Leyfi til að elska - jan. 2023, Síða 9

Leyfi til að elska - jan. 2023, Síða 9
(Haines o.fl., 2019; Poustie o.fl., 2018). Barninu er hent inn í framandi umhverfi langt frá vinum, skóla og nágrönnum, í ofanálag við þann missi sem felst í að vera útilokað barn. Börn sem hafa flust búferlum úr landi eru einnig svipt menningar- og félagslegum viðmiðum og venjum sem eru hluti af sjálfsmynd þeirra (Wall, 1996). Þessi missir verður á sama tíma og barnið er algjörlega einangrað frá félagslega stuðningskerfinu (Wall, 1996) og það því neytt til að takast á við margfaldan missi upp á eigin spýtur. M I S S I R T E N G I S T M I S S I Missir sambandsins milli foreldris og barns sýnir hversu flókinn og samverkandi þessi mismunandi missir er. Foreldrar gegna mörgum hlutverkum í lífi barns. Þeir sjá barninu fyrir björgum og tækifærum, samanber þarfapíramída Maslows (Maslow, 1943) sem sýndur er í töflu 1. Það eru engin efri mörk á því hverju barn getur tekið við á hverju þrepi píramídans. Jafnvel þó að annað foreldrið skapi barninu tækifæri og sambönd, hagnast það líka af því sem hitt foreldrið veitir því. Þar að auki hefur fjarvera foreldris meiri þýðingu en vöntun á björgum og tækifærum, sérstaklega þegar barnið er blekkt til að trúa því að foreldrið sé ástlaust, óáreiðanlegt og ótiltækt. Þegar barnið telur sig skaðast af sambandi sínu við útilokaða foreldrið fjarlægist barnið það foreldri á táknrænan hátt. Það hefur svo neikvæð áhrif á sjálfsmat barnsins (Ben- Ami og Baker, 2012) og það bælir minningar um ást og væntumþykju frá útilokaða foreldrinu (Bernet o.fl., 2018). Þegar barnið missir tengingu við eigin sannleika og skynjun á eigin sjálfi skapast kvíði og þunglyndi (Verrocchio o.fl., 2016), sem getur valdið því að barnið verði ófúst að viðhalda sambandi við útilokaða foreldrið. Við missi sambands við útilokaða foreldrið verður barnið algjörlega háð útilokunarforeldrinu sem gerir það líklegra til að fórna eigin þörfum fyrir útilokunarforeldrið og þar af leiðandi tapar það eigin sjálfsmynd, æsku auk sambands við stórfjölskylduna. FRÆÐILEG NÁLGUN Það eru margar kenningar sem nýtast til skilnings á foreldraútilokun og hvernig hún veldur börnum svo eyðileggjandi missi, þar á meðal er tengslakenningin. Ungabörn sækjast eftir huggun og nánd við tengslaaðila vegna þess að þau tengsl TAFLA 1 Áhrif missis á þarfir barns Þörf Hlutverk foreldris í að mæta þörfum barns Dæmi um áhrif foreldraútilokunar á barnið Lífeðlisfræðileg Að kaupa mat, fatnað, húsnæði og lyf. Færri einstaklingar sem aðstoða við að skaffa mat, fatnað, húsnæði og lyf fyrir barnið. Öryggi Að sjá barninu fyrir hreinu og öruggu heimili með fyrirsjáanlegu skipulagi á daglegum athöfnum og umönnun. Færri einstaklingar sem kenna barninu hvernig á að forðast hættur, vinna heimilisstörf, verja sjálft sig og færri sem verja barnið fyrir hættu. Ást og að tilheyra Að snerta barnið ástúðlega og með væntumþykju og þar með staðfesta tilfinningu barnsins um að tilheyra stórfjölskyldunni og samfélaginu. Færri sem snerta barnið ástúðlega og með væntumþykju og þar staðfesta tilfinningu barnsins um að tilheyra stórfjölskyldunni og samfélaginu. Virðing Færri einstaklingar sem skapa tækifæri fyrir barnið til að taka ákvarðanir og tjá sitt sjónarhorn sem er metið að verðleikum. Færri einstaklingar sem skapa tækifæri fyrir barnið til að taka ákvarðanir og tjá sitt sjónarhorn sem er metið að verðleikum. Sjálfsþroski Að skapa barninu tækifæri til að velja, tjá sig, prófa íþróttir og listir, móta færni, gildi, smekk, stíl og hæfileika. Færri einstaklingar sem skapa barninu tækifæri til að velja, tjá sig, prófa íþróttir og listir, móta færni, gildi, smekk, stíl og hæfileika. Þessi tækifæri duga ekki ein og sér en eru nauðsynleg til að ýta undir sjálfsþroska. Skýring: Þessi flokkun þarfa eru byggð á þarfapíramída Maslow (Maslow, 1943). 9 MISSIR SEM BÖRN UPPLIFA VIÐ ÚTILOKUN FRÁ FORELDRI JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.