Skessuhorn - 23.11.2022, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 27
Á undanförnum árum hefur verið
rekin ákveðin niðurrifsstefna hjá
bæjaryfirvöldum á Akranesi. Á lok
uðum nefndarfundum skipulags
og umhverfisráðs bæjarins eru
nær árlega samþykkt niðurrif ein
hverra eigna Akraness. Umræðan
í kringum þessi niðurrif er oft
ast af skornum skammti. Skaga
menn ranka við sér þegar vélarnar
eru ræstar og skyndilega er búið að
jafna Fóló við jörðu. Margir spyrja:
Af hverju gerið þið þetta? Og bæjar
yfir völd svara þá: Gamli sorrí Gráni
er feyskinn og fúinn og farinn og
lúinn og brotinn og búinn að vera.
Það sem bæjaryfirvöld ættu þó
að huga að er að Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður, gisinn og
snjáður meðferð illri af. Það þarf að
hlúa að eldri húsum bæjarins ef þau
eiga ekki að grotna niður svo yfir
völd geti loks úrskurðað þau látin
með góðri samvisku. Það er þó
ekki aðeins meðferð bæjaryfirvalda
á húsunum sem er ámælisverð.
Bænum ætti að bera skylda til þess
að kynna bæjarbúum áform sín vel
og vandlega áður en múrbrjóturinn
fer af stað. Í vikunni setti skipulags
og umhverfisráð fimm ný hús á
svarta listann. Ef ekki væri fyrir
óháða fjölmiðla vissu bæjarbúar
sennilega ekki af þessum áformum
því ekki virðast bæjaryfirvöld vilja
fara hátt með þau.
Hægt er að hafa ýmsar skoð
anir á þeirri vegferð sem bæjar
yfirvöld eru á. Tvö hús sem eru
nú á svarta listanum standa við
Suðurgötu. Nú á að jafna húsin við
Suðurgötu 108 og 124 við jörðu og
margir velta fyrir sér hvort Suður
gata 120 (Bakkabúð), 122 (Vindás)
og 114 (Leirdalur) séu næst á dag
skrá. Fari svo er gamla götumynd
Suðurgötu horfin og réttast væri
að finna nýtt nafn á nýja götu. En
það er ekki Suðurgatan sem veldur
mestu hugarangri í því niðurrifi
sem menn horfa nú til. Í fundar
gerð skipulags og umhverfisráðs
segir: „Ennfremur samþykkir ráðið
rif á Vesturgötu 62, svo framarlega
að samkomulag náist við ríkið um
rif á því húsi.“
Eitt sögufrægasta
hús Akraness
Vesturgata 62 er ekki hvaða hús sem
er á Akranesi. Það hefur sjaldnast
verið kennt við þetta heimilisfang.
Húsið við Vesturgötu 62 var byggt
sem íþróttahús og var því áður fyrr
kallað leikfimishúsið við Vestur
götu. Húsið er stórmerkilegt í sögu
bæjarins, sennilega eitt það merki
legasta, því það var fyrsta íþrótta
mannvirkið sem Akurnesingar
reistu og höfðu mikið fyrir því.
Sögu hússins má rekja til baka um
ein 100 ár. Íþróttafélagið Hörður
Hólmverji starfaði á Akranesi á
árunum 19191926. Félagið hafði
metnað til þess að auðga íþróttalíf
bæjarins og auka fjölbreytni þeirra
íþróttagreina sem ungu fólki stóð
til boða að æfa. Um tíma fóru fram
fimleikaæfingar á vegum félags
ins. Aðstaða fyrir slíkar æfingar
voru afar frumstæðar og æft var
í Báruhúsinu sem var samkomu
hús bæjar ins. Hörður Hólmverji
hafði áform um að kaupa áhöld
fyrir leikfimiæfingar árið 1922 og
koma upp í Báruhúsinu. Mönnum
varð þó ljóst að ætluðu Skagamenn
sér að taka einhverjum framförum
á íþróttasviðinu þyrfti bæjarfélagið
að eignast íþróttahús, því Báru
húsið myndi duga skammt. Hörður
Hólmverji og Ungmennafélag
Akraness tóku því höndum saman
og stofnuðu sjóð þar sem safna átti
fyrir íþróttahúsi. Félögin stóðu
fyrir fjáröflun með hlutaveltu,
skemmtunum og öðru slíku til að
safna fyrir húsinu. Eftir að Hörður
Hólmverji lagðist af árið 1926 hélt
Ungmennafélag Akraness áfram að
safna fyrir húsinu.
Sögu hússins væri hægt að rekja
í löngu máli hér því hún er bæði
fróðleg og skemmtileg. Jónas Jóns
son frá Hriflu blandaði sér meðal
annars í umræðuna um húsið en sú
saga getur beðið betri tíma. Guðjón
Samúelsson, húsameistari ríkisins,
teiknaði húsið og skilaði uppdrætti
til Akurnesinga í október 1933.
Hreppsnefnd YtriAkraneshrepps
setti saman leikfimishúsnefnd árið
1934 til að hafa yfir umsjón með
verkinu og var Svafa Þorleifsdóttir,
skólastjóri Barnaskóla Akraness,
formaður nefndarinnar. Það var
eðlilegt þar sem húsið var fyrst og
fremst hugsað fyrir leikfimikennslu
skólabarna. Skagamenn unnu mikla
sjálfboðavinnu til að koma hús
inu upp og tók þar þátt m.a. fólk
úr knattspyrnufélögunum Kára og
KA, Iðnaðarmannafélagi Akraness
og fleiri.
Hafist var handa við bygginguna
árið 1936. Gekk sú vinna hægt
um tíma vegna féleysis en húsið
var loks tekið í notkun 1942. Það
gjörbreytti öllu íþróttalífi bæjar
ins og var ein stærsta byltingin í
íþróttasögu Akraness. Það varð
fljótt fullsetið og hvatti það menn
til að byggja annað íþróttahús.
Knattspyrnufélögin Kári og KA
hófust handa tveimur árum síðar
við að koma upp íþróttahúsinu við
Laugarbraut sem tekið var í notkun
1945. Það var að mestu byggt í
sjálfboðavinnu, var lengi notað sem
samkomuhús og undir dansleiki en
var loks rifið árið 1996. Húsið var
víst orðið fúið, lúið og ljótt.
Hvað vilja íbúar?
Í þeirri vegferð sem bæjaryfir
völd hafa verið á, er varðar niður
rif á húsum, hafa bæjarbúar sjálfir
lítið komið að málum. Í flestum
tilfellum er þó verið að sýsla með
sögu og ásýnd bæjarins. Þessi mál
eru ekki rædd í aðdraganda kosn
inga. Þau virðast ekki vera póli
tísk deilumál, né virðist vera nein
áþreifanleg stefna í málaflokknum.
Aldrei heyrist múkk í nokkrum
bæjarfulltrúa þegar niðurrif á
húsum eru rædd. Róa allir í sömu
átt í þessu? Er eðlilegt að þessi mál
séu ekki rædd? Skipta þau engu
máli? Er niðurrif á leikfimishúsinu
við Vesturgötu aðeins skipulags
mál en ekki hluti af stærra sam
hengi? Er ekki kominn sá tíma
punktur að Skagamenn fari að ræða
þessi mál af alvöru. Hvað viljum
við? Er okkur sama um söguna? Er
hægt að afgreiða öll mál gamalla og
sögufrægra húsa með því að segja
að Gamli sorrí Gráni sé feyskinn
og fúinn?
Akraneskaupstaður hefur gjarnan
hampað sér fyrir að vera íþrótta
bær. Þessi sami bær ætlar nú samt
sem áður að sjá til þess að elsti
minnis varði um samtakamátt
íþróttahreyfingarinnar, bæjarbúa
og bæjar félagsins í heild sé nú jafn
aður við jörðu. Og fyrir hvað? Er
saga bæjarfélagsins einskis virði?
Ólafur Páll Gunnarsson
Bjarnheiður Hallsdóttir
Anna Guðrún Ahlbrecht
Guðni Hannesson
Höf. eru stjórnarfólk í Miðbæjar-
samtökunum Akratorgi.
Smiðjuloftið á Akranesi hefur verið
starfandi í á fimmta ár eða frá því
hjónin Þórður Sævarsson og Val
gerður Jónsdóttir opnuðu aðstöðu
að Smiðjuvöllum 17 árið 2018. Í
færslu á FB síðu Smiðjuloftsins í
síðustu viku kom fram að starf
seminni að Smiðjuvöllum mun
verða hætta fljótlega eftir áramót.
„Smiðjuloftið var opnað með
margþætta starfsemi í huga þar sem
markmiðið var að sameina undir
einum hatti þau fjölmörgu verk
efni og hugmyndir sem við hjónin
höfðum, ýmist í framkvæmd eða á
framkvæmdastigi. Stór hluti þess
að Smiðjuloftið var opnað var að
tryggja Klifurfélagi ÍA aðstöðu til
æfinga en félagið var á þessum tíma
punkti á hrakhólum, með fjölmarga
iðkendur og ekkert land í augsýn
varðandi húsnæði fyrir félagið. Því
var að duga eða að drepast. Við
hjónin lögðum mikla vinnu og
fjármuni í að standsetja húsnæðið,
og nutum aðstoðar góðra vina og
vandamanna, og á vordögum 2018
opnaði Smiðjuloftið – Afþreyingar
setur á Akranesi. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan þá og ótrú
lega margt skemmtilegt gerst á
Smiðjuloftinu á þessum tíma.
Nú er komið að tímamótum hjá
okkur á Smiðjuloftinu og hugur
okkar hjóna leitar annað og við
höfum ákveðið að þróa starfsem
ina í aðra átt. Fljótlega eftir áramót
mun starfsemi Smiðjuloftsins því
hætta að Smiðjuvöllum 17. Smiðju
loftið og Klifurfélag ÍA hafa átt í
farsælu samstarfi við Akraneskaup
stað til að tryggja iðkendum ÍA
aðstöðu til æfinga. Félögin hafa
verið í viðræðum við Akraneskaup
stað undanfarið ár til að tryggja
klifurfélaginu æfingaaðstöðu til
lengri tíma, og er það von okkar að
það mál leysist áður en húsaleigu
samningur að núverandi aðstöðu að
Smiðjuvöllum 17 rennur út í byrjun
næsta árs.“
Á fundi bæjarráðs Akraneskaup
staðar 10. nóvember síðastliðinn
mættu fulltrúar úr stjórn Klifur
félags ÍA, þjálfari félagsins og
Guðmunda Ólafsdóttir fram
kvæmdastjóri Íþróttabandalags
Akraness og voru með erindi um
aðstöðumál félagsins og hvernig
hægt væri að bæta aðstöðuna.
Bæjar ráð var sammála því að brýnt
væri að leysa úr þörf klifurfélagsins
og fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu
málsins í samvinnu við stjórn
klifurfélagsins.
vaks
Pennagrein
Hvers virði er
saga bæjarins?
„Börn fjallkonunnar“, talkór í Bíóhöllinni á hátíðarsamkomu 18. júní í tilefni af
stofnun lýðveldisins 17. júní. Myndin var tekin síðar í gamla leikfimishúsinu við
Vesturgötu. Á myndinni eru f.v.: Bragi Þórðarson, Brynjar Leifsson, Ólafur Ingi
Jónsson, Bára Daníelsdóttir, Rannveig Edda Hálfdánardóttir, Elín Þorvaldsdóttir,
Guðjónína Sigurðardóttir, Elín Ragnarsdóttir fánaberi, Valgerður Jóhannsdóttir
fjallkona, Anna Daníelsdóttir fánaberi, Ingibjörg Ágústsdóttir, Bjarney Ingólfs
dóttir, Emilía Jónsdóttir, Hulda Óskarsdóttir, Erla Ingólfsdóttir, Benedikt Sigurðs
son og Valdemar Oddsson. Merkjakerfið á gólfinu mun tengjast æfingakerfi Axels
Andréssonar, Axelskerfinu.
Upp úr 1940 Næst t.v. er gamli barnaskólinn á stríðsári og t.h. „íþróttahúsið/smíðahúsið“ sem formlega var tekið í notkun
sem íþróttahús árið 1942 (Sjá Árbók Akurnesinga 2002 og grein Stefáns Hjálmarssonar þar). Þar var rekið mötuneyti
hermanna. Barnaskólinn var byggður 1879 en brann 4. desember 1946, þ.e.a.s. vesturgafl hans, báðar hæðir, þak og innan
stokksmunir. Norðurgafl og báðar langhliðar voru úr „steini“ og stóðu uppi um hríð. Til hægri sést í Krókalón við útfiri og upp
af því t.v. í Grenjar og skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts.
Starfsemi Smiðjuloftsins hætt á Smiðjuvöllum
Valgerður Jónsdóttir ásamt börnum að leik. Ljósm. af FB síðu Smiðjuloftsins