Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 21 byrjar þá er maður strax búin því tíminn líður svo ofboðslega hratt. Þetta var mjög erfitt, að læra forn­ grísku og hebresku á sama tíma, og vera í vinnu og með börn. Ég man stundum þegar einhver var að segja mér hvað ég væri nú dugleg, ég hugsaði alltaf; „nei ég er ekki dugleg því þetta er að bitna á mér og heilsunni minni og börnunum mínum, svona er ekkert ókeypis“. En svo allt í einu var ég búin og við fjölskyldan komumst held ég öll nokkuð ósködduð frá þessu,“ segir Heiðrún hlæjandi. Eins og unglingur að læra dönsku „Ég var svolítið eins og unglingur sem þarf að læra dönsku þegar ég byrjaði aftur í skóla. Af hverju þarf ég t.d. að geta lesið Biblíuna á forn­ grísku. Mér fannst þetta einhvern veginn svo tilgangslaust. En svo sá ég það náttúrulega að guðfræðinni mætti líkja við bókmenntafræði. Í bókmenntafræði er alltaf verið að greina bækur, lesa og túlka. Þó Biblían sé gamalt rit þarf alltaf að vera að þýða hana aftur og garfa í textunum, hugsaðu þér ef hún hefði bara verið þýdd einu sinni og svo aldrei aftur. Við þurfum endalaust að vera að uppfæra þýðingu orð­ anna svo þau tali inn í samfélagið okkar í dag. Til dæmis þar sem áður stóð alltaf bræður, þar stendur í dag systkin. Það eru allskonar orð sem við kannski tengjum við eitt­ hvað neikvætt nú til dags sem var miklu hlutlausara þá. Þannig að ég skil það að auðvitað er mikil­ vægt að ég sem kona árið 2022 hafi þekkingu til að þýða upprunalegu texta Biblíunnar, alveg eins og karl­ maður árið 1840. Með breyttum tíðaranda sjáum við Biblíuna með allt öðrum gleraugum. Einu sinni var líka svo mikill ótti í trúnni, ég tengi t.d. ekki við það í dag. Við erum bara nógu hörð við okkur sjálf í nútímasamfélagi og ekki ofan á það bætandi að við þurfum að vera að mæta til kirkju og láta skamma okkur fyrir að vera ekki nógu svona eða hinsegin. Þannig að það sem ég les úr Biblíunni er þetta með miskunnsemi, ást, kærleika og umburðarlyndi. Þess vegna þarf ég að geta lesið Biblíuna á fornmál­ inu, til þess að geta lesið og miðlað mínum skilningi á textunum,“ segir Heiðrún. Gott að þurfa að biðja um aðstoð og treysta á aðra Þegar Heiðrún klárar guðfræði­ námið brýst út stríð í Úkraínu og flóttafólk þaðan byrjaði að streyma í Borgarfjörðinn. „Það er eins og þetta hafi verið hellulagt fyrir mig. Þegar ég klára námið fæ ég verk­ efnið í fangið en ég var yfirverk­ efnastjóri yfir starfsemi flóttafólks­ ins frá Úkraínu á Bifröst. Ég var alltaf að hugsa; „bíddu af hverju á ég að vera að gera þetta núna?“ Ég var með svo mikla einbeitingu á að sitja og bíða eftir að eitthvað prests­ embætti losnaði, og þá helst nátt­ úrulega hér. Ég fann ég gat samt ekki sagt nei við verkefninu en ég skildi þetta samt ekki alveg. En það var rosalega mikilvægt fyrir mig að stíga aðeins út úr kirkjunni, fá að starfa þar sem hjartað slær og ein­ hvern veginn í fyrsta sinn vera í það stóru verkefni að ég gat ekki gert allt sjálf. Ég hef alltaf verið fram­ takssöm og sjálfstæð í verki en þetta var bara of stórt. Það var mjög gott fyrir mig vera í þeirri stöðu að þurfa að biðja um aðstoð og þurfa að treysta á aðra til að leysa ein­ hver verkefni. Það er ekki það að maður treysti ekki öðrum, maður vill bara vera duglegur og sinna sínu. En ég lærði það á Bifröst að það er bara hollt fyrir mann og mikilvægt að þiggja hjálp og biðja um aðstoð. Fólk vill hjálpa í öllum aðstæðum. Maður þarf ekki annað en að biðja, og ef fólk segir nei þá er það bara allt í lagi. Það var lexían sem ég lærði þar. Svo bara losnaði staðan hér, ég sótti um og fann fyrir ómetan legum stuðningi. Ég fann að fólk vildi hleypa mér að hér og ég er mjög þakklát fyrir það traust,“ segir Heiðrún full þakklætis. Réttir míkrafóninn þeim sem eitthvað hafa að segja Heiðrún var ráðin í starf prests á Borgarprestakalli í lok síðasta sumars og var sett inn í embættið 25. september. Hún hóf formlega störf um mánaðamótin þar á eftir. „Ég byrjaði hérna 1. október og er ennþá að feta af stað. Ég er mjög meðvituð að fara ekki of geyst af stað, ég ætla bara að taka eitt skref í einu. Það er fullt af fólki búið að hafa samband og bjóðast til þess að tala í kirkjunni eða aðstoða okkur á einhvern hátt og ég segi bara já takk við öllu. Ég lít einhvern veg­ inn þannig á að ég þurfi ekkert alltaf að standa hérna og tala, þetta rými og þessi vettvangur er fyrir samfélagið. Það hljóta líka að vera takmörk fyrir því hvað ég get verið innblásin og klár alla sunnudaga og það er fullt af fólki í sam félaginu sem veit svo margt um allskonar hluti. Þannig að mitt mottó verður bara að rétta míkrafóninn þeim sem hafa eitthvað að segja. Ég vil bara bjóða fólki inn með söng og talað mál eða hvað sem er. Það er ávísun á að fara í þrot ef maður fer of geyst af stað. Ef maður fer einn af stað kemst maður hratt en ekki langt. Hins vegar ef þú safnar fólki í kringum þig ertu í jafnara álagi og kemst lengra. Áhersluatriði hjá mér núna eru athafnirnar sem ég er beðin um að sinna og messuformið. Ég verð með messur annan hvern sunnu­ dag. Messurnar verða til skiptis klukkan ellefu og klukkan átta um kvöldið. Kvöldmessurnar verða léttari, kannski með gestafyrir­ lesurum og léttari tónlist. Morgun­ messurnar verða svona hefð­ bundnari. Börnin eru svo mikil­ vægasta fólkið okkar en ég sé fyrir mér að gera meira úr barnastarfinu þegar fram líða stundir. Svo langar mig að koma einhverju af stað fyrir unglingana okkar,“ segir Heiðrún um framtíðarsýn sína fyrir presta­ kallið. Heilagt þýðir frátekið Þó Heiðrún sé nú orðin prestur, segist hún ekki hafa verið sérstak­ lega trúuð sem unglingur. Trúar­ legt uppeldi hafi verið eins og á flestum íslenskum heimilum. „For­ eldrar mínir kenndu mér bænir og við fórum með ákveðna bænaromsu á hverju kvöldi eftir kvöldlestur­ inn. Mamma söng líka lengi í kirkjukórnum. Ég held kannski, eins og mörg börn, að ég hafi verið andlega þenkjandi. Börn eru mörg rosalega næm og ég held ég hafi verið það og sé það enn. Ég segi oft við fólk að kirkjan er mögulega eini staðurinn í nútímasamfélagi sem við getum komið á og ekki ætlast til neins af okkur. Við þurfum ekki að vera sæt og fín, klár eða segja neitt gáfulegt. Þetta er bara staðurinn þar sem við getum sleppt takinu. Við getum bara horft á Hafnar­ fjallið, látið hugann reika og bara verið. Ég hef alltaf litið þannig á, þar sem ég hef farið í messur í útlöndum og skil jafnvel ekki hvað presturinn er að segja, þá er kirkjan þetta hlutlausa, heilaga rými. Heil­ agt þýðir bara frátekið og þetta rými er frátekið fyrir okkur. Þessi stund er frátekin fyrir okkur þegar við förum í kirkjuna til að sleppa takinu og vera í friði með sjálfum okkur,“ segir Heiðrún. Það má trúa á jólasveininn, Súperman og Guð Heiðrún segist vanda sig þegar kemur að trúarlegu uppeldi barna sinna. „Við tölum um trú, en ég hef t.d. ekki kennt börnunum mínum neinar bænir, það er samt velkomið ef þau biðja um það. Dóttir mín sagði einmitt við mig um daginn; „mamma, nú þegar þú ert orðin prestur þá verð ég að fara að læra Faðir vorið“. Þau hafa samt auð­ vitað verið með mér í messum og fylgst með mér í gegnum allt námið, þannig að auðvitað skap­ ast oft miklar umræður á heimilinu um trúmál. Sonur minn sagði um daginn: „Guð, ég held hún sé ekki til“, og það eina sem ég hugsaði var að hann sagði „hún Guð“ og mér fannst það frábært,“ segir Heiðrún og hlær. „Við ræðum trúna mikið en ég segi alltaf að sumir trúa á jóla­ sveininn, sumir trúa á Súperman og aðrir trúa á Guð. Fólk ræður sjálft hverju það trúir. Það er ekki spurt um trúarskoðanir eða hvort þú sért í Þjóðkirkjunni þegar þú kemur inn í kirkjuna. Þetta er rými fyrir alla,“ segir Heiðrún ákveðin. En hvernig sér hún Guð sjálf fyrir sér? „Guð fyrir mér er kær­ leikur og ljós, ég finn fyrir Guði í náttúrunni, í litlu nýfæddu barni, í listum eða einhverju sem hreyfir við mér. Guð getur verið styrkur þegar við þurfum og Guð er það góða í fólki. Mér finnst mikilvægt að presturinn sé hlutlaus, ég er ein­ hver sem hlustar og er til staðar fyrir alla í samfélaginu. Við gætum öll þurft að leita til prests út af ein­ hverju og þá mega einhverjar skoð­ anir mínar ekki standa í veginum. Ég stend samt auðvitað alltaf með réttlætinu ­ það má aldrei gefa afslátt af mannréttindunum okkar og réttlæti í samfélaginu. Þess vegna stend ég óhikað með flótta­ fólki, LBGT+ samfélaginu og fleiri hópum sem þurfa að berjast fyrir mannréttindum sínum. Við þurfum ekki að lesa mikið í Biblíunni til að sjá að það var það sem Jesús ætlað­ ist til af okkur. Að fæða þau sem eru svöng, bjóða ókunnuga velkomna, heimsækja þau sem eru einmana, standa með þeim sem eru útskúfuð. Við eigum að standa með réttlætinu og fyrir réttlætið. En að öðru leyti verð ég að vera hlutlaus.“ Flókið að vera manneskja ­ en samt svo einfalt Heiðrún segir alla sína lífsreynslu nýtast sér í nýju starfi en hún upp­ lifir í fyrsta sinn að hún sé á réttum stað í lífinu. „Ég hef einlægan áhuga á fólki og hvernig við sem manneskjur erum saman sett. Allir eru smá góðir og smá vondir, það er svo flókið að vera manneskja en samt er það svo einfalt. Við þurfum einhvern veginn öll það sama og ég hef fundið það, hvort sem ég hef búið í Guatemala, Bretlandi, Kína eða unnið með flóttafólki frá Afg­ hanistan, Sýrlandi eða Úkraínu, við erum öll í grunninn svo lík og það finnst mér svo magnað. Það er svo margt sem flækist fyrir okkur en það er svo einfalt hvað við þurfum sem manneskjur. Ég hef einhvern veginn alltaf sóst í svona störf, að vinna náið með fólki. Eins og með flóttafólki, maður er að vinna með fólki þegar það er opið alveg inn að kviku. Það er mjög flókið og erfitt að vera á flótta og mikið af erf­ iðum tilfinningum sem spila inn í. Ég held einhvern veginn að þetta starf sem ég fer í núna verði ein­ hvers konar framlenging á því sem ég hef verið að gera. Ég sé það svo skýrt núna, sumir byrja sem prestar upp úr tvítugu en ég er fjörutíu ára. Ég er með tuttugu ára starfsreynslu og finn það svo greinilega að allt sem ég hef gert er búið að safnast í bakpoka sem nýtist mér núna. Auð­ vitað var ég stressuð að jarða í fyrsta sinn, gifta í fyrsta sinn og skíra. En þegar ég er í aðstæðunum finn ég að ég stend fast í báðar fætur. Ég held líka að aldurinn hefur kennt mér það að leita mér aðstoðar sjálf. Það er mikilvægt að ég sé í hand­ leiðslu og ég hugsi vel um líkamann minn og andlegu hliðina. Maður getur ekki verið neitt fyrir aðra ef maður er ekki með fullan tank sjálfur. Ég held þetta sé oft á tíðum flókið starf, ég er bara búin að vera prestur núna í tæpa tvo mánuði, en ég held að það sem ég hef gert hingað til geti aðstoðað mig við það sem framundan er. Ég hef alltaf sóst í kennslu, ég er að leysa af við kennslu í grunnskólanum af og til, og ég finn að ég elska að kenna en hugsa alltaf líka að ég eigi ekki heima þar. Ég elskaði að vinna með flóttafólkinu en fann það sama, ég á ekki heima þar. Þetta er mjög skrýtin tilfinning sem hefur alltaf fylgt mér og ég hef oft hugsað að það sé eitthvað að mér, af hverju get ég ekki verið ánægð þar sem ég er. Svo núna finn ég að ég er komin á hárréttan stað. Þetta er bara blanda af öllu sem ég elska; halda ræður, halda utan um samkomur, vera í augnhæð með fólki, vera til staðar fyrir fólk. Þetta er bara allt það sem ég elska að gera, sameinað í þessu starfi.“ sþ Úr starfi Heiðrúnar með flóttabörnum í Kaupmannahöfn. Ljósm. úr einkasafni. Heiðrún starfaði sem kirkjuvörður við Borgarneskirkju meðfram námi og þurfti að ganga í ýmis störf, í ýmsum veðrum. Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.