Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Page 15

Skessuhorn - 23.11.2022, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 15 Fagráð í hrossarækt valdi í síð­ ustu viku þau hrossaræktarbú sem tilnefnd voru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bænda­ samtaka Íslands fyrir ræktunarbú ársins. Að þessu sinni stóð valið á milli 36 búa sem náð höfðu athygl­ isverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Í ár voru nokkur bú jöfn í tólfta sæti og búin því 15 alls. Tilnefnd bú hlutu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2022 sem haldin var í Sprettshöllinni sl. sunnudag og þar var ræktunar­ bú ársins sömuleiðis verðlaunað. Ræktunarbú ársins 2022 er Ketils­ staðir/Syðri­Gegnishólar, bú þeirra Olil Amble og Bergs Jónssonar. Tvö bú af Vesturlandi voru tilefnd að þessu sinni; Árdalur í Andakíl og Skipaskagi. Auk þess er Vestlendinga víða að finna á listanum, sem reka bú sín í öðrum landshlutum. Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð: • Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarsson, Kristbjörg Eyvinds­ dóttir og fjölskylda • Austurás, Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda • Árdalur, Ómar Pétursson, Pétur Jónsson og fjölskylda • Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðs­ son, Helga Una Björnsdóttir • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius • Hjarðartún, Óskar Eyjólfs­ son, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir, Hans Þór Hilmarson og Arnhildur Helgadóttir • Ketilsstaðir/Syðri­Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble • Lækjamót, Sonja Líndal Þóris­ dóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal • Prestsbær, Inga og Ingvar Jensen • Rauðalækur, Guðmundur Frið­ rik Björgvinsson, Eva Dyröy og Kristján Gunnar Ríkharðsson • Skagaströnd, Sveinn Ingi Grímsson, Þorlákur Sigurður Sveinsson • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir • Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón Árni Magnússon og Berglind Bjarna­ dóttir • Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júl­ íusdóttir • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth mm Meistaraflokkur kvenna í blaki í Grundarfirði stóð fyrir frábæru kótilettukvöldi fimmtudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Uppselt var í veisluna en reiknað hafði verið með tæplega hundrað manns í sæti. Kótiletturnar sviku engan en að auki voru frábærir happdrættisvinn­ ingar, söngatriði og skemmtisögur. Fjáraflanir sem þessar eru gríðar­ lega mikilvægar fyrir tímabilið hjá stelpunum enda þurfa þær að ferð­ ast víðs vegar um landið í vetur fyrir Íslandsmótið í blaki. tfk Fimmtán ræktunarbú voru tilnefnd til verðlauna Ketilsstaðir/Syðri­Gegnishólar er ræktunarbú ársins 2022. Hér eru Olil og Bergur. Ljósm. hestafrettir.is Vel heppnað kótilettukvöld Félagarnir Lýður Valgeir Jóhannesson og Hallgrímur Jóhann Hallgrímsson brugðu á leik fyrir ljósmyndara er þeir hlóðu á diskana sína. Stelpurnar í blakinu sem stóðu fyrir veislunni. F.v. Íris Birta Bergmann Heiðars­ dóttir, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Valgerður Stefáns­ dóttir, Lilja Dóra Björnsdóttir, Gréta Sigurðardóttir, Helga Sjöfn Ólafsdóttir og Kristín Halla Haraldsdóttir. Þær Rúna, Gréta og Íris sáu um að draga í happdrættinu enda veglegir vinningar í boði.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.