Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 25

Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 25 Veturinn er hreint ekkert á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferð­ ast um landið og það nýta ferða­ menn sér. Strax eftir að heimsfar­ aldurinn rénaði jókst ferðamanna­ straumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdrag­ anum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid­ 19. Við Austur völl, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber. Stuðningur stjórnvalda í heimsfaraldri Íslendingar og heimurinn allur stóð frammi fyrir algerlega for­ dæmalausri stöðu vorið 2020, áhrifin skullu á alla heimsbyggð­ ina af miklum þunga á örskömmum tíma. Íslendingar stóðu frammi fyrir harkalegri niðursveiflu í efnahagslíf­ inu eins og heimurinn allur og fljótt var ljóst að ráðast yrði í aðgerðir án hliðstæðu af hendi stjórnvalda. Með mörgum ákveðnum skrefum voru settir saman aðgerðarpakkar til að verja fólk og fyrirtæki. Augljóst var að það þyrfti að verja ferðaþjónustu­ fyrirtæki svo niðursveiflan felldi þau ekki sem strá í sviptivindum. Ráðist var í aðgerðir er fólu í sér m.a. frestun greiddra gjalda og með auknum útgjöldum ríkissjóðs, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Seðlabankinn fór í lækkun stýrivaxta og bindiskyldu. Lagðar voru fram aðgerðir sem var ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tekjumissi einstaklinga með hluta­ atvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skatt­ greiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Allar þessar aðgerðir voru hluti af fjöl­ mörgum úrræðum er stjórnvöld settu fram. Ferðagjöfin var og nýtt af landanum í glugganum er opnað­ ist sumarið 2020 og aftur sumarið 2021. Gistináttaskattur var felldur niður tímabundið á tímabilinu og gjalddagar skatts frestað. Ferðaþjónustan heldur velli Í dag er ferðaþjónustan á fleygi ferð, kortavelta ferðamanna staðfestir það. Í umræðunni hefur komið fram að hún sé næst því sem var fyrir far­ aldurinn. Það er mikilsvert að ferða­ þjónustan verði aftur grunnstoð í atvinnulífinu og þannig áhrifa­ þáttur í efnahagsbata út úr Covid. Við erum öll minnug þess hvað gosið í Eyjafjallajökli hafði gríðar­ lega mikil áhrif á aukinn ferða­ mannastraum til Íslands sem skilaði sér í auknum gjaldeyrisforða og kom okkur hraðar út úr fjármálahrun­ inu. Ferðaþjónustu aðilar eru á því að sjaldan eða aldrei hafi gengið eins vel og liðið sumar. Það er mikill kraftur er býr í íslenskum ferðaþjónustu­ aðilum, þeir nú sem fyrr eru mjög einbeittir í taka vel á móti okkar ferðamönnum og er möguleikar hvers staðar nýttir til að skapa upp­ lifun og ógleymanlegar minningar. Árangur aðgerða þegar ljós Í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um mat á árangri aðgerða heimsfaraldursins kemur fram að stjórnvöld veittu sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan lék stórt hlut­ verk í atvinnusköpun beinan fjár­ stuðning. Tekjufallsstyrkjum sem var ætlað að styðja rekstraraðila sem höfðu orðið fyrir tímabundnu tekjufalli nýttist mjög vel rekstraraðilum í ferðaþjónustu eða 66% hlutdeild af heildarfjárhæð úrræðisins. Eins var með lokunarstyrki en um 87% fjárhæðarinnar fór til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ríflega helmingur stuðnings lána fór til rekstraraðila í ferðaþjónustu. Einstaklingar starf­ andi í ferðaþjónustu fengu um 47% af greiddum hlutabótum, flestir þeirra störfuðu í veitingasölu og þjónustu og rekstri gististaða. Heildarniður­ staða af árangri aðgerðapakka stjórn­ valda verður þó ekki ljós fyrr en af einhverjum árum liðnum. Ísland sem ferðamannaland verður til með orðspori um stór­ brotna og fallega náttúru og land sem er aðgengilegt og öruggt. Við búum að því að vera gestrisin og það skipti máli að styðja þétt við bakið á atvinnugreininni í heimsfaraldi sem varð til þess að við gátum boðið fólki heim og boðið upp á góðar minningar sem það tekur með sér heim aftur. Íslendingar hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokks í NV kjördæmi Um þessar mundir stendur yfir árleg fjárhagsáætlunargerð allra sveitar­ félaga og vinna henni tengdri. Fjár­ hagsáætlun Akraneskaupstaðar var til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. Áður hafði áætl­ unin komið til afgreiðslu í bæjar­ ráði, þar sem lögð var fram tillaga frá meirihlutanum um óbreytt álag fasteignagjalda og var sú tillaga sam­ þykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks­ ins og Samfylkingarinnar en ekki fulltrúa Framsóknar og frjálsra. Hvað þýðir óbreytt álag og hvaða afleiðingar hefur það fyrir fasteigna­ eigendur á Akranesi? Þegar borið er saman fasteignamat áranna 2022 og 2023 kemur í ljós að óbreytt álag þýðir u.þ.b. 15 ­ 30% hækkun á fast­ eignaeigendur á Akranesi. Hækkun sem getur þannig numið tugum þús­ unda á ári fyrir heimili og fyrirtæki í bæjarfélaginu. Svo mikla hækkun, er í mínum huga ómögulegt að færa rök fyrir að eðlilegt sé að leggja að fullu á heimili og fyrirtæki. Ekki síst vegna þess að á sama tíma er lögð fram fjárfestinga­ og fjárhagsáætlun sem ber þess ekki nokkur merki að draga eigi saman í helstu útgjalda­ liðum sveitarfélagsins, heldur þvert á móti. Áætlunin gerir ráð fyrir gríðar­ legum innri vexti og má þar t.d. nefna að gert er ráð fyrir að launa­ liður kaupstaðarins vaxi um tæpan milljarð á milli áranna 2021 til 2023. Hækkandi verðbólga, vextir, matar verð og í raun öll útgjöld er sá raunveruleiki sem við heimilum blasir í dag og má gera ráð fyrir því að sú staða verði viðvarandi næstu misseri. Í ljósi fyrrgreinds var eðli­ lega mikil umræða um þessa miklu skattahækkun á fundi bæjarstjórnar þann 8. nóvember sl. þar sem full­ trúar Sjálfstæðisflokksins og Sam­ fylkingarinnar, sem skipa meirihluta bæjarstjórnar, töluðu um að bæjar­ sjóður þyrfti að nýta sinn tekjustofn betur og það væri ábyrgðarleysi að gera annað auk þess sem bæjarsjóður yrði af tekjum frá Jöfnunarsjóði væri tekjustofninn ekki nýttur betur. Til þess að útskýra nánar, þá er í raun ekki vitað hvort eða þá hversu mikið sveitarfélagið verður af framlagi Jöfnunarsjóðs, það framlag mótast af mörgum ólíkum þáttum og í raun ómögulegt að áætla að við verðum hér af miklu framlagi. Hins vegar er alveg ljóst að við erum ekki að gæta að okkar aðal hagsmunahópum á Akranesi, það eru íbúar og fyrirtæki. Þessum málflutningi mótmæltu eðlilega fulltrúar Framsóknar og frjálsra, en í okkar huga felst mikil ábyrgð í því að nálgast skattstofninn af skynsemi og sanngirni og deila ábyrgðinni rétt og jafnt. Fasteignagjöld eru skattur og sem slíkur er hann annar stærsti tekju­ liður sveitarfélaga á eftir útsvari. Hann er því sveitarfélaginu augljós­ lega gríðarlega mikilvægur í upp­ byggingu. Uppbyggingin má hins vegar aldrei ákvarða stofninn. Sú umgjörð sem markar útreikn­ ing skattstofnsins er svo efni í aðra grein. Fasteignaskatturinn ræðst óheft af markaðsvirði þ.e.a.s hann reiknast af meðal söluverði þeirra eigna sem seldar voru í sveitar­ félaginu á liðnu ári. Stofninn er því háður áhrifaþáttum sem hinn almenni fasteignareigandi getur ekki með nokkru móti haft áhrif á eða brugðist við. Síðastliðin ár hafa verið gífurlegar hækkanir á fasteigna­ markaði og má segja að ástandið hafi verið nær stjórnlaust um tíma þegar fasteignir hækkuðu um milljónir ef ekki tugi milljóna á skömmum tíma. Þessar hækkanir skila sér svo beint inn í hækkun fasteignamats. Það er lagaumgjörðin um útreikning skattstofnsins sem þarf að skoða. Á meðan það er ekki gert verða bæjar­ fulltrúar að bregðast við og lækka álagsstofninn á móti hækkandi fast­ eignamati til þess að koma í veg fyrir hækkanir líkt og nú blasa við okkur. Mörg sveitarfélög á höfuðborgar­ svæðinu hafa þegar kynnt lækkanir á álagningu fasteignagjalda. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og Akraneskaupstaður ræðst í markaðs átak (Það er stutt) sem að ákveðnu leyti er beint að íbúum höfuðborgarsvæðisins ætli sveitar­ félagið að halda sig við óbreytta álagsprósentu. Það hljóta jafnframt að teljast nokkuð sérstök skilaboð til þeirra fyrirtækja (byggingaraðila) sem tóku þátt og greiddu að hluta fyrir átakið, að nú komi stóri reikn­ ingurinn. Að það sé vilji Sjálfstæð­ isflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi að hækka fasteignaskatt á heimili og fyrirtæki um 15–30%. Á síðasta kjörtímabili (2018 –2022) voru Framsókn og frjálsir í meirihluta. Á því tímabili var álagsprósentan markvist lækkuð á móti hækkandi fasteignamati. Við upphaf kjörtímabilsins var álagsprósentan 0,3100% en endaði í 0,2514% við lok kjörtímabils. Það er þessi vegferð sem við í Framsókn og frjálsum viljum halda áfram en fyrir því virðist vera takmarkaður áhugi hjá núverandi meirihluta. Það skal þó tekið fram að eftir umræður og mótrök minnihlutans óskaði bæjar­ ráð eftir frekari rýningu á álags­ prósentu á milli umræðna en málið kemur til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar þann 13. desember nk. Því fylgir mikil ábyrð að vera bæjar fulltrúi. Okkur ber að gæta hag­ kvæmni og skynsemi í rekstri bæjar­ sjóðs og allar þær ákvarðanir sem við tökum verða að vera með hags­ muni heildarinnar í huga. Ábyrgð okkar bæjarfulltrúa einskorðast samt ekki eingöngu við rekstur bæjar­ ins því sveitarfélögin í landinu leika stórt hlutverk í heildar hagkerfinu. Á sama tíma og ríkisstjórnin fer í aðgerðir til þess að reyna ná niður verðbólgu og kallar eftir aðkomu allra að því borði geta sveitarfélögin ekki leyft sér að stinga hausnum bara í sandinn og beðið eftir því að þetta líði hjá. Sveitarfélagið mun kannski ekki redda málunum eitt og sér með þessari aðgerð, en við erum hluti af heild og okkur bera að taka þátt með hag íbúa að leiðarljósi. Þetta getur ekki og má ekki verða okkar innlegg. Við erum hér markvisst að gæta hagsmuna okkar íbúa og fyrirtækja þannig að rétt­ læti og sanngirni sé höfð að leiðar­ ljósi í öllum þeim ákvörðunum sem eru teknar. Ragnar Sæmundsson Höf. er oddviti Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórn Akraness. Þegar líður að 1. desember ár hvert hefjast jafnan umræður og umfjöllun í fjölmiðlum um sóknargjöld sem renna til safnaða Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Það er svo sem ekki að undra en greiðsla gjaldsins næstkomandi ár er miðuð við skrán­ ingar í trúfélög þann 1. desember. Margt hefur verið sagt og skrifað um tilurð og eðli sóknargjaldsins og ætla ég mér ekki að leggja meira til þeirra mála að þessu sinni. Mig langar frekar að spyrja þeirrar spurn­ ingar í hvað þessir peningar fara? Ég ætla fyrst að líta til Akra­ nessafnaðar sem er einn af söfnuðum Garða­ og Saurbæjarprestakalls. Þar ber fyrst að nefna rekstur og viðhald mannvirkja, sem eru Akraneskirkja og Safnaðarheimilið Vinaminni. Akraneskirkja var vígð árið 1896 og er því 126 ára. Akurnesingar hafa sótt þangað á stundum gleði og sorgar og sér til uppbyggingar í meira en öld. Sóknarnefnd kirkjunnar hefur lagt áherslu á að sinna viðhaldi kirkjunnar með sóma svo við Akurnesingar getum verið stolt af kirkjunni okkar. Kirkjan er enda fögur og setur mik­ inn svip á bæinn. Kirkjubyggingin er þannig menningarverðmæti sem mikilvægt er að standa vel að. Það er þó bara kirkjan sjálf, fjöldi viðburða af ýmsum toga fara fram í húsnæði safnaðarins í hverjum mánuði, allt árið um kring og útheimtir það mikla vinnu og alúð til að umgjörð slíkra viðburða sé slík að sómi sé að. Gestir skipta tugum þúsunda á ári hverju. Sóknargjöldin standa einnig undir launakostnaði starfsmanna kirkjunnar, organista, kirkjuvarðar, umsjónarkonu safnaðarheimilisins og skrifstofustjóra. (Prestarnir eru ekki starfsmenn safnaðarins). Allt þetta góða fólk er nauðsynlegt fyrir starf kirkjunnar. Þá er ótalið það mikla starf sem fram fer á vegum kirkjunnar. Guðs­ þjónustur, sunnudagaskóli, barna­ og unglingastarf, fermingarfræðsla og opið hús fyrir eldri borgara og svo að sjálfsögðu kirkjukórinn sem hefur sett mikinn svip á menn­ ingarlíf bæjarins til fjölda ára. Það eru einnig fjölmargir sem leita til presta kirkjunnar í sálgæslu og eftir fjárhagsaðstoð. Sóknargjöldin eru grunnstoð í rekstri safnaðarins, það væri söfnuð inum ómögulegt að standa undir hefðbundnu safnaðarstarfi og rekstri húsnæðis ef sóknargjaldanna nyti ekki við. Í minni söfnuðum prestakalls­ ins, Innra­Hólmssöfnuði, Leirár­ söfnuði og Saurbæjarsöfnuði, duga tekjur vart fyrir föstum útgjöldum og víða er mikil uppsöfnuð viðhalds­ þörf og ekki eru til peningar til mæta henni. Góðar gjafir hafa staðið undir endurbótum á Innra – Hólmskirkju sem nú standa yfir. Söfnuðirnir standa fyrir líflegu helgihaldi og glæsilegur kór prýðir menningarlíf Hvalfjarðarsveitar við mörg tilefni. Einnig hefur verið barnastarf í Hval­ fjarðarsveit og fyrir skömmu síðan var farið í dagsferð í Vatnaskóg. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar standa fyrir líflegu og mikilvægu starfi fyrir samfélagið og standa vörð um byggingar sem skipta okkur máli. Með því einu að vera skráður í Þjóðkirkjuna leggur maður því mikið til. Sr. Þráinn Haraldsson Höf. er sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Pennagrein Pennagrein Pennagrein Hvað verður um sóknargjöldin? Ferðaþjónustan kom vel undan vetri Hver er að gæta hagsmuna fasteignaeigenda á Akranesi?

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.