Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 8
8 | | 26. júlí 2022 Nafn: Hrannar Páll. Aldur: 6 ára. Hvað heita foreldrar þínir? Arna Björk, Björn, Sindri og Diljá. Hvað er þjóðhátíð? Það koma sprengjur á þjóðhátíð, það kemur brenna og eitthvað svona í fjöllunum. Hvað gerir maður á þjóðhátíð? Kaupa eitthvað og sitja og horfa á tónlist. Hvað er skemmtilegast við þjóðhátíð? Það er að vera í aparólunni og kaupa dót. Hvað hefur þú farið á margar þjóðhátíðir? Uu, mjög margar. Veistu hvað bekkjabíll er? Nei - það er strætó. Þrátt fyrir þrjú ár án þjóðhátíðar virðast fimm til sjö ára börn í Vestmannaeyjum með það nokkuð á hreinu hvað þjóðhátíð er. Þau vita nokk út á hvað þjóðhátíð gengur, þá á að vera fjör og gaman, söngur og hvít tjöld. En bekkjabíllinn og hlutverk hans þekkja þau fæst. Ekki nema von því á þjóðhátíðinni 2015 var ákveðið að hætta notkun þeirra. Mörgum var eftirsjá að bekkja- bílunum sem höfðu verið hluti af þjóðhátíðarhaldi Eyjamanna í ein 85 ár. En gefum börnunum orðið: Það sem börnin segja um þjóðhátíð: Með Hvítu tjöldin, Brekkuna og sönginn á hreinu Nafn: Guðmundur Gísli Sæþórsson. Aldur: 7 ára. Hvað heita foreldrar þínir? Birna Dögg og Sæþór Freyr. Hvað er þjóðhátíð? Hátíð. Hvað gerir maður á þjóðhátíð? Fer upp í brekku og hlustar á lög. Kaupir sér túttubyssur. Hvað er skemmtilegast við þjóðhátíð? Mér finnst skemmtilegast að vera í hvítu tjöldunum og spreyja úr ormaspreyi. Hvað hefur þú farið á margar þjóðhátíðir? Ég held 4. Veistu hvað bekkjabíll er? Já. Nafn: Dóra Kristín Elísdóttir Aldur: 6 ára. Hvað heita foreldrar þínir? Mamma mín heitir Þóranna og pabbi heitir Elís. Hvað er þjóðhátíð? Ekki viss, jú maður er að syngja og kaupa dót og svoleiðis. Hvað gerir maður á þjóðhátíð? Skemmta sér og borða í tjaldinu. Hvað er skemmtilegast við þjóðhátíð? Syngja og fá sprey í hárið. Hvað hefur þú farið á margar þjóðhátíðir? Eina sem ég man en samt örugglega fullt sko. Veistu hvað bekkjabíll er? Nei... hvað er það? Nafn: Teitur Atli Rúnason Aldur: 5 ára. Hvað heita foreldrar þínir? Margrét og Rúni. Hvað er þjóðhátíð? Ég veit ekki. Hvað gerir maður á þjóðhátíð? Skemmtir sér og kaupir rosa skemmtilegt dót og þannig. Hvað er skemmtilegast við þjóðhátíð? Að leika sér við dótið. Hvað hefur þú farið á margar þjóðhátíðir? Hmm þrjár. Er það ekki? Veistu hvað bekkjabíll er? Það er svona pallbíll sem þjóðhátíðarstjórinn keyrir í. Nafn: Bríet Björk Gísladóttir. Aldur: 7 ára. Hvað heita foreldrar þínir? Góa & Gísli. Hvað er þjóðhátíð? Skemmtun í Dalnum þar sem kemur fullt af fólki. Hvað gerir maður á þjóðhátíð? Sjá fólk syngja uppá sviði, horfir á brennuna, skemmta sér í hvíta tjaldinu og fara í sjoppuna. Hvað er skemmtilegast við þjóðhátíð? Öll þjóðhátíðin. Hvað hefur þú farið á margar þjóðhátíðir? Eina. Veistu hvað bekkjabíll er? Já, þeir voru í gamla daga. Nafn: Sunna Karen Birkisdóttir Aldur: 6 ára. Hvað heita foreldrar þínir? Lísa og Birkir. Hvað er þjóðhátíð? Þá er verið að syngja og maður hittir fullt af fólki sem maður kannski þekkir. Hvað gerir maður á þjóðhátíð? Maður fer í brekkuna og hvíta tjaldið til að fá sér að borða. Hvað er skemmtilegast við þjóðhátíð? Mér finnst skemmtilegast að horfa á sprengjurnar og fá blikkljós. Hvað hefur þú farið á margar þjóðhátíðir? Ég hef farið þrisvar og er að fara í fjórða skiptið. Veistu hvað bekkjabíll er? Bíllinn sem er með flugeldunum í.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.