Víkurfréttir - 08.03.2023, Page 15

Víkurfréttir - 08.03.2023, Page 15
„Ta k m a r k i ð er að komast í sterkari deild, é g t e l m i g hafa mögu- leika á því ef ég held áfram á sömu braut og ég hef verið á í v e t u r,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson. Kör fuknatt le iksmaðurinn Kristinn Pálsson frá Njarðvík, sem síðast lék með liði Grindavíkur áður en hann hélt á vit atvinnu- mennskuævintýranna í Hollandi, hefur verið að gera það gott að undanförnu. Hann kom til Íslands í síðustu viku til að taka þátt í und- irbúningi landsliðsins fyrir leikina tvo en var ekki valinn í endanlegan hóp fyrir leikina. Honum hefur gengið vel í atvinnumennskunni í Hollandi á þessu tímabili. „Liðið sem ég spila með í Hol- landi heitir Aris Leeuwarden og er í efstu deild sameiginlegar deildar Hollands og Belgíu. Þessar ná- grannaþjóðir ákváðu fyrir tveimur árum að sameina deildirnar og er fyrirkomulagið í raun nokkuð flókið. Fyrst er spilað við liðin í sama landi og fimm efstu komast í Gulldeild og þá er spilað heima og að heiman við liðin frá hinu landinu. Svo er úrslitakeppni milli liðanna frá sama landi og í lokin úrslitakeppni allra liðanna. Okkur var spáð í sjöunda sæti og hefðum þá farið í Silfurdeildina en við náðum fjórða sætinu og erum ánægðir með það. Þessi deild er ansi sterk, það voru fjögur lið úr hollensku deildinni í Cham- pions league eða Eurocup í fyrra og fimm lið frá Belgíu, það segir nokkuð. Belgíska deildin var metin sterkari og það er verið að reyna rífa þá hollensku upp með því að sameina deildirnar. Það eru engin takmörk á útlendingum og í mínu liði er Ástrali, Kanadamaður og tveir Bandaríkjamenn. Ég er eini Evrópumaðurinn utan Hollands. Þessi deild er sterkari en sú ís- lenska en allt öðruvísi, hér er lítið um að einhver einn leikmaður sé að skora mjög mikið og menn eru í mesta lagi að spila rúmar tuttugu mínútur í leik og nánast rúllað á öllum tólf leikmönnunum. Við erum fjórir sem erum að skora í kringum tíu stig í mínu liði, sjálfur er ég með 11 stig og ? fráköst að meðaltali.“ Stefnir í sterkari deild Kristinn er vanur því að búa er- lendis eftir að hafa farið ungur til Ítalíu til að spila körfubolta og var svo í þrjú ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hann kann vel við sig í Leeuwarden sem er 100 þúsund manna borg en hann stefnir hærra. „Stefnan að klára tímabilið sterkt í Hollandi en ef við förum alla leið þá verður spilað fram í júní. Takmarkið er að komast í sterkari deild, ég tel mig hafa möguleika á því ef ég held áfram á sömu braut og ég hef verið á í vetur,“ sagði Kristinn að lokum. Kristinn að gera það gott í Hollandi Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Það voru u.þ.b. 1100 ungir og efnilegir körfuknattleikskrakkar, sem létu gamminn geysa í öllum íþróttahúsum Reykjanesbæjar um síðustu helgi en þá var Nettómótið haldið. „Ég held að það sé hægt að halda því fram að mótið hafi gengið vel og allir krakkarnir voru ánægðir held ég og vona. Þetta mót hófst má segja í kringum 1990, hét þá Kókó- mjólkur-mótið, svo óx það jafnt og þétt og breyttist í Samkaups- mótið. Þegar Samkaup fór svo að leggja meiri áherslu á Nettó-vöru- merkið í kringum 2010 breyttist nafn mótsins í Nettómótið. Það er mikið fjör hjá krökkunum en nokkuð stíf dagskrá er frá morgni til kvölds, ekki bara inni á körfu- boltavellinum. Krakkarnir fara t.d. í sund, bíó, við komum stórum og flottum hoppukastala fyrir í Nettó- höllinni og ég er nokkuð viss um að það var ekki mikið bensín eftir á tanki krakkanna þegar lagst var á koddann um níuleytið á kvöldin. Þetta mót er fyrir 1.-5. bekk og allir eru sigurvegarar. Það er oft gaman að fylgjast með krökkunum, þau eru mismiklir keppnismenn og sumir segjast hafa talið stigin og halda því fram að sitt lið hafi unnið,“ segir Jón Ben Einarsson, mótsstjóri Nettómótsins. Það eru grannafélögin Keflavík og Njarðvík sem halda mótið sameiginlega. Jón Ben tók þátt í stofnun félags sem heldur utan um mótið, Karfan, hagsmunafélag en allur ágóði rennur í unglingastarf félaganna. „Félögin hafa alltaf haldið þetta mót saman en við stofnuðum sér- stakt félag utan um mótið árið 2011, það er betra að halda utan um það þannig. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þarna snúa erkifjendurnir bökum saman má segja þessa helgi. Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til allra sjálfboðaliðanna sem lögðu hönd á plóg um helgina,“ sagði Jón Ben í lokin. Rekstraraðilar hinna ýmsu fyrir- tækja, bakaría, veitingastaða og verslana njóta góðs af því þegar þúsundir ungmenna og foreldra mæta í Reykjanesbæ. Iðulega var fullt úr úr dyrum á mörgum stöðum. 1100 börn á vel heppnuðu Nettómóti í körfuknattleik vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.