Skessuhorn - 23.11.2022, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202222
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir,
píanóleikari frá Brekku í Norðurár
dal, vann til alþjóðlegra verðlauna
í Hollandi 21. október síðast
liðinn. Anna hóf að læra á píanó
sjö ára við Tónlistarskóla Borgar
fjarðar þar sem hún kláraði fram
haldspróf. Leiðin lá svo í Lista
háskóla Íslands þar sem hún kláraði
bakkalárgráðu sína en þá fór hún
til Maastricht í Hollandi þar sem
hún útskrifaðist sl. sumar með
meistaragráðu í píanóleik. Hen
riette Hustinx verðlaunin eru
veitt einum útskriftarnemenda úr
Tónlistar háskólanum í Maastricht
og var Anna Þórhildur ein þriggja
nemenda sem tilnefnd var til verð
launanna, fær Anna 5.000 evrur,
listaverk og viðurkenningarskjal að
launum.
„Ég er svo sátt, þetta er í fyrsta
skipti sem ég vinn eitthvað á
ævinni,“ segir Anna kímin en hún
segir verðlaunin gera sér kleift að
skapa sín eigin tækifæri í tónlistinni
og koma sér betur á framfæri á
Íslandi. Anna Þórhildur er einungis
24 ára gömul og kennir nú á píanó
við Tónlistarskólann í Hafnarf
irði. Hún stefnir þó á doktorsnám
í tónlistar rannsóknum. „Ég hef
mikinn áhuga á akademísku starfi,
tónlistar greiningum og rann
sóknum og stefni á doktorsnám í því
í framtíðinni. Í bakkalárritgerðinni
minni greindi ég þjóðleg einkenni
í píanókonserti Jórunnar Viðar og
í meistararitgerðinni minni greindi
ég helstu stílísku einkenni klass
ískrar píanótónlistar á Íslandi á
seinni hluta 20. aldar. Mér finnst
rannsóknir á íslenskri tónlist virki
lega spennandi viðfangsefni sem
mig langar að kanna meira í fram
tíðinni og ég hef mikinn áhuga á að
miðla slíkri þekkingu með tónleika
haldi, því við erum svo rík af flottri
tónlist hér á Íslandi,“ sagði Anna
Þórhildur í samtali við Skessuhorn
síðasta sumar. sþ
Knattspyrnudeild Skallagríms sendir
tvö lið til keppni í vetur í 5. flokki
karla og kvenna í Faxaflóamótinu.
Vegna aðstöðuleysis í Borgar
nesi þurfa liðin að spila heimaleiki
sína á útivelli og ferðast til dæmis
á Selfoss, Akranes, Álftanes, og til
Hafnarfjarðar, Ólafsvíkur og Kópa
vogs til að spila leikina. Jón Theo
dór Jónsson er yfirþjálfari og fram
kvæmdastjóri Skallagríms og segir
hann að vegna aðstöðuleysis sé þetta
því miður raunin.
Af hverju skiptast heimaleik
irnir á svona marga staði? „Þetta er
í raun þannig að við sendum alltaf
á liðin: „Viljið þið ekki heimaleik
inn bara?“ Og í raun græða allir á
því, við sleppum við að leigja völl
og þau losna við ferðalagið. Ef við
eigum heimaleik til dæmis á móti
Keflavík og förum ekki þangað þá
þurfum við að leggja út fyrir velli
með tilheyrandi kostnaði,“ segir
Jón Theodór.
Hvar eru krakkarnir að æfa yfir
veturinn? „Þau æfa á sparkvellinum
við grunnskólann sem er leikvöllur
og við þurfum því alltaf að biðja
krakka vinsamlegast að hypja sig
af vellinum svo við getum byrjað
æfingu! Völlurinn er í sæmilegu
ástandi, nokkrar skemmdir eru á
honum en við gerum náttúrulega
það besta úr því. Það er nýlegt
gras á honum en það voru unnin
skemmdarverk á vellinum og það
er hola í honum sem er tilfallandi
en verður vonandi lagað fljótlega.“
Jón Theodór segir varðandi
ferðakostnað að hann lendi allur á
foreldrum, það sé enginn sem leggi
út fyrir því. „Borgarbyggð er ekk
ert okkur innan handar með það og
það gerist alveg að foreldrar geta
verið að fara á Selfoss á laugar
degi og til Keflavíkur á sunnudegi.
Þau þurfa að leggja út fyrir bensín
kostnaði og öðru tilheyrandi. Við
erum að hamra á því að foreldrarnir
fylgi krökkunum sínum í leiki og
við viljum sjá sem flesta styðja þau.“
Hlutirnir hafa breyst
Hvað með aðstöðumálin? „Núna
er pólitíkin þannig að við erum
að berjast fyrir hálfu keppnishúsi
og vonandi stefnir í þá átt að það
gæti gerst. Knattspyrnuhús í hálfri
stærð eru til að mynda á Selfossi og
í Eyjum og þá gætum við haldið úti
æfingum fyrir alla flokka og alveg
upp í meistaraflokk. Nú er í raun
engin aðstaða til að æfa yfir vetur
inn og með stærð vallarins í huga
að þá er það ekki ásættanlegt fyrir
tólf ára krakka og upp úr að sprikla
á einhverjum sparkvelli. Það er
grátlegt miðað við alla þessa ástríðu
í þessu og þessa miklu fjölgun iðk
enda, sérstaklega stelpumegin. Það
er gríðarlegur áhugi hjá krökk
unum og því miður lendum við svo
á vegg þegar kemur að aðstöðu
málum. Staðan er bara þannig hjá
þessum eldri að þau sem mestan
áhuga hafa eru að æfa með ÍA á
Akranesi en hin hafa flosnað upp úr
fótboltanum og eru hætt. Hlutirnir
hafa breyst, það er ekki ásættanlegt
í dag að eina sem hægt er að gera
er að fara út að hlaupa. Við viljum
að einstaklingarnir séu að æfa á
knattspyrnuvelli, í takkaskóm og
með bolta límda við fæturna.“
Er einhver von á bættri aðstöðu
á næstu árum? „Við erum vongóð
og það er aðeins verið að halda
okkur heitum. En maður veit alveg
hvernig málin virka, það má lítið
út af bregða til að þetta detti upp
fyrir. Við höfum átt marga góði
fundi með sveitarstjórn og sveitar
stjóra og það virðist vera eins og
það sé hugur í þeim að gera eitt
hvað í þessum málum þannig að við
vonum það besta,“ segir Jón Theo
dór að lokum. vaks
Hreppti Henriette Hustinx verðlaunin í Hollandi
Anna Þórhildur var beðin um að gera kynningarmyndband fyrir keppnina sem hún tók upp með aðstoð vinkonu sinnar í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hér er skjáskot úr
myndbandinu sem leiddi til þess að Anna Þórhildur hreppti verðlaunin.
Spila heimaleikina á útivelli
Fimmti flokkur Skallagríms kvenna eftir heimaleik í Keflavík fyrir skemmstu. Ljósm. af FB síðu knattspyrnudeildar Skallagríms.