Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Side 30

Skessuhorn - 23.11.2022, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 202230 Spurning vikunnar Hver er uppáhalds árstíðin? Spurt í Stykkishólmi og á Akranesi Vignir Sveinsson „Vorið. Þá er golfvertíðin framundan.“ Arnar Hreiðarsson „Haustið. Þá byrjar stangveiðin og skotveiðin.“ Sóley Bergmann „Haustið. Þá kemst allt aftur í rútínu og félagsstarf byrjar aftur. Svo elska ég kuldann.“ Unnur Haraldsdóttir „Sumarið.“ Hrefna Ásgeirsdóttir „Vorið.“ Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik­ unnar að þessu sinni er Alexandra Agla frá Búðardal sem stundar glímu og fimleika. Nafn: Alexandra Agla Jónsdóttir Fjölskylduhagir? Pabbi minn heitir Jón Egill og mamma mín Stefanía Björg. Svo á ég líka lítinn sjö ára bróður sem heitir Sigurjón Egill og á hund sem heitir Frosti. Hver eru þín helstu áhugamál? Glíma, fimleikar og körfubolti. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Sem dæmi á þriðjudögum vakna ég og fer í skólann. Beint eftir skóla fer ég á glímuæfingu og svo fer ég beint eftir það annað hvort í skát­ ana eða í björgunarsveitina. Svo fer ég í kvöldmat og svo út að hitta vini mína. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Kostirnir mínir eru að ég er sjálfstæð, jákvæð, ákveðin, hjálpsöm og fyndin en gallarnir eru að ég get verið skapstór, fljót­ fær og ég er mjög óþolinmóð. Hversu oft æfir þú í viku? Ein glímuæfing í viku, ein fimleika­ æfing í viku og fer svona einu sinni til tvisvar í viku í ræktina. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Guðbjört Lóa glímu­ þjálfarinn minn og Guðmundur Kári, fimleikaþjálfari og fyrver­ andi landsliðsmaður í fimleikum. Af hverju valdir þú glímu? Fyrst þegar ég var í 2. bekk fór ég á fyrstu æfinguna mína. Svo hætti ég vegna þess að ég var að æfa svo mikið að ég þurfti að hætta í ein­ hverju. Svo þegar ég fór í 8. bekk þá voru krakkar að hvetja mig að koma aftur í glímu og því ákvað ég að mæta á eina æfingu. Það var svo skemmtilegt að ég ákvað að halda áfram og núna er ég orðin Íslandsmeistari í flokki 12 til 13 ára stúlkna. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Pabbi minn og Steini frændi. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og kynnast nýjum krökkum en það leiðinlegasta er að teygja og hita upp, stundum getur það verið leiðinlegt en líka skemmti­ legt. Er mjög óþolinmóð Íþróttamaður vikunnar Nú í haust var byrjað að bjóða börnum og unglingum í Snæ­ fellsbæ að æfa og stunda handbolta og fara æfingar fram í í íþróttahús­ inu í Ólafsvík. Tinna Ýr Gunnars­ dóttir tók við sem formaður UMF Víkings/Reynis í ágúst á þessu ári. Hún segir í samtali við Skessuhorn að það sé alltaf verið að leita leiða til að bjóða upp á meiri fjölbreytni í íþróttastarfinu í Snæfellsbæ og þetta sé ein leið til þess. Tinna Ýr æfði sjálf handbolta með ÍR í alls tólf ár og sér um að þjálfa krakkana. Vantar stelpur á æfingar Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Þær hafa verið góðar, þetta eru um og yfir 20 krakkar sem hafa verið að æfa og þá mest strákar. Stelpurnar hafa ekki verið nógu duglegar að koma og prófa. Hver hópur æfir einu sinni í viku klukkustund í senn og við skiptum þessu í tvo hópa eftir aldri, 1.­4. bekkur æfir saman og síðan 5.­7. bekkur. Í yngri hópnum eru innan við tíu krakkar og í þeim eldri hafa verið upp í 15 krakkar. Það er erfitt að byrja með nýja íþrótt fyrir alla flokka í svona litlu bæjarfélagi og því var ákveðið að hafa þetta svona í tveimur hópum. Langflestir sem eru að æfa eru einnig að æfa fótbolta og hentar vel enda svipaðar hreyfingar í báðum þessum íþróttum. Þau sem eru að æfa eru mjög áhugasöm en það er pláss fyrir fleiri og við vonumst til þess að það bætist í hópinn.“ Í lok september kom Jón Gunn­ laugur Viggósson frá Hand­ knattleikssambandi Íslands á æfingu hjá krökkunum sem gesta­ þjálfari, var með ýmsar þrautir og leiki og kenndi þeim ýmislegt. Í Snæfellsbæ er boðið upp á æfingar í knattspyrnu, sundi og nú handbolta fyrir börn og unglinga en hjóla­ brettaæfingar sem voru á Hellis­ sandi standa ekki lengur til boða. Tinna Ýr segir að lokum að ætlunin sé að hafa handboltaæfingarnar fram á næsta vor og vonandi lengur ef vel tekst til. „Við stefnum á að fara á einhver mót eftir áramót og leyfa krökkunum að prófa „turner­ ingu“ sem er æfingamót eina helgi til að sjá hvar þau standa gagnvart öðrum iðkendum á þeirra aldri. Handbolti er skemmtileg íþrótt og ég hvet alla krakka á þessum aldri að koma til okkar og prófa hand­ bolta, við tökum vel á móti þeim.“ vaks Ný verðlaun, Íþróttaeldhugi ársins, verða veitt samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2022. ÍSÍ í sam­ vinnu við Lottó standa að nýju verð­ laununum til að heiðra sjálfboða­ liða innan íþróttahreyfingarinnar og vekja meiri athygli á starfi þeirra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna standa í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefa af tíma sínum til að sinna sjálf­ boðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. „Með þessari nýju viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboða­ liðans og þakka fyrir hið óeigin­ gjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,“ segir Lárus. Stefán Konráðsson, fram­ kvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir starf sjálfboðaliðanna ómetan­ legt og árangursríkt og skipta alla þjóðina máli. „Við viljum því virkja alla þjóðina með okkur í að heiðra þetta fólk sem gefur svona mikið af sér. Þess vegna höfum við opnað fyrir ábendingar frá almenningi á lotto.is og hvetjum fólk til að nota tækifærið og benda á kraftmikla sjálfboðaliða, hvaðanæva af landinu.“ Opið er fyrir ábendingar á vef­ slóðinni Íþróttaeldhuginn (lotto. is) til 5. desember en leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að vinna að framkvæmd móta/leikja, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Rétt er þó að geta þess að launað starfsfólk íþróttahreyfingar­ innar kemur ekki til greina. Sérstök nefnd skipuð valinkunnu íþróttafólki fer yfir þær ábendingar sem berast, tilnefnir þrjá sjálfboða­ liða sem þykja skara fram úr og ákveður hver hlýtur nafnbótina Íþróttaeldhugi ársins 2022 og glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. Formaður nefndarinnar er Þórey Edda Elísdóttir en auk hennar eiga Bjarni Friðriksson, Dagur Sigurðs­ son, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sæti í nefndinni. vaks Handboltaæfingar hafnar í Snæfellsbæ Tinna Ýr Gunnarsdóttir. Ljósm. aðsend Íþróttaeldhugi ársins valinn í fyrsta sinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.