Skessuhorn - 23.11.2022, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 31
Eftir dauf tvö ár er starfsemi
íþrótta og tómstundafélaga víðs
vegar um landið að komast vel í
gang. Boccía og ringó, pútt og mar
gar fleiri greinar sem 50+ stunda
eru komnar í fullan gang. Æfingar
eru nokkuð vel sóttar og samskipti
við félaga, sem áður voru mikil eru
þessar vikurnar að hefja starfsemi á
fullu og taka á sig fyrri mynd.
Nú nýverið buðu Garð bæingar
til boccíamóts í íþróttahúsinu
Ásgarði. Þar komu 16 sveitir til
leiks, þar af þrjár frá Akranesi og
þrjár úr Borgarbyggð. Sveitunum
af Vesturlandi gekk vel og Skaga
menn gerðu sér lítið fyrir og stóðu
uppi sem sigurvegarar. Þeir áttu tvö
lið í undanúrslitum og lentu þau í
1. og 4. sæti.
Ringó er afbrigði af blaki. Í stað
bolta er spilað með gúmmíhringi.
Hér á Vesturlandi er íþróttin
einungis stunduð í Borgarbyggð,
en vonandi reyna fleiri fyrir sér í
þessari skemmtilegu íþrótt. Fyrir
skemmstu buðu félagar í FaMos
til ringómóts í íþróttamiðstöð
Lágafellsskóla. Alls mættu sjö lið
til keppni og reyndu með sér. Alls
voru leiknir 21 leikur, jafnir og
skemmtilegir. Borgfirðingar sendu
tvo lið í Mosfellsbæ og þau náðu
góðum árangri, höfnuðu í 1. og 3.
sæti.
Vesturlandsmót í boccía fór
fram í Stykkishólmi 17. nóvem
ber síðast liðinn og sáu félagar í
Aftanskini um framkvæmd þess.
Mótið var vel sótt; fjögur lið úr
Grundarfirði, þrjú úr Stykkis
hólmi, þrjú úr Borgarbyggð, fjögur
af Akranesi og tvö úr Mosfellsbæ.
Eftir spennandi riðlakeppni stóðu
fjögur lið uppi sem sigurvegarar og
háðu þau síðan keppni um titilinn
Vesturlandsmeistari 2022. Í undan
úrslitum sigruðu Borgarbyggð og
FEBAN/Akranes andstæðinga sína,
Grundfirðinga, og háðu skemmti
lega úrslitarimmu um sigur. Eftir
sex lotu leik stóðu liðin jöfn 5 – 5
og þá var gripið til bráðabana sem
náðist að sigra með síðasta bolta.
FEBAN 1 Akranesi eru Vestur
landsmeistarar 2022. Lið þeirra
skipa: Böðvar Jóhannsson, Eiríkur
Hervarsson og Hilmar Björnsson.
Flemming Jessen
Nágrannarnir ÍA og Skallagrímur
áttust við í 1. deild karla í
körfuknattleik á föstudagskvöldið
og fór leikurinn fram í íþróttahús
inu á Vesturgötu. Vel yfir hundrað
áhorfendur mættu á leikinn sem
er góð mæting miðað við að leik
urinn var sýndur í beinni á ÍATV.
Stuðnings menn liðanna létu vel í sér
heyra og góð stemning var í húsinu.
ÍA kynnti til leiks nýjan leikmann,
Marko Jurica, sem fékk félagaskipti
frá Vestra í liðinni viku og er 26 ára
bakvörður sem hefur einnig leikið
með Sindra hér á landi.
Eins og við var að búast af
nágrannaslag var vel tekist á strax
frá byrjun og liðin skiptust á að ná
forystu. Um rúman miðjan fyrsta
leikhluta var staðan 10:10 og þegar
honum lauk var munurinn aðeins
tvö stig, 19:21 gestunum í vil.
Skallagrímur byrjaði betur í öðrum
leikhluta og var kominn með tíu
stiga forystu eftir tæpan fimm
mínútna leik, 23:33. Þá vöknuðu
heimamenn aðeins, minnkuðu
muninn jafnt og þétt fyrir lok fyrri
hálfleiks og forskot Skallagríms
aðeins eitt stig í hálfleik, 40:41.
Skagamenn áttu fyrsta orðið
í þriðja leikhluta þegar Gabriel
Adersteg setti niður þrist en síðan
fóru gestirnir í gang, skoruðu tólf
stig gegn aðeins einu stigi ÍA og
staðan 44:53 eftir tæpar fimm mín
útur. ÍA náði síðan að koma til baka
á ný og minnkaði forskot gestanna í
fimm stig en Skallagrímur átti síð
asta orðið og síðustu sjö stigin í
leikhlutanum, staðan 50:62 og allt
útlit fyrir sigur Skallagríms. En
svo var aldeilis ekki, eftir aðeins
þriggja mínútna leik í fjórða leik
hluta var staðan orðin jöfn,
63:63, og spennustigið var í hærri
kantinum það sem eftir lifði leiks.
Á lokamínútunni var staðan enn
jöfn, 79:79, og ansi margt eftir að
gerast í leiknum. Keith Jordan Jr.
kom gestunum einu stigi yfir með
vítaskoti áður en Gabriel Ader
steg tók góðan snúning í teignum
og setti boltann í körfuna auk þess
að fá víti í kaupbæti. Skallagríms
maðurinn Keith Jordan missti
síðan boltann klaufalega frá sér í
næstu sókn og Lucien Christofis
setti niður víti þegar 13 sekúndur
voru eftir af leiknum, staðan 83:80.
Skagamenn höfðu boltann en fengu
á sig dæmdar fimm sekúndur fyrir
að koma ekki boltanum í leik og þá
tók Skallagrímur leikhlé til að ráða
ráðum sínum. Eftir það rauk Björg
vin Hafþór Ríkharðsson upp völl
inn með boltann og inn í teig sem
var frekar skrýtin ákvörðun þar sem
Skallagrími vantaði þrjú stig til að
jafna leikinn. Þar missti hann bolt
ann eftir árekstur við leikmann ÍA,
ekkert var dæmt og Gabriel Ader
steg gulltryggði síðan sigur ÍA með
flottri troðslu á lokasekúndunni við
mikinn fögnuð heimamanna, loka
staðan 85:80 ÍA í vil.
Atkvæðamestur hjá ÍA var Marko
Jurica með 18 stig, Gabriel Ader
steg var með 17 stig, Lucien
Christofis með 15 stig, Þórður
Freyr Jónsson með 14 stig og Jaleen
Dupree með 13 stig og 14 fráköst.
Hjá Skallagrími var Björgvin Haf
þór Ríkharðsson með 22 stig, Keith
Jordan Jr. með 16 stig og Davíð
Guðmundsson með 12 stig.
Næstu leikir liðanna eru næsta
föstudagskvöld og hefjast klukkan
19.15. Skallagrímur tekur á móti
Ármanni í Borgarnesi og ÍA fer í
langferð austur í leik gegn Sindra á
Höfn í Hornafirði.
vaks
Snæfell og Breiðablik b áttust við í
1. deild kvenna í körfuknattleik síð
asta þriðjudag í liðinni viku og var
leikurinn í Stykkishólmi. Gengi
liðanna í deildinni hefur til þessa
verið mjög ólíkt, Snæfell vann á
þriðjudaginn sinn áttunda leik í röð
á meðan b lið Breiðabliks er enn án
sigurs eftir tíu leiki. Það var strax
ljóst í leiknum að mikill munur
er á getu liðanna, Snæfellskonur
komust í 8:0 og staðan var 20:2 fyrir
Snæfelli eftir fimm mínútna leik
í fyrsta leikhluta. Næstu mínútur
juku heimakonur forskotið enn
meira og staðan 34:7 þegar flautan
gall. Það var hins vegar ansi lítið
að frétta í öðrum leikhluta því þar
skoruðu liðin samtals alls tólf stig,
Snæfell átti átta af þeim og staðan
breyttist því ekki mikið, hálfleiks
tölur 42:11 Snæfelli í vil.
Í þriðja leikhluta var ekki mikill
munur á stigaskori liðanna, Snæ
fell vann leikhlutann 16:12 og var
með 35 stiga forystu fyrir lokaleik
hlutann, 58:23. Í fyrri hluta hans
fundu bæði lið alls ekki fjölina og
staðan eftir fimm mínútna leik,
65:27. Þá stigu heimakonur aðeins
fastar á bensíngjöfina og skildu
gestina eftir í reyk, lokatölur 79:30
fyrir Snæfelli.
Snæfell nýtti bekkinn sinn vel að
þessu sinni og fengu allir tólf leik
menn liðsins að spila tíu mínútur
eða lengur í leiknum og komust
allir á blað nema tveir í leiknum.
Atkvæðamest hjá Snæfelli var
Minea Takala með 19 stig, Cheah
Rael Whitsitt var með 14 stig og 17
fráköst og Rebekka Rán Karlsdóttir
með 13 stig. Hjá Breiðablik b var
Hera Magnea Kristjánsdóttir með
15 stig eða helming stiga liðsins
og þær María SánchezBrunete og
Eyrún Ósk Alfreðsdóttir voru með
5 stig hvor.
Næsti leikur Snæfells er í kvöld á
móti Þór Akureyri fyrir norðan og
hefst klukkan 19.15.
vaks
Skagamenn með sigur gegn Skallagrími í spennuleik
Nýr leikmaður ÍA, Marko Jurica, var stigahæstur á móti Skallagrími. Ljósm. vaks
Snæfell fór létt
með Breiðablik b
Af boccía og ringó íþróttunum
Keppendur á Vesturlandsmótinu í boccia.
Lið Skagamanna varð í fyrsta sæti, Borgfirðingar í öðru og Grundfirðingar í þriðja.
Keppnisfólk frá Akranesi en því gekk vel á bocciamótinu í Garðabæ.