Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Page 18

Skessuhorn - 23.11.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202218 „Það er dásamlegt að fá skjól á Akra­ nesi og mér og dóttur minni líður afskaplega vel hér,“ segir Anastasiia Krasnoselska sem kom sem flótta­ maður til Íslands frá Úkraínu í byrjun apríl síðastliðinn ásamt níu ára dóttur sinni, Önnu. Anastasiia er frá Kiev og segist hún svo sannar­ lega muna daginn sem innrásin hófst í lok febrúar á þessu ári. Þeim degi gleymi hún aldrei. „Þegar ég vaknaði um morguninn á innrásar­ deginum 24. febrúar var á öllum fréttamiðlum að Rússar hefðu ráð­ ist inn í landið okkar. Nokkru síðar fóru síðan loftvarnaflautur í gang. Ég hringdi í vinnuveitanda minn og spurði hvort ég ætti að mæta til vinnu og síðan í foreldra mína og nokkra ættingja til að athuga hvort allt væri ekki örugglega í lagi hjá þeim. Ég ákvað að fara út úr húsi og gekk um hverfið mitt og leitaði eftir því hvort loftvarnabyrgin sem voru næst heimili mínu væru ekki opin. Síðan heyrði ég ógnvænlegt hljóð frá orrustuþotum Rússa, sem flugu yfir borginni. Hverfið sem ég bjó í varð ekki fyrir árásum en árásir voru gerðar annars staðar í borginni,“ segir Anastaiia. Dóttirin varð hrædd Strax daginn eftir ákváðu Anastasiia og fjölskylda hennar að yfirgefa heimili sín og flytjast til ættingja sem bjuggu í litlum bæ um 250 kílómetra suður af Kiev. Þar var öruggara að vera. „Við bjuggum þarna hjá ætt­ ingjum í um einn mánuð en urðum síðan að fara aftur til Kiev. Ástandið og sérstaklega ógnin sem grúfði yfir borginni hafði alvarleg áhrif á mig og dóttur mína. Ég svaf illa og hafði miklar áhyggjur. Dóttir mín varð mjög hrædd þegar hún heyrði í loft­ varnaflautunum sem fóru hvað eftir annað í gang. Meira að segja tók það hana nokkurn tíma að venjast því þegar hún heyrði í sírenum sjúkra­ eða lögreglubíla eftir að hún kom til Íslands, það minnti hana á Kiev. Við ákváðum því að komast frá Kiev og Úkraínu sem flóttamenn.“ Meira tilviljun að Ísland varð fyrir valinu En hvers vegna varð Ísland fyrir valinu? „Það var meira tilviljun en annað,“ segir Anastasiia. „Ég leit­ aði að löndum sem voru tilbúin að taka við flóttamönnum frá Úkraínu og sá þar að Ísland var eitt þeirra. Í fyrstu fannst mér landið vera svo óralangt í burtu. En ég vissi að þar var mjög friðsælt og svo alveg frá því að ég var barn átti ég mér þann draum að koma einhvern tímann til Íslands sem ferðamaður og skoða landið og ekki hvað síst að sjá norð­ urljósin. Ég pantaði því farmiða til Íslands og ég og dóttir mín héldum með lest til Varsjár í Póllandi og þaðan með flugi til Íslands. Eftir að ég pantaði flugmiðana til Íslands ákvað ég að fullvissa mig um hvort ég hefði tekið rétta ákvörðun. Þá hringdi ég í frænku mína og frænda en þau ferðuðust um Ísland fyrir um tíu árum síðan á reiðhjólum. Hún spurði mig hvort ég væri alveg viss því það gæti orðið ansi kalt á Íslandi en fólkið væri mjög vin­ samlegt. Sömu sögu sagði ein vin­ kona mín. Hún sagðist hafa þekkt Íslending í eina tíð og hann hefði verið einstaklega ljúfur og þægi­ legur og ef margir landar hans væru eins væri ekkert að óttast,“ segir Anastasiia og hlær. „En fyrst og fremst vildi ég tryggja mér og dóttur minni öryggi hér á Íslandi.“ Sagðist þurfa vernd „Þegar við lentum í Keflavík snéri ég mér að lögreglumanni sem þar stóð og sagði að ég þyrfti vernd sem flóttamaður frá Úkraínu. Hann sagði okkur að koma með sér og skilríki okkar voru skoðuð og það var staðfest að við værum raunveru­ lega frá Úkraínu. Síðan var okkur ekið til Reykjavíkur og dvöldumst við þar sem áður var Hótel Saga við Hagatorg. Þar dvöldumst við í um einn mánuð á meðan leitað var eftir varanlegum dvalarstað fyrir okkur. Ég nefndi Akureyri því þar bjó kona frá Úkraínu sem ég kannaðist við. En þá var mér tjáð að það væri ekki mögulegt á þeim tímapunkti en mér var aftur á móti tjáð að það væri hægt að komast til Akraness því þar væri byrjað að taka á móti flóttamönnum. Ég tók því vel og sagði að mér litist mjög vel á það. Hér var mér tekið opnum örmum og hefur okkur mæðgum liðið afskaplega vel. Það var strax haldið mjög vel utan um okkur.“ Margir í íslenskunámi Anastasiia segir að nú séu flótta­ mennirnir sem búsettir eru á Akra­ nesi á milli 30 og 40 talsins. Hún segir að flestir haldi þeir góðu sambandi sín á milli og eru í hópi á Facebook og tala saman þar og skipuleggja ýmislegt sem þeir fram­ kvæmi svo saman. Meðal annars eru margir í íslenskunámi tvisvar í viku, sem fer fram í fjölbrautaskólanum. Hún segist eiga þá ósk að nánustu ættingjar hennar gætu komið til sín í heimsókn eða til lengri dvalar, en fyrir foreldra hennar væri það úti­ lokað eins og staðan er í dag, þar sem amma hennar, sem er mjög fullorðin, treysti sér ekki í erfitt ferðalag sem flóttamaður. Sömu sögu er að segja af fleirum í fjöl­ skyldu hennar og öðrum ættingjum. Er í reglulegu sambandi við móður sína „Eftir að ég kom til landsins hef ég verið í góðu sambandi við móður mína og fjölskyldu. Þau hafa sagt mér að ástandið hafi farið sífellt versnandi og núna væri það orðið mjög erfitt. Loftvarnaflauturnar og hættumerkin væru mun tíðari en áður því hluti borgarinnar er nú rafmagnslaus og á öðrum stöðum er rafmagn skammtað og þá eru margir án rennandi vatns. Þetta gerðist eftir að Rússar hófu flug­ skeytaárásir á borgina að nýju,“ segir Anastasiia. Síðustu vikur hefur úkraínska hernum orðið betur ágengt í gagn­ sókn sinni gegn Rússum sem hófst í byrjun september í Kharkiv héraði í austri og í Kherson héraði í suðri. Nýlega náðu þeir á sitt vald hér­ aðshöfuðborginni Kherson eftir að Rússar yfirgáfu borgina í flýti. En hafnarborgin þykir hernaðarlega mjög mikilvæg. Lífið verður aldrei það sama „Þrátt fyrir hetjulega baráttu, sem hefur komið mörgum svo á óvart og jafnvel Úkraínumönnum sjálfum, þá eru samt erfiðir tímar framundan,“ segir Anastasiia. „Við sem hér erum þurfum að undir­ búa okkur undir að það getur liðið langur tími þar til friður kemst á að nýju í Úkraínu. Verðum við því að aðlagast íslensku samfélagi eins vel og við getum. Þó að íbúðin mín í Kiev hafi ekki orðið fyrir skemmdum þá er flóttafólk bæði hér á Akranesi og annars staðar á Íslandi sem hefur misst hús­ næði sitt í stríðinu og lífið verður aldrei aftur eins hjá því, hvenær sem fólkið getur eða vill snúa aftur til heimalandsins okkar. Eins og ég sagði áður þá hefur verið mjög vel tekið á móti okkur á Akranesi. Við höfum húsnæði og flestum okkar hefur verið útveguð atvinna. Sjálf starfa ég á Bókasafni Akraness og líkar það frábærlega. Allir vinnufé­ lagar mínir eru mjög hjálplegir og vilja gera allt til að láta mér líða vel, sem ég er mjög þakklát fyrir. Í Kiev starfaði ég hjá hverfastjórn­ inni í hverfinu mínu sem fulltrúi í félagsþjónustu við að aðstoða fólk sem átti í ýmiskonar erfiðleikum, m.a. varðandi það að leita að hús­ næði eða þurfti á annarri aðstoð að halda. Í Kiev bjuggu um þrjár millj­ ónir manna áður en stríðið hófst og er borginni því skipt upp í hverfi eins og gert er í stórborgum. Hvert hverfi sér um að þjónusta sitt fólk. Í mínu borgarhverfi bjuggu um 85 þúsund manns.“ Erum þakklát fyrir móttökurnar á Akranesi „Þó að ég komi úr stórborg þá finnst mér eftir að ég kom til Íslands og flutti á Akranes að bara það að fara til Reykjavíkur upplifi ég mik­ inn ys og þys í borginni. Ég kann svo miklu betur við mig í róleg­ heitunum á Akranesi. Sömu sögu er að segja af dóttur minni sem er í Grundaskóla og er mjög ánægð þar. Hún sagði mér nýlega að íslenskan væri í uppáhaldi hjá sér. Að lokum vil ég segja það að flest flóttafólkið sem býr hér á Akranesi er í góðu sambandi hvort við annað og það kemur skýrt fram hversu þakklátt það er fyrir móttökurnar hér á Akranesi. Það vill enginn vera í þeirri aðstöðu sem við erum í sem flóttamenn í öðru landi og neyðumst til þess að vera fjarri heimkynnum okkar og ættingjum. Þess vegna er svo mikilvægt að haldið sé vel utan um okkur eins og hér er svo sannar­ lega gert. Fólkið mitt heima í Úkra­ ínu komst við þegar ég sagði því frá móttökunum sem við fengum hér og svo því að prjónakonur á Íslandi væru að prjóna sokka og annan lopafatnað til þess að senda til úkra­ ínskra hermanna fyrir veturinn,“ segir Anastasiia að endingu. se/ Ljósm. úr einkasafni. „Síðan heyrði ég ógnvænleg hljóðin frá orrustuþotum sem flugu yfir borginni“ Rætt við úkraínska flóttakonu sem nú býr og starfar á Akranesi Anastasiia og Anna dóttir hennar við Akranesvita. Mæðgurnar á ferðalagi í haust. Á þjóðhátíðardegi Úkraínu 24. ágúst 2022. Anastasiia í vinnunni á Bókasafni Akraness. Á flugvellinum í Varsjá. Á leið til þess óþekkta.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.