Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Qupperneq 28

Skessuhorn - 23.11.2022, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Nú í seinni tíð þurfa slökkvilið æ oftar að kljást við eld sem á orsök sín í hinum ýmsu raf­ og snjall­ tækjum á heimilum landsmanna. Þessi tæki eru að sjálfsögðu komin til að vera en tilkoma þeirra og mikil notkun kallar á meiri árvekni vegna eldhættunnar sem af þeim stafar. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð fullorðinna á heim­ ilum að sjá til þess að sem minnst hætta stafi af raf­ og snjalltækjum en það er líka mikilvægt að þeir ræði við þá sem yngri eru um þessa hættu og kenni þeim að draga úr henni. Þar skiptir mestu að standa með öruggum hætti að hleðslu til dæmis snjallsíma og rafhlaupahjóla. Þessi tæki á ævinlega að hlaða og geyma í öruggu umhverfi þar sem síður er hætta á að eldur komi upp eða breiðist út með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Eldvarnaátakið Slökkviliðsmenn leggja sitt af mörkum í því að fræða börn og full­ orðna um eldhættu á heimilum og viðbrögð við þeim. Landssamband slökkviliðs­ og sjúkraflutninga­ manna stendur um þessar mundir fyrir Eldvarnaátakinu sem fram fer í grunnskólum um allt land. Við heim­ sækjum krakkana í 3. bekk, ræðum við þá um eldvarnir og afhendum þeim margvíslegt fræðsluefni um þær, svo sem söguna um Loga og Glóð og handbók Eldvarnabanda­ lagsins um eldvarnir heimilisins. Við ætlumst til þess að börnin fari heim með þessa nýfengnu þekkingu og ræði eldvarnir heimilisins við for­ eldra og forráðamenn. Eldvarnir á heimilum Í samtölum okkar við börnin leggjum við einkum áherslu á eftir­ farandi: • Að í íbúðinni sé nægilegur fjöldi reykskynjara til að tryggja að fjölskyldan fái viðvörun ef eldur kemur upp og tíma til að bregð­ ast við. • Að eldvarnateppi sé á sýnilegum stað í eldhúsi, en afar algengt er að eldur komi upp í eldhúsum. • Að fara alltaf varlega í umgengni við opinn eld og raftæki. • Að slökkvitæki sé sýnilegt við helstu flóttaleiðir. • Að allir á heimilinu hafi að minnsta kosti tvær flóttaleiðir, þekki þær og viti hvar á að safn­ ast saman utandyra ef yfirgefa þarf heimilið. Síðast en ekki síst er mikilvægt að börnin þekki neyðarnúmerið, 112. Við þekkjum mörg dæmi þess að börn hafi hjálpað með því að hringja í 112. Sýnum aðgát Hér á landi farast að meðaltali um tvær manneskjur í eldsvoðum á ári hverju. Miklu fleiri verða fyrir líkam legu og andlegu heilsutjóni af völdum eldsvoða ár hvert. Hér glat­ ast auk þess að meðaltali á hverju ári um tveir milljarðar króna í elds­ voðum. Það er því ekki að ástæðu­ lausu sem Landssamband slökkvi­ liðs­ og sjúkraflutningamanna stendur fyrir Eldvarnaátakinu í nóvem ber ár hvert. Átakið er mik­ ilvæg viðbót við forvarnastarf sem unnið er á vegum Eldvarnabanda­ lagsins, slökkviliðanna, slysavarna­ deilda og fleiri árið um kring. Með aðgát í daglegri umgengni og nauðsynlegum eldvarnar búnaði getum við dregið verulega úr líkum á að eldur komi upp og valdi tjóni á lífi og eignum. Við slökkviliðs­ menn viljum því hvetja fólk ein­ dregið til að huga að eldvörnum heimilisins. Það er ekki síst mikil­ vægt nú í aðdraganda aðventu og hátíðanna þegar eldhætta á heim­ ilum eykst. Förum varlega með opinn eld, sýnum aðgát og tryggjum að á heimilinu sé fyrir hendi allur nauðsynlegur eldvarnabúnaður sem gerir okkur kleift að bregðast við ef eldur kemur upp. Bjarni Kr Þorsteinsson Höfundur er slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð Pennagrein Pennagrein Eflum eldvarnir á heimilum — það er svo mikið í húfi Af skot­ vopnaeign landsmanna Talið er að mikil aukning hafi orðið á skotvopnaeign landsmanna og er það að mínu mati slæm þróun. Skotvopn eru svo til eingöngu notuð til að drepa. Allskonar skot­ vopn; rifflar, skammbyssur, hagla­ byssur og jafnvel hríðskotabyssur eru að verða algengar eignir lands­ manna. Þessi þróun er varhugaverð og verður að stöðva. Íslendingar hafa verið stoltir af því að vera eina þjóðin í heim­ inum sem ekki hefur her eða her­ menn sem stjórnað er af stofnunum stjórnvalda landsins. Við erum því vopnlaus þjóð í þeim skilningi og eftir því sem ég best veit eina sjálf­ stæða og fullvalda ríkið í veröldinni sem svo er. En hvernig á að stöðva þessa óhugnanlegu þróun á vopnaeign landsmanna? Það eru nokkrar leiðir til þess. Í fyrsta lagi skal kraf­ ist þess að allir eigendur skotvopna skuli skrá eign sína hjá löggæslu landsmanna, sem er samkvæmt lögum skylda að gera. Í öðru lagi að eigendur skotvopna sem selji vopnið tilkynni viðkomandi yfir­ völdum kaupanda þess. Í þriðja lagi að framleiðsla á skotvopnum hér á landi verði bönnuð. Ég veit að þetta yrði bann á frelsi manna til að eignast ákveðna hluti en það er líka bann á fleiri skað­ legum efnum, þ.e. vímuefnum. Það er engin nauðsyn að almenn­ ingur eigi skotvopn. Byssuleyfi eru enn í fullu gildi og það eru skýr ákvæði í lögum hverjir geta fengið byssuleyfi og hvaða skyldur eru því samfara. Það ætti því ekki að vera vandi að stöðva þessa þróun. Þar sem lögreglustjóri lands­ ins er tengdur byssusala og inn­ flytjanda skotvopna þá verður núverandi lögreglustjóri að víkja. Almenningur á að láta í sér heyra þegar svona stórmál koma upp. Ef ekki á illa að fara í náinni framtíð þá skora ég á Alþingi að blanda sér í þetta mál, því að hér er verið að brjóta lög um byssuleyfi og ýmis­ legt annað tengt þessu máli. Gæti það ekki skeð hér að bilaður einstaklingur næði í skotvopn t.d. hríðskotabyssu og ryki inn í skóla eða samkomuhús og dræpi börn og fleiri manneskjur? Þetta gerist oft á ári erlendis, sérstaklega í Banda­ ríkunum þar sem skotvopnaeign almennings er mest. Hafsteinn Sigurbjörnsson

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.