Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 24

Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202224 Á fundi fræðslunefndar Borgar­ byggðar nýverið var rætt um brýna þörf fyrir fleiri leikskóla­ pláss í Borgar nesi. Fræðslunefnd taldi æskilegt að ráðist verði í upp­ setningu sem fyrst á færanlegum kennslustofum við leikskóla á staðnum. Þá kallaði nefndin eftir afstöðu bygggðarráðs, sem tók málið til afgreiðslu síðastliðinn fimmtudag: „Byggðarráð telur mikilvægt að bregðast við skorti á leikskólaplássi og samþykkir að keyptar verði fimm gámaeiningar og settar við leikskólann Uglu­ klett. Með þeim hætti verður hægt að taka inn leikskólabörn af biðlista um áramótin,“ segir í bókuninni. Þá áréttaði byggðarráð að í yfir­ standandi vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins væri gert ráð fyrir því að fara í hönnun á stækkun leikskólans Uglukletts árið 2023 þannig að framkvæmdir gætu haf­ ist árið 2024. mm Hið árlega jólabingó Kvenfélags­ ins 19. júní fer fram í sal Land­ búnaðarháskóla Íslands á Hvann­ eyri föstudaginn 25. nóvember kl. 20:00. Þessi viðburður hefur verið haldinn á hverju ári, nánast óslitið, í um 50 ár en Kvenfélagið 19. júní er nú fjölmennasta kvenfélag Borgar­ fjarðar þar sem tæplega 60 konur á öllum aldri eru félagar. Síðustu tvö ár féll bingóið niður vegna Covid­ 19 svo það nú er mikil tilhlökkun fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var bingóinu breytt í happdrætti og rann ágóðinn til Ungmennafélags­ ins Íslendings sem stóð í kostnaðar­ sömum endurbótum við Hrepps­ laug. Í ár verður bingóið glæsilegt að vanda en fjölmargir góðir vinn­ ingar hafa borist kvenfélagskonum og vilja þær færa öllum sem hönd hafa lagt á plóg kærar þakkir fyrir. Meðal vinninga verða t.d. hótel­ gistingar, gjafabréf á ýmsa af ­ þreyingu, vöruúttektir, snyrtivörur, leikföng, bækur, jólavörur og ýmis­ legt fleira. Stefnt er að því að ágóðinn af jólabingóinu þetta árið renni til tækjakaupa fyrir heilsugæsl­ una í Borgarnesi eða í önnur góð­ gerðar­ og/eða líknarmál innan héraðs. Í gegnum árin hefur ágóði jólabingósins verið nýttur í hin ýmsu verkefni, m.a. í færan­ lega stólalyftu fyrir hreyfihaml­ aða í sundlaugina í Borgarnesi, fyrir kaup á Nustep fjölþjálfum fyrir hjúkrunar­ og dvalarheimilið Brákar hlíð og sjúkraþjálfunarmið­ stöð Halldóru í Borgarnesi og til kaupa á nýjum sjúkrarúmum fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í hléi verður hægt að kaupa veitingar, kaffi, sælgæti og drykkjar­ föng og hægt verður að greiða bæði með greiðslukortum og peningum fyrir veitingar og bingóspjöld. Kvenfélagið hefur alla tíð notið mikillar velvildar í héraðinu og hlakka kvenfélagskonur til að taka á móti gestum sem þannig leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála á svæðinu. -fréttatilkynning Keilufélag Akraness (KFA) var stofnað árið 1997 og keilusalur­ inn var opnaður árið 2001. Mark­ mið félagsins er að stuðla að iðkun keilu og að glæða áhuga á þeirri íþrótt. Í stjórn félagsins ásamt Ársæli Rafni Erlingssyni formanni eru þau Fríður Ósk Kristjánsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir, Garðar Tómasson og Ellý Sandra Ingvars­ dóttir. Aðalþjálfarar eru þau Jónína Björg Magnúsdóttir og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson og þá er Guðmundur Sigurðsson þjálf­ ari á afrekssviði. Keilufélagið hefur aðsetur í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu þar sem er keilu­ salur með þremur brautum. Blaða­ maður Skessuhorns settist niður með Ársæli Rafni og forvitnaðist um starfsemi félagsins. Ársæll Rafn segir að iðkendur í keilufélaginu séu nú um 35 og á öllum aldri, frá sex ára upp í 85 ára og æfinga­ gjaldið fyrir árið er kr. 40 þúsund. Hvernig er skipt eftir aldri? „Það eru æfingar fyrir börn frá sex til tólf ára þrisvar í viku og svo erum við með þau eldri sem ráða því meira sjálf hvenær og hve oft þau æfa í hverri viku. Við erum með fjögur karlalið í deildarkeppnum í 1., 2. og 3. deild og svo er eitt kvennalið sem er í 2. deild.“ Ársæll Rafn segir að helstu verkefnin yfir árið séu að halda utan um æfingar og mót, reyna að bæta aðstöðuna og halda keilusalnum í góðu ástandi. Hvað hentar hverjum Hvernig er lagt upp með þjálfun­ ina? „Það er lagt upp með hana þannig í raun hvað hentar hverjum. Það eru litlir hópar að æfa, það er verið að reyna að laga einn hlut á hverri æfingu og hver að finna sinn farveg. Það kasta allir kúlunni mis­ munandi og eru með sínar áherslur, sumir vilja snúa kúlunni á ýmsan máta yfir brautina á meðan aðrir nota einhverja aðra aðferð. Þess vegna er gott að vera með góða og þolinmóða þjálfara því þetta er alls konar. Hvað varðar keppni þá er það bara val, það er örugg­ lega rúmlega helmingur sem er að æfa og keppa. Það er nokkuð stór hópur sem er að keppa í deildum og svo eru krakkarnir að keppa á unglingamótum.“ Þið leigið út keilusalinn fyrir afmæli og einkasamkvæmi. Hvernig gengur það? „Það gengur ótrúlega vel, það eru búin að vera árgangsmót, barnaafmæli og ýmis­ legt annað. Við erum búin að setja upp skjávarpa til að horfa á leiki, formúlu og pílu og þetta er búið að fara rosa vel af stað í haust. Fólk er mjög ánægt með aðstöðuna eins og hún er í dag. Þetta er fjármögnun fyrir félagið og fer til dæmis í styrki fyrir þá sem eru búnir að æfa vel og eru að fara erlendis að keppa. Eftir þessa uppbyggingu sem er búinn að vera í salnum þá virð­ ist fólk taka vel í þetta allt saman. Fyrir þá sem vilja prófa er opið í keilusalnum frá miðvikudegi til laugardags frá klukkan 18­21. Þá er gaman að segja frá því að þetta er aðeins annar af tveimur keilu­ sölum á landinu og Þór á Akur­ eyri er með heimavöllinn sinn hér á Akranesi.“ Fjölbreytni er nauðsynleg Hvað er skemmtilegast við keilu? „Núna er það mest félagsskapur­ inn ef ég tala fyrir mig, ég er kannski ekki í þessu núna til að vinna leiki. Fyrir mig sem ungling að finna mig í keilunni, að vera í íþrótt sem mig langaði virkilega að vera í var algjörlega geggjað. Ég prófaði fótbolta og fullt af öðrum íþróttum sem ég fann mig ekki í en hef alltaf fundið mig vel í keilunni. Lífið er ekki bara fót­ bolti og fimleikar, það verður að vera fjölbreytni í þessu fyrir krakk­ ana. Það geta allir spilað keilu. Við vorum með strák í hjólastól hérna um daginn, hann var með tvær kúlur með sér og kastaði þannig. Það geta allir gert þetta, við fáum fólk reglulega úr Fjöliðj­ unni hingað sem kemur og spilar og svo kannski heilt fótboltalið daginn eftir, þetta er mjög fjöl­ breytt og skiptir ekki máli hver þú ert eða hvaðan þú kemur, þú getur alltaf spilað keilu.“ Eitthvað að lokum? „Það er mjög mikilvægt að vera með fjöl­ breyttar íþróttir, sérstaklega í bæjar félagi sem er að stækka svona mikið eins og Akranes. Að börn og unglingar sem finna sig ekki í ákveðinni íþrótt geta fundið sig í einhverri annarri íþrótt. Ég hvet alla til að koma og prófa að kíkja í keilu, þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur.“ vaks Fimm gáma leikskóli eftir áramót Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní næstkomandi föstudag „Það geta allir spilað keilu“ Rætt við Ársæl Rafn Erlingsson formann Keilufélags Akraness Ársæll Rafn, formaður Keilufélags Akraness. Ljósm. vaks Frá Keilusalnum við Vesturgötu. Ljósm aðsend

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.