Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 15
Fagráð í hrossarækt valdi í síð
ustu viku þau hrossaræktarbú
sem tilnefnd voru til árlegrar
heiðursviðurkenningar Bænda
samtaka Íslands fyrir ræktunarbú
ársins. Að þessu sinni stóð valið á
milli 36 búa sem náð höfðu athygl
isverðum árangri á árinu. Tilnefnd
eru 12 efstu bú ársins að loknum
útreikningi. Í ár voru nokkur bú
jöfn í tólfta sæti og búin því 15 alls.
Tilnefnd bú hlutu viðurkenningu
á ráðstefnunni Hrossarækt 2022
sem haldin var í Sprettshöllinni
sl. sunnudag og þar var ræktunar
bú ársins sömuleiðis verðlaunað.
Ræktunarbú ársins 2022 er Ketils
staðir/SyðriGegnishólar, bú þeirra
Olil Amble og Bergs Jónssonar.
Tvö bú af Vesturlandi voru tilefnd
að þessu sinni; Árdalur í Andakíl og
Skipaskagi. Auk þess er Vestlendinga
víða að finna á listanum, sem reka bú
sín í öðrum landshlutum.
Tilnefnd bú eru eftirfarandi í
stafrófsröð:
• Auðsholtshjáleiga, Gunnar
Arnarsson, Kristbjörg Eyvinds
dóttir og fjölskylda
• Austurás, Haukur Baldvinsson,
Ragnhildur Loftsdóttir og
fjölskylda
• Árdalur, Ómar Pétursson,
Pétur Jónsson og fjölskylda
• Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðs
son, Helga Una Björnsdóttir
• Garðshorn á Þelamörk, Agnar
Þór Magnússon og Birna
Tryggvadóttir Thorlacius
• Hjarðartún, Óskar Eyjólfs
son, Bjarni Elvar Pétursson og
Kristín Heimisdóttir, Hans Þór
Hilmarson og Arnhildur
Helgadóttir
• Ketilsstaðir/SyðriGegnishólar,
Bergur Jónsson og Olil Amble
• Lækjamót, Sonja Líndal Þóris
dóttir, Friðrik Már Sigurðsson,
Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís
Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm
Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson
og Elín Rannveig Líndal
• Prestsbær, Inga og Ingvar Jensen
• Rauðalækur, Guðmundur Frið
rik Björgvinsson, Eva Dyröy og
Kristján Gunnar Ríkharðsson
• Skagaströnd, Sveinn Ingi
Grímsson, Þorlákur Sigurður
Sveinsson
• Skipaskagi, Jón Árnason
og Sigurveig Stefánsdóttir
• Steinnes, Magnús Jósefsson,
Líney Árnadóttir, Jón Árni
Magnússon og Berglind Bjarna
dóttir
• Sumarliðabær 2, Birgir Már
Ragnarsson og Silja Hrund Júl
íusdóttir
• Þúfur, Gísli Gíslason og Mette
Mannseth
mm
Meistaraflokkur kvenna í blaki í
Grundarfirði stóð fyrir frábæru
kótilettukvöldi fimmtudaginn 17.
nóvember síðastliðinn. Uppselt var
í veisluna en reiknað hafði verið
með tæplega hundrað manns í sæti.
Kótiletturnar sviku engan en að
auki voru frábærir happdrættisvinn
ingar, söngatriði og skemmtisögur.
Fjáraflanir sem þessar eru gríðar
lega mikilvægar fyrir tímabilið hjá
stelpunum enda þurfa þær að ferð
ast víðs vegar um landið í vetur
fyrir Íslandsmótið í blaki. tfk
Fimmtán ræktunarbú voru tilnefnd til verðlauna
Ketilsstaðir/SyðriGegnishólar er ræktunarbú ársins 2022. Hér eru Olil og Bergur.
Ljósm. hestafrettir.is
Vel heppnað
kótilettukvöld
Félagarnir Lýður Valgeir Jóhannesson og Hallgrímur Jóhann Hallgrímsson brugðu
á leik fyrir ljósmyndara er þeir hlóðu á diskana sína.
Stelpurnar í blakinu sem stóðu fyrir veislunni. F.v. Íris Birta Bergmann Heiðars
dóttir, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Valgerður Stefáns
dóttir, Lilja Dóra Björnsdóttir, Gréta Sigurðardóttir, Helga Sjöfn Ólafsdóttir og
Kristín Halla Haraldsdóttir.
Þær Rúna, Gréta og Íris sáu um að draga í happdrættinu enda veglegir vinningar
í boði.