Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Page 31

Skessuhorn - 23.11.2022, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 31 Eftir dauf tvö ár er starfsemi íþrótta­ og tómstundafélaga víðs vegar um landið að komast vel í gang. Boccía og ringó, pútt og mar­ gar fleiri greinar sem 50+ stunda eru komnar í fullan gang. Æfingar eru nokkuð vel sóttar og samskipti við félaga, sem áður voru mikil eru þessar vikurnar að hefja starfsemi á fullu og taka á sig fyrri mynd. Nú nýverið buðu Garð bæingar til boccíamóts í íþróttahúsinu Ásgarði. Þar komu 16 sveitir til leiks, þar af þrjár frá Akranesi og þrjár úr Borgarbyggð. Sveitunum af Vesturlandi gekk vel og Skaga­ menn gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar. Þeir áttu tvö lið í undanúrslitum og lentu þau í 1. og 4. sæti. Ringó er afbrigði af blaki. Í stað bolta er spilað með gúmmíhringi. Hér á Vesturlandi er íþróttin einungis stunduð í Borgarbyggð, en vonandi reyna fleiri fyrir sér í þessari skemmtilegu íþrótt. Fyrir skemmstu buðu félagar í FaMos til ringómóts í íþróttamiðstöð Lágafellsskóla. Alls mættu sjö lið til keppni og reyndu með sér. Alls voru leiknir 21 leikur, jafnir og skemmtilegir. Borgfirðingar sendu tvo lið í Mosfellsbæ og þau náðu góðum árangri, höfnuðu í 1. og 3. sæti. Vesturlandsmót í boccía fór fram í Stykkishólmi 17. nóvem­ ber síðast liðinn og sáu félagar í Aftanskini um framkvæmd þess. Mótið var vel sótt; fjögur lið úr Grundarfirði, þrjú úr Stykkis­ hólmi, þrjú úr Borgarbyggð, fjögur af Akranesi og tvö úr Mosfellsbæ. Eftir spennandi riðlakeppni stóðu fjögur lið uppi sem sigurvegarar og háðu þau síðan keppni um titilinn Vesturlandsmeistari 2022. Í undan­ úrslitum sigruðu Borgarbyggð og FEBAN/Akranes andstæðinga sína, Grundfirðinga, og háðu skemmti­ lega úrslitarimmu um sigur. Eftir sex lotu leik stóðu liðin jöfn 5 – 5 og þá var gripið til bráðabana sem náðist að sigra með síðasta bolta. FEBAN 1 Akranesi eru Vestur­ landsmeistarar 2022. Lið þeirra skipa: Böðvar Jóhannsson, Eiríkur Hervarsson og Hilmar Björnsson. Flemming Jessen Nágrannarnir ÍA og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahús­ inu á Vesturgötu. Vel yfir hundrað áhorfendur mættu á leikinn sem er góð mæting miðað við að leik­ urinn var sýndur í beinni á ÍATV. Stuðnings menn liðanna létu vel í sér heyra og góð stemning var í húsinu. ÍA kynnti til leiks nýjan leikmann, Marko Jurica, sem fékk félagaskipti frá Vestra í liðinni viku og er 26 ára bakvörður sem hefur einnig leikið með Sindra hér á landi. Eins og við var að búast af nágrannaslag var vel tekist á strax frá byrjun og liðin skiptust á að ná forystu. Um rúman miðjan fyrsta leikhluta var staðan 10:10 og þegar honum lauk var munurinn aðeins tvö stig, 19:21 gestunum í vil. Skallagrímur byrjaði betur í öðrum leikhluta og var kominn með tíu stiga forystu eftir tæpan fimm mínútna leik, 23:33. Þá vöknuðu heimamenn aðeins, minnkuðu muninn jafnt og þétt fyrir lok fyrri hálfleiks og forskot Skallagríms aðeins eitt stig í hálfleik, 40:41. Skagamenn áttu fyrsta orðið í þriðja leikhluta þegar Gabriel Adersteg setti niður þrist en síðan fóru gestirnir í gang, skoruðu tólf stig gegn aðeins einu stigi ÍA og staðan 44:53 eftir tæpar fimm mín­ útur. ÍA náði síðan að koma til baka á ný og minnkaði forskot gestanna í fimm stig en Skallagrímur átti síð­ asta orðið og síðustu sjö stigin í leikhlutanum, staðan 50:62 og allt útlit fyrir sigur Skallagríms. En svo var aldeilis ekki, eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leik­ hluta var staðan orðin jöfn, 63:63, og spennustigið var í hærri kantinum það sem eftir lifði leiks. Á lokamínútunni var staðan enn jöfn, 79:79, og ansi margt eftir að gerast í leiknum. Keith Jordan Jr. kom gestunum einu stigi yfir með vítaskoti áður en Gabriel Ader­ steg tók góðan snúning í teignum og setti boltann í körfuna auk þess að fá víti í kaupbæti. Skallagríms­ maðurinn Keith Jordan missti síðan boltann klaufalega frá sér í næstu sókn og Lucien Christofis setti niður víti þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum, staðan 83:80. Skagamenn höfðu boltann en fengu á sig dæmdar fimm sekúndur fyrir að koma ekki boltanum í leik og þá tók Skallagrímur leikhlé til að ráða ráðum sínum. Eftir það rauk Björg­ vin Hafþór Ríkharðsson upp völl­ inn með boltann og inn í teig sem var frekar skrýtin ákvörðun þar sem Skallagrími vantaði þrjú stig til að jafna leikinn. Þar missti hann bolt­ ann eftir árekstur við leikmann ÍA, ekkert var dæmt og Gabriel Ader­ steg gulltryggði síðan sigur ÍA með flottri troðslu á lokasekúndunni við mikinn fögnuð heimamanna, loka­ staðan 85:80 ÍA í vil. Atkvæðamestur hjá ÍA var Marko Jurica með 18 stig, Gabriel Ader­ steg var með 17 stig, Lucien Christofis með 15 stig, Þórður Freyr Jónsson með 14 stig og Jaleen Dupree með 13 stig og 14 fráköst. Hjá Skallagrími var Björgvin Haf­ þór Ríkharðsson með 22 stig, Keith Jordan Jr. með 16 stig og Davíð Guðmundsson með 12 stig. Næstu leikir liðanna eru næsta föstudagskvöld og hefjast klukkan 19.15. Skallagrímur tekur á móti Ármanni í Borgarnesi og ÍA fer í langferð austur í leik gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. vaks Snæfell og Breiðablik b áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik síð­ asta þriðjudag í liðinni viku og var leikurinn í Stykkishólmi. Gengi liðanna í deildinni hefur til þessa verið mjög ólíkt, Snæfell vann á þriðjudaginn sinn áttunda leik í röð á meðan b lið Breiðabliks er enn án sigurs eftir tíu leiki. Það var strax ljóst í leiknum að mikill munur er á getu liðanna, Snæfellskonur komust í 8:0 og staðan var 20:2 fyrir Snæfelli eftir fimm mínútna leik í fyrsta leikhluta. Næstu mínútur juku heimakonur forskotið enn meira og staðan 34:7 þegar flautan gall. Það var hins vegar ansi lítið að frétta í öðrum leikhluta því þar skoruðu liðin samtals alls tólf stig, Snæfell átti átta af þeim og staðan breyttist því ekki mikið, hálfleiks­ tölur 42:11 Snæfelli í vil. Í þriðja leikhluta var ekki mikill munur á stigaskori liðanna, Snæ­ fell vann leikhlutann 16:12 og var með 35 stiga forystu fyrir lokaleik­ hlutann, 58:23. Í fyrri hluta hans fundu bæði lið alls ekki fjölina og staðan eftir fimm mínútna leik, 65:27. Þá stigu heimakonur aðeins fastar á bensíngjöfina og skildu gestina eftir í reyk, lokatölur 79:30 fyrir Snæfelli. Snæfell nýtti bekkinn sinn vel að þessu sinni og fengu allir tólf leik­ menn liðsins að spila tíu mínútur eða lengur í leiknum og komust allir á blað nema tveir í leiknum. Atkvæðamest hjá Snæfelli var Minea Takala með 19 stig, Cheah Rael Whitsitt var með 14 stig og 17 fráköst og Rebekka Rán Karlsdóttir með 13 stig. Hjá Breiðablik b var Hera Magnea Kristjánsdóttir með 15 stig eða helming stiga liðsins og þær María Sánchez­Brunete og Eyrún Ósk Alfreðsdóttir voru með 5 stig hvor. Næsti leikur Snæfells er í kvöld á móti Þór Akureyri fyrir norðan og hefst klukkan 19.15. vaks Skagamenn með sigur gegn Skallagrími í spennuleik Nýr leikmaður ÍA, Marko Jurica, var stigahæstur á móti Skallagrími. Ljósm. vaks Snæfell fór létt með Breiðablik b Af boccía og ringó íþróttunum Keppendur á Vesturlandsmótinu í boccia. Lið Skagamanna varð í fyrsta sæti, Borgfirðingar í öðru og Grundfirðingar í þriðja. Keppnisfólk frá Akranesi en því gekk vel á bocciamótinu í Garðabæ.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.