Víkurfréttir - 08.03.2023, Síða 10

Víkurfréttir - 08.03.2023, Síða 10
AÐALSKIPULAG SUÐURNESJABÆJAR 2022-2034 Auglýsing um afgreiðslu og umsögn Suðurnesjabæjar um athugasemdir við auglýsta tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 1. febrúar 2023 var tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2023 samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda, þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, afgreiðslu og umsögn bæjarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar. Samþykkt bæjarstjórnar ásamt afgreiðslu og umsögn um athugasemdir er hægt að nálgast á vef Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Sumarið 1972 var kvikmyndin Brekkukotsannáll gerð. Myndin er eftir samnefndri bók Halldórs Lax- ness. Brekkukoti var valinn staður í landi Miðhúsa og varð Krókssíkið látið tákna Tjörnina í Reykjavík. Vatnagarður, sem stóð við Útskálasíkið varð að Hringjarabænum. Þetta sumar var mikið um að vera í Miðhúsum, stundum tugir manna við gerð leikmyndar og myndatökur. Þá var stórbú í Miðhúsum, 30 kýr í fjósi, mikið verk að sinna þeim og heyöflun í gangi samhliða mynda- tökum. Björn G. Björnsson leikmyndagerðarmaður stjórnaði gerð leikmyndar og tengslum við Miðhúsa- menn. Björn kemur á sagnastundina á Garðskaga og rifjar þetta ævintýri upp í máli og myndum. Sam- koman er í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga kl.15. Byggðasafnið verður opið og veitingasala opin. Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga. Miðhús í Garðinum og Brekkukot í Reykjavík í sagnastund á Garðskaga Suðurnesjabær býður Reykjanesklasann velkominn í Suðurnesja- bæ, þar sem byggingar klasans eru staðsettar á iðnaðarsvæði innan sveitarfélagamarka Suðurnesjabæjar sem í skipulagi hefur fengið nafnið Bergvík. „Undirbúningur verkefnisins hefur verið í fullu samstarfi við Suðurnesjabæ undanfarnar vikur og það er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð. Þau mann- virki sem byggð voru upp fyrir álbræðslu hafa staðið ókláruð og ónotuð árum saman. Nú er unnið að því að í stað álbræðslu verði þar starfræktur Grænn iðngarður, sem samkvæmt markmiðum Reykja- nesklasans verður stórt og mikið nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Fyrirmyndin er Sjávarklasinn á Granda í Reykjavík og sú hug- myndafræði um klasastarfsemi sem þar hefur verið þróuð og starf- semin þar hefur skilað eftirtektar- verðum árangri,“ segir á heimasíðu Suðurnesjabæjar. Þá segir einnig: „Það eru sannar- lega spennandi tímar framundan. Um er að ræða mjög metnaðar- fullt verkefni sem byggir á hug- myndafræði um klasastarfsemi, sem hefur sannað sig hjá Sjávar- klasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins og Suðurnesjabær óskar Reykja- nesklasanum og þeirri starfsemi sem þar mun verða velgengni í komandi framtíð.“ Fjórða sagnastundin á Garðskaga laugardaginn 11. mars. Frá sagnastund sem haldin var á Garðskaga í febrúarmánuði. Þá var húsfyllir eins og á öllum fyrri sagnastundum. Reykjanesklasinn verður í þessu húsnæði við Bergvík í landi Suðurnesjabæjar. Sviðsmyndin við Krókssíkið í Garði sumarið 1972. Myndina tók Björn G. Björnsson. Fagna grænum iðnaði í Bergvík Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar • Yfirflokkstjórar • Flokkstjórar • Flokkstjórar (ungmenni með sértækar stuðningsþarfir) • Skrifstofa Sumarstörf hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði • Garðyrkjudeild - Flokkstjóri • Garðyrkjudeild – Sumarstörf Sumarstörf hjá Ævintýrasmiðjunni • Umsjónarmenn • Leiðbeinendur Störf hjá Reykjanesbæ • Akurskóli - Sérfræðingur í námsúrræði, Lindin • Leikskólinn Holt - Sérkennari • Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna • Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? • Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.