Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Side 11

Skessuhorn - 23.11.2022, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 11 Borgarbyggð og Landbúnaðar­ háskóli Íslands hafa í haust átt í við­ ræðum um leigu á húsnæði í eigu skólans fyrir starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar á Hvanneyri. Fram kemur á heimasíðu Borgarbyggðar að samkomulag hafi náðst og er búið að skrifa undir samning. „Þetta eru mikil gleðitíð­ indi enda er með þessu verið að tryggja öryggi íbúa sveitarfélagsins á Hvanneyri og nágrenni sem og í Skorradal,“ segir í frétt á heimasíðu Borgarbyggðar. Umrætt húsnæði er um 200 fermetrar að grunn­ fleti og nefnist iðulega Hjartarfjós, kennt við Hjört Snorrason skóla­ stjóra Búnaðarskólans á Hvanneyri 1894­1907 og kennara þar til 1911. Hjörtur var bóndi á Ytri­Skelja­ brekku í Andakíl 1907­1915 en í Arnarholti í Stafholtstungum frá 1915 til æviloka. Hjartarfjós þykir henta vel fyrir slökkviliðið en það mun nú hýsa dælubílinn Skorra sem fluttur var til geymslu á Bifröst fyrr í haust. Bíllinn er í eigu Skorradals­ hrepps en notaður af Slökkvi­ liði Borgarbyggðar frá kaupum á honum árið 2009. Auk þess verður í húsinu annar nauðsynlegur bún­ aður slökkviliðsins og aðstaða fyrir slökkviliðsmenn. „Slökkvilið Borgarbyggðar fagnar því að fá húsnæði fyrir slökkviliðsfólk, bíla og búnað á Hvanneyri. Við finnum einnig fyrir auknum áhuga sveitarfélags­ ins, Landbúnaðarháskólans og frá öðrum hagsmunaaðilum á fram­ tíðar uppbyggingu á aðstöðu fyrir slökkviliðið á Hvanneyri. Slökkvi­ liðið fagnar einnig þeirri umræðu og því samtali sem átt hefur sér stað að undanförnu varðandi bruna­ mál á Hvanneyri, bæði við LbhÍ, Skorradalshrepp og einnig Íbúa­ samtök Hvanneyrar og nágrennis og vonum við svo sannarlega að það góða samtal haldi áfram. Hér lögð­ ust allir á eitt og leystu þann vanda sem skapaðist í húsnæðismálum slökkviliðsins í haust. Að geta boðið fólkinu sem kemur til bjargar þegar kallið kemur, hvenær sem er sólar­ hringsins allan ársins hring, upp á viðunandi starfsaðstöðu skiptir mestu máli því án þeirra þurfum við enga aðstöðu og án þeirra ættum við ekkert slökkvilið,“ segir Heiðar Örn Jónsson varaslökkviðs­ stjóri í samtali við Skessuhorn. mm Hjartarfjós á Hvanneyri verður slökkvistöð Jólaljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn á Akratorgi laugardaginn 26. nóvember kl 17:00. Kátir jólasveinar mæta m.a. á svæðið og getur fjölskyldan átt notalega samverustund í hjarta Akraness. Akranes.is Akraneskaupstaður auglýsir eftir verslunar- og þjónustu aðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf kaupstaðarins til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á fyrirtækjum á Akranesi sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin á tímabilinu frá 15. desember 2022 – 28. febrúar 2023. Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi á Akranesi. Um er að ræða ríflega 750 gjafabréf sem afhent verða starfsmönnum um miðjan desember 2022. Áhugasamir skrá sig til leiks með því að senda tölvupóst á netfangið harpa@akranes.is Skráningafrestur er til og með 30. nóvember n.k. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Harpa Hallsdóttir, mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, í síma 433 1000 eða harpa@akranes.is JÓLAGJÖF TIL STARFSMANNA AKRANESKAUPSTAÐAR – GJAFABRÉF Eftir undirskrift samningsins framan við Hjartarfjós á Hvanneyri. F.v. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri, Ragnheiður I Guðmunds­ dóttir rektor LbhÍ, Kristín Theodóra Ragnarsdóttir rekstrarstjóri LbhÍ, Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri og Vigfús Ægir Vigfússon slökkviliðsmaður. Ljósm. borgarbyggd.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.