Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 23
Skinkuhorn
Sigrún Hanna Sigurðardóttir
og Kristín Björk Jónsdóttir
Sigrún Hanna Sigurðardóttir
og Kristín Björk Jónsdóttir eru
umsjónarmenn hlaðvarpsins Lífið
á Laugum, sem fjallar um lífið í
Laugaskóla í Sælingsdal. Þar var
heimavistarskóli á 20. öld og ræða
þáttastjórnendur við fyrrum nem
endur og starfsfólk skólans um tím
ann þeirra á Laugum, en skólinn
þar var lagður niður um aldamótin
síðustu. En af hverju Laugar?
„Þetta er sérstakt samfélag sem
myndast þegar fullt af krökkum
og unglingum búa saman. Það var
náttúrulega ýmislegt brallað og
margt gerst. Og svo er líka bara
forvitnilegt að vita hvernig skóla
sagan þróast. Nú finnst manni
ekkert langt síðan við vorum í
skóla en það eru þó komin nokkur
ár síðan,“ segir Sigrún og hlær.
„Þarna náum við að spanna sögu
Lauga frá u.þ.b. 1950 til 2000.
Þannig þetta er menningarverð
mæti, finnst mér.
Vinskapur frá Laugum
Sigrún og Kristín voru saman í
Laugaskóla á níunda og tíunda
áratugnum og hafa haldið vinskap
síðan. Þegar þær litu við í Skinku
hornið voru þær nýkomnar frá
Tenerife með fjórum öðrum vin
konum frá Laugum. Sigrún er
bóndi á Lyngbrekku í Dölum þar
sem hún er fædd og uppalin. Kristín
er frá Þverfelli í Saurbæ en býr nú
í Reykjavík þar sem hún starfar
í banka, en hún er með háskóla
próf í mannfræði og hagnýtri
menningar miðlun. „Þegar Sigrún
kom með þessa hugmynd til mín
þá fannst mér hún mjög spennandi.
Mér finnst þetta svolítið mann
fræðilega forvitnilegt að skoða
lífið á Laugum í gegnum tíðina og
hvernig það breytist með hverjum
hóp. Svo er ég með MApróf í hag
nýtri menningarmiðlun sem ég
hef nýtt alltof lítið en finnst mjög
gaman að gera eitthvað sem tengist
því,“ segir Kristín.
Langar að gera
heimasíðu
Í náminu hafði Kristín hugsað
sér að gera meistaraverkefni sem
tengdist Laugaskóla, þó ekki
hlaðvarp, en annars konar mið
lun. „Leiðbeinandanum mínum
fannst það verkefni of stórt og
mikið þannig að ég gerði það
aldrei en þegar Sigrún kom til
mín með þetta verkefni þá stökk
ég strax á það, en það er aldrei
að vita nema við gerum eitthvað
svipað og mér datt í hug þarna
fyrir löngu síðan, í framhaldinu,“
segir Kristín og Sigrún tekur
undir það og nefnir að þær skuli
nú allavega sækja um styrk fyrir
því verkefni og sjá svo til.
Hugmyndin sem þær langar að
framkvæma er að gera gagnvirka
heimasíðu um Lauga. „Við erum
með fullt af hugmyndum sem gætu
verið skemmtilegar en okkur vantar
kannski einhvern svona tölvunar
fræðing sem getur hjálpað okkur
við þetta, til að vinna brellurnar,“
segir Sigrún. „Við höfum safnað
saman alls konar upplýsingum
og gögnum í gegnum tíðina frá
Laugum og langar að setja það á
þennan stað og setja þá þessa hlað
varpsþætti þar inn líka og gömlu
skólablöðin, ljósmyndir, stutt
myndir o.þ.h.,“ segir Kristín.
Styrkur úr
Uppbyggingarsjóði
Stelpurnar fengu styrk úr Upp
byggingarsjóði Vesturlands fyrir
verkefninu og gátu þær nýtt hann
í að kaupa upptökubúnað og fjóra
hljóðnema. Þær segja að það sé
styrknum að þakka að þær hafi ráðist
í verkefnið og klárað það því styrk
urinn skikkaði þær til að standa skil á
einhverju. Annars hefðu þær ábyggi
lega dregið það lengur að klára
þættina, en tvö ár eru síðan vinna
við þá hófst. Vegna samkomutak
markana í heimsfaraldrinum þurftu
þær hins vegar að setja þessa vinnu
á ís því þær gátu ekki hitt viðmæl
endur en þær ferðast með upptöku
búnaðinn og rigga honum upp þar
sem þær hitta viðmælendur, oftar
en ekki heima í stofu eða eldhúsi.
„Þetta er voða heimilislegt,“ segir
Sigrún. „Það heyrast stundum svona
náttúru hljóð og glymur í kaffi
bollum og svona.“
En hvernig veljið þið viðmæl
endur í hlaðvarpið? „Við héldum
hugarflugsfund saman. Það hefði
verið gaman að gera þetta meira
skipulagt og taka meira hvert
tímabil fyrir sig. Byrja á elstu
árgöngunum og fara svo upp í þá
yngstu en við gerðum það ekki,“
segir Sigrún og Kristín tekur þá
við: „Við töluðum okkur aðeins
saman fyrst og þuldum upp allt
sem okkur langaði að tala um og
allt sem gerðist og við rifjuðum
allt upp. Svo fórum við að hugsa
um hverja við gætum talað við,
nemendur og starfsfólk, svo fannst
okkur forvitnilegt að tala við systk
ini sem voru í skólanum, og hjón og
einhverja sem hafa átt barn í skól
anum og verið þar líka sjálf. Svo
reyndar var ég í fermingarveislu og
þá pikkaði ég einn út þar til að tala
við,“ segir Kristín og hlær.
Draumurinn að
gefa út tíu þætti
Fjórir þættir eru komnir út og eru
aðgengilegir á Spotify og Anchor.
Draumurinn er að sögn Sigrúnar
að ná að framleiða allavega tíu þætti
en þær Kristín eru með nokkra við
mælendur í sigtinu sem gaman væri
að tala við. „Það eru nokkrir búnir
að segja já og vilja tala við okkur en
við eigum bara eftir að ná að hitta
þá,“ segir Kristín.
Hlusta má á viðtalið við Sig
rúnu og Kristínu í heild sinni á
vefsíðu Skessuhorns, Spotify og
Soundcloud.com/skessuhorn
gbþ
Á nýliðnum Vökudögum á Akranesi
var sýningin Stærðfræði og listir
til sýnis í Tónlistarskólanum við
Dalbraut. Borghildur Jósúadóttir
kennari í Grundaskóla á Akranesi sá
um að setja sýninguna upp en hún
inniheldur verkefni frá nemendum í
5. og 6. bekk í Grundaskóla.
Borghildur segir að formlega sé
hún hætt að kenna en komi inn í for
fallakennslu af og til og er þá yfir
leitt að kenna stærðfræði og listir
þar sem nemendur eru að teikna
mynstur með hringfara og reglu
stiku. „Ég lauk meistaranámi við
Menntavísindasvið HÍ vorið 2020
og ritgerðin mín heitir Stærðfræði
og listir. Það er starfendarannsókn
þar sem ég rannsaka eigin feril og
hvernig ég hef unnið með tengingu
stærðfræði við list og verkgreinar
og bóklegar greinar. Það er enginn
sem ég veit um sem er að kenna
stærðfræði á þennan hátt. Það er
mikilvægt að kynna fegurð stærð
fræðinnar fyrir nemendum. Þessi
vinna með þeim gefur þeim aðra
sýn á stærðfræðina sem er auðvitað
meira en vinna með tölur og bók
stafi.“
Sýningin var nýlega tekin niður
en hluti hennar hefur nú verið sett
upp í Grundaskóla þar sem öllum er
velkomið að skoða hana og kynna
sér undur stærðfræðinnar.
vaks
Sýningin Stærðfræði og listir færð í Grundaskóla
Borghildur Jósúadóttir við eina myndina á sýningunni. Ljósm. vaks