjugarðinum verður það sama og á síðasta ári eða 8.000 krónur. „Að venju munum við endurnýja krossana og í ár fáum við 250 nýja krossa. Upplýsingar um útleigu krossanna gefa Valdimar Þorvalds­ son í síma 899­9755 og Ólafur Grétar Ólafsson í síma 844­2362. Einnig má panta krossa á netföngin oligretar@aknet.is og valdith@ aknet.is Greiða má inn á reikning 0186­26­017754 kt: 530586­1469. Ykkar stuðningur hefur gert okkur kleift að styðja myndarlega við bakið á Heilbrigðisstofnun Vestur­ lands á Akranesi og við Lionsmenn þökkum kærlega fyrir myndar­ legan stuðning undanfarinna ára og vonumst til að sá stuðningur haldi áfram,“ segir í tilkynningu frá Lionsklúbbi Akraness. mm Þriðjudaginn 15. nóvember sl. var haldinn súpufundur fyrir atvinnu­ rekendur í Borgarbyggð. Um sjö­ tíu manns mættu til að hlýða á örfyrirlestra og taka þátt í sam­ talinu. Tilgangur fundarins var að auka samtal milli atvinnu­ lífs og stjórnsýslunnar. Á örfyrir­ lestrum gátu gestir fengið kynn­ ingu á tilgangi og markmiði Upp­ byggingarsjóðs Vesturlands, kynn­ ingu á nýju deiliskipulagi í Vallar­ ási ásamt fræðslu um rammasamn­ inga Ríkiskaupa. Þá fór Guðveig L. Eyglóardóttir forseti sveitar­ stjórnar yfir framtíðarsýn sveitar­ stjórnar í atvinnumálum. Umræð­ urnar í lokin voru einnig afar líf­ legar en þá gafst fundargestum tækifæri til að spyrja viðmælendur og kjörna fulltrúa spjörunum úr. Á heimasíðu Borgarbyggðar segir að ljóst sé að fundur sem þessi sé mjög mikilvægur fyrir atvinnu­ lífið og er fyrirhugað að halda annan slíkan á vormánuðum. vaks Síðastliðinn fimmtudag voru hin árlegu umhverfisverðlaun Borg­ arbyggðar afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Að venju var það umhverfis­ og landbúnaðar nefnd sveitarfélags­ ins sem veitti verðlaunin og stýrðu samkomunni þær Sigrún Ólafs­ dóttir formaður nefndarinnar og Hrafnhildur Tryggvadóttir deildar­ stjóri umhverfis­ og framkvæmda­ mála. Auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi um hvaða garðar, býli eða fyrirtæki verðskulduðu að hljóta verðlaun fyrir árið 2022. Nefndin safnaði saman þeim til­ nefningum sem bárust og fór í vett­ vangsferðir til að meta aðstæður. Einnig var samfélagsviðurkenning afhent. Verðlaunahöfum var afhent birkiplanta frá Páli og Ritu í Greni­ gerði auk viðurkenningarskjals og handverks úr Ljómalind. Snyrtilegasta bændabýlið Gunnlaugsstaðir í Stafholtstungum hlutu verðlaun fyrir snyrtilegasta bændabýlið í sveitarfélaginu. Þar eru bændur þau Þórður Einars­ son, Jórunn Guðsteinsdóttir og Guðmundur Eggert Þórðarson. Við verðlaununum fyrir þeirra hönd tók Caroline Langhein. „Á Gunnlaugsstöðum hefur mikil uppbygging átt sér stað á liðnum árum. Þar er nýlegt, stórglæsilegt fjós og mikil og stöðug þróun í uppbyggingu. Gömul hús í bland við ný, en öllu vel við haldið. Þá er mikil ræktun í gangi á jörðinni. Gunnlaugsstaðir eru dæmi um góða samvinnu milli kynslóða. Virkilega ánægjulegt er að sjá svona þróun í sveitum Borgarbyggðar,“ sagði í umsögn dómnefndar. Falleg lóð við íbúðarhúsnæði Kjartansgata 20 í Borgarnesi hlaut verðlaun fyrir snyrtilegasta hús og lóð í þéttbýli. Í tilnefningu segir: „Virkilega snyrtileg lóð sem dútlað er við af kostgæfni. Hús og lóð eru mjög snyrtileg, gróður vel snyrtur og augljóst að mikil vinna er lögð í umhirðu.“ Þar búa þau Hilmar Þór Hákonarson og Dóróthea Elísdóttir. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði Hótel Varmaland í Stafholtstungum hlaut verðlaun sem snyrtilegasta lóð og atvinnuhúsnæði. Í umsögn segir m.a. að aðgengi að húsinu sé aðlaðandi og skemmtilegt samspil þess gamla og nýja. Einstaklega vel heppnuð viðbygging er við húsið. Í eldri hluta hússins var um ára­ tuga skeið rekinn húsmæðraskóli og síðar gistiheimili og grunn­ skóli um tíma. Eftir að húsið var selt nýjum eigendum var byggt við það og breytt miklu innan dyra. Loks var opnað hótel sem rekið er allt árið. Það var Herborg Svala Hjelm hótel stjóri sem tók við verð­ laununum. Steinunn hlaut sam­ félagsviðurkenninguna Samfélagsviðurkenning umhverfis­ og landbúnaðarnefndar vegna umhverfis og landbúnaðar­ mála hlaut Steinunn Árnadóttir í Borgar nesi. Í umsögn nefndar­ innar segir: „Dýravelferð þarf alltaf að vera í hávegum höfð ekki síst í stóru og öflugu landbúnaðarhéraði eins og Borgarbyggð. Mikilvægt er að fólk láti sig hag dýranna varða og leggi þeirra málstað lið þegar þurfa þykir. Það þarf kjark, þor og þrautsegju til að standa upp og taka afstöðu með erfiðum málum með vindinn í fangið. Það hefur Steinunn svo sannarlega gert þegar um er að ræða erfið dýravelferða­ mál. Af einstakri elju hefur hún fylgt málum eftir af eldmóði sem eftir er tekið.“ Aðspurð sagðist Steinunn Árna­ dóttir þakklát Borgarbyggð fyrir þann stuðning sem sveitarfélagið hafi sýnt í því dýravelferðarmáli sem um ræðir, jafnvel þótt bein aðkoma sveitarfélaga sé lítil eins og núverandi lagarammi sýni. „Það skiptir miklu máli að við förum að sjá breytingar þegar kemur að viðbrögðum við því þegar grunur leikur á um að dýravelferð sé í ólagi. Ég lít svo á að lög um dýra­ velferð séu góð, en við þurfum ein­ faldlega að vera betri í að fylgja þeim eftir. Hlutaðeigandi stofnanir þurfa þar að taka sig á. Nú er nýlát­ inn Stefán Skarphéðinsson fyrrum sýslumaður Borgfirðinga. Hann átti drjúgan þátt í að semja þau lög sem nú eru í gildi um dýravelferð og finnst mér vel við hæfi að minn­ ast hans nú fyrir hans góða þátt í því,“ sagði Steinunn í samtali við Skessuhorn. mm Súpufundur í Borgarbyggð vel sóttur Frá súpufundinum í Borgarnesi. Ljósm. borgarbyggd.is Ljósakrossar í kirkjugarðinn helsta fjáröflun Lionsklúbbsins Valdimar Þorvaldsson forseti Lionsklúbbs Akraness afhenti í síðustu viku gjafa­ bréf fyrir nýtt færanlegt ómskoðunartæki. Björn Gunnarsson svæfingalæknir á HVE veitti gjöfinni viðtöku. Ljósm. mm Umhverfisverðlaun Borgarbyggðar afhent Fulltrúar verðlaunahafa. Sitjandi eru Herborg Svala Hjelm frá Hótel Varmalandi, Caroline Langhein frá Gunnlaugsstöðum og Steinunn Árnadóttir. Á myndina vantar Hilmar og Dórótheu, eigendur Kjartansgötu 20. Fyrir aftan eru nefndarmenn og starfsmaður hennar. F.v: Hrafnhildur Tryggvadóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þórður Brynjarsson, Þorsteinn Eyþórsson og Kristján Á. Magnússon. Gunnlaugsstaðir í Stafholtstungum. Ljósm. jþg. Hótel Varmaland. Kjartansgata 20 í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.