Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 10
10 | | 26. júlí 2022 Jonathan Glenn er þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu en hann tók við liðinu fyrir þetta tímabil. Skemmtileg orka og mikil jákvæðni hefur einkennt liðið í sumar og hann var kosinn besti þjálfar- inn á fyrri helmingi mótsins í uppgjöri Stöðvar 2 Sport. ÍBV er nú í 4. sæti Bestu deildar- innar, en löng pása er nú á milli leikja í deildinni vegna EM. Glenn kom til Íslands árið 2014 og spilaði þá með ÍBV, síðan lék hann með Breiðabliki og Fylki áður en hann sneri aftur til ÍBV þar sem hann spilaði til ársins 2020 þegar hann lét skóna á hilluna. Við spurðum Glenn hver væri lykillinn að góðu gengi liðsins í fyrri hluta mótsins? „Ég er mjög ánægður með hvern- ig okkur hefur gengið hingað til. Aðalástæðan er líklega sú að leikmenn hafa sýnt mikla tryggð og allir eru að leggja sig hart fram. Ég er mjög ánægður hvað þær hafa tekið vel í öll fyrirmæli frá okkur þjálfurunum og hvernig þær gefa sig allar í verkefnið. Við þurfum áfram þennan fókus hjá leikmönnum í seinni helmingi mótsins,“ segir Glenn. Hvetur fólk til að mæta á völlinn „Hver einasti leikur í Bestu deildinni er áskorun og það er mikilvægt að við séum vel undirbúin og tilbúin að leggja allt í sölurnar í hvern leik. Ég held að ef við gerum það áfram í seinni hluta deildarinnar, muni þetta áfram falla með okkur. En það hafa orðið þrjár breytingar á leikmannahópnum, Ragna Sara er á leiðinni til Boston í nám, þetta er gott skref fyrir hana, við erum spennt fyrir hennar hönd og við vitum að hún mun standa sig vel. Guðný handarbrotnaði og þurfti að fara í skurðaðgerð. Hún æfir núna eingöngu án bolta og von- andi heldur endurhæfingin áfram að ganga vel og að hún geti byrjað að æfa með okkur aftur. Sydney þurfti að hætta vegna krossbandameiðsla og hún er farin heim.“ „Að þessu sögðu vil ég hvetja alla Vestmannaeyinga til að koma á völlinn og styðja stelpurnar á næsta heimaleik gegn KR, þann 9. ágúst kl. 17:30. Það skiptir máli að hafa dyggan stuðning úr stúkunni, það gefur leikmönnum mikið.“ Jonathan Glenn og kvennalið ÍBV í góðum málum Allir leikmenn eru að leggja sig fram Þórhildur Ólafsdóttir er eig- inkona Jonathan Glenn, hún tók fram skóna aftur á þessu tímabili eftir nokkurt hlé í boltanum og spilar með liðinu sem Glenn þjálfar. Hvað telurðu stærsta liðinn í góðu gengi liðsins það sem af er móti? „Ég tel það fyrst og fremst vera undirbúningur liðsins fyrir tímabilið. Þjálfarateymið lagði mikla vinnu í það á undirbúnings- tímabilinu að móta og skipuleggja bæði varnar- og sóknarleik liðsins, þannig að allar væru klárar á sínu hlutverki. Erlendu leikmennirnir komu fyrr til landsins í ár miðað við undanfarin ár og því gafst meiri tími í að vinna með liðinu í heild sinni og slípa það saman fyrir mótið. Okkur hefur líka tekist að skapa góða stemningu í hópnum og hópurinn er að ná mjög vel saman bæði innan vallar sem og utan. En allt tel ég að þetta skipti máli þegar kemur að velgengni liðsins í sumar.“ Klókur þjálfari Hvað fékk þig til að taka skóna fram aftur? „Það er góð spurning. Ég byrjaði að mæta á æfingar í haust eftir að Glenn var tekinn við en leik- mannahópurinn var mjög þunnur Gaman að vera partur af liðinu Jonathan Glenn hefur náð góðum árangri með kvennalið ÍBV það sem af er sumri. Þórhildur tók skóna óvænt fram fyrir þetta tímabil og sér ekki eftir því.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.