Leyfi til að elska - Jan 2023, Page 3

Leyfi til að elska - Jan 2023, Page 3
„Að vera útilokuð frá mömmu hafði áhrif á alla þætti lífs míns. Ég hef upplifað sorg og missi oft og mörgum sinnum. Ég missti mömmu mína. Ég glataði sambandi við fjölskylduna mömmu megin. Pabbi f lutti með mig milli ríkja og úr landi og ég missti tengsl við allt mér kunnuglegt. Mér fannst ég vera stefnulaus. Ég gat ekki séð sjálfa mig í framtíðinni og vissi ekki hvar ég passaði inn í þennan heim. Ég fann fyrir stöðugum innri sársauka án þess að vita hvaðan hann kom. [Seinna missti ég] mömmu mína, hún stytti sér aldur, og seinna í lífinu var ég útilokuð frá mínum eigin börnum. Erfiðast var að enginn í kringum mig hafði skilning á því hvað ég upplifði.“ Þannig lýsir Amanda Sillars áhrifum foreldraútilokunar á líf sitt. Ummælin birtust í nýlegri vísindagrein sálfræðinganna Jennifer J. Harman, Mandy L. Matthewson og Amy J.L. Baker um áhrif foreldraútilokunar á börn. Í þessu fyrsta tölublaði Leyfi til að elska birtum við íslenska þýðingu á þessari grein. Greinin birtist fyrst á frummálinu á vef ritrýnda vísindaritsins Current Opinion in Psychology árið 2021. Greinin fjallar um þann missi sem börn upplifa við útilokun frá foreldri. Foreldraútilokunaratferli tengist höfnun barns á foreldri af óréttmætum ástæðum. Helstu niðurstöður rannsókna sálfræðinganna, sem byggja á vísindalegum gögnum sem ná til meira en þriggja áratuga, eru þær að börn sem hafa verið útilokuð frá foreldri upplifa verulegan missi á mörgum sviðum lífsins. Missir barnsins á sambandi við útilokað foreldri felur iðulega í sér missi á mikilvægu félagslegu stuðningsneti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis. Grein fræðimannanna veitir yfirsýn yfir núverandi rannsóknir og kenningar á þessu sviði og innsýn í þann missi sem útilokuð börn upplifa. „Foreldraútilokun hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og orsakar djúpstæðan missi hjá barninu. Þessi missir felur í sér glötun sjálfsmyndar, upplifana í æsku, stórfjölskyldunnar og samfélagsins ásamt minni virkni og skorti á nauðsynlegum samböndum sem eru grundvöllur fyrir heilbrigðum þroska. Þar af leiðandi upplifa útilokuð börn ósjaldan stöðugan og óljósan missi og þjást því af ósamþykktri sorg í einrúmi,“ skrifa sálfræðingarnir meðal annars. Börn sem eru fórnarlömb útilokunar upplifa ekki eingöngu missi foreldrasambands. Þau upplifa veruleikafirringu sem skaðar sjálfsmynd, æsku og sakleysi. Þar að auki samband við stórfjölskylduna og önnur samfélög, segir m.a. í niðurstöðu sálfræðinganna. Með þessu sé barnið svipt margs konar stuðningsneti og verkfærum sem stuðla að heilbrigðum þroska. Fræðimennirnir benda á að heilmikil þekking sé nú þegar til staðar um það hvernig foreldraútilokunaratferli skaði börn sem fyrir því verða. Hægt sé að nýta þá vitneskju til verndar komandi kynslóðum barna gegn þessari skaðlegu tegund misnotkunar. Ritstjórn Börn sem eru útilokuð frá foreldrum sínum upplifa umfangsmikinn missi 3 LEYFI TIL AÐ ELSKA FORELDRAJAFNRÉTTI

x

Leyfi til að elska

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.