Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 17
„Fyrsta þjóðhátíðin okkar Guð- bjarts saman var árið 2016. Við höfðum verið kærustupar í tæpa tvo mánuði og ég var að hitta strákana hans í fyrsta skipti,“ segir Guðný Geirsdóttir. „Þjóðhátíðarlagið var Ástin á sér stað, og mér leið eins og lagið hafði verið samið fyrir okkur. Þetta var svolítið öðruvísi upplifun að vera allt í einu með tvö lítil börn með sér í Brekkunni. Á sunnudeginum hafði ég ákveðið að vera með litlu fjölskyldunni minni í Brekkunni yfir blysunum, en ég hafði þá farið síðustu sjö ár upp í blysin með pabba. Þetta var eins og að upplifa blysin í allra fyrsta skipti. Þrátt fyrir að vera búin að vera saman í rúmlega sex ár þá höfum við aðeins upplifað fjórar þjóðhá- tíðir saman og jú, tvær lóðahátíðir svokallaðar. Það verður gaman að sjá hvernig hátíðin verður í ár, allt Ísland virðist iða úr spennu,“ sagði Guðný. „Fyrsta þjóðhátíðin mín er árið 1991 og það er ekki fræðilegur möguleiki að ég muni hvað var í tísku þá, Geirmundur Valtýs- son og Eyjólfur Kristjáns áttu þjóðhátíðarlagið,“ segir Hjálmar Viðarsson. „Hreimur var held ég með, Lífið er yndislegt árið 2001 og er það kannski sú þjóðhátíð sem situr hvað mest í mér varðandi minningar af þjóðhátíð. Tískan var að setja strípur í hárið og greiða í píku. Fötin á myndum sem ég hef séð var mjög flott og allir í skrautlegum búningum. Munurinn á þjóðhátíð núna og þá er að það var ekki verið að banna allt í gamla daga t.d. er búið að taka bekkjabílana í burtu sem var stór partur af þjóðhátíðinni.“ Fyrsta minningin um þjóðhátíð „Ég á svo margar góðar minningar um þjóðhátíð en ef ég á að segja frá fyndnustu minningunni minni þá er það líklega þegar ég og systir mín fengum að sjá SSSÓL spila um kvöldið. Pabbi var með okkur til skiptis á háhest og svo fékk ég að kyssa Helga Björns á kinnina. Ég elskaði myndina Sódóma Reykjavík þegar ég var barn og var auðvitað bara að sjá Mola minn spila. Ég hljóp um allt daginn eftir og sagði að ég hefði fengið að kyssa Mola, pabbi var að reyna að útskýra fyrir mér að þetta væri leikari sem héti Helgi og þetta væri hljómsveitin hans en ég tók það að sjálfsögðu ekki í mál,“ segir Þuríður Kristín Kristleifs- dóttir, Þura Stína þegar hún var spurð um fyrstu minningu frá þjóðhátíð. Tíska og hljómsveitir „Það var auðvitað mikið sveitaballs stemning þegar ég var að alast upp og hljómsveitir eins og Stjórnin, Skítamórall, Á móti Sól, Stuðmenn og Sálin hans Jóns míns voru að spila. Tónlistin er auðvitað fjölbreyttari í dag og mér finnst vel gert að halda í kvöldvökuna og reyna að útfæra hana eins og áður. Svo er auðvitað bara smekkur manna mismunandi, eldri kynslóðin í kringum mig skilur til dæmis ekkert í þessu FM95blö dæmi ár eftir ár en ég fagna því allavega að það séu fleiri konur að koma fram og það sé reynt að hafa eitthvað fyrir alla hópa. Litla sviðið er líka auðvitað alltaf legendary og ég vona að það fái að lifa að eilífu.“ Hvað var öðruvísi en í dag „Sviðið var auðvitað miklu minna og tónlistarfólkið í mun meiri nánd við þá sem stóðu fremst. Það var alltaf borið eitthvað ógeð efst á sviðið sjálft svo að fólk væri ekki að klifra yfir. Mér finnst það mjög fyndin minning miðað við útfærsluna á sviðinu í dag sem er auðvitað glæsilegt og því- líkur munur að vera með svona aðstöðu, bæði geggjað svið og tryllt hljóð- og ljósakerfi fyrir dagskrána og tónlistarfólkið sem er að koma fram.“ Hvað hefur breyst í tímanna rás á þjóðhátíð? Eyjafréttir fengu fjölskyldu Guðmundar Þ. B. Ólafssonar og Þuríðar Kristínar Krist- leifsdóttur, dætur þeirra og barnabörn til að segja frá upplifun sinni af þjóðhátíð. Þeirri fyrstu, eftirminnilegustu og hvað var í tísku og hvers konar tónlist, fatnaður og hefðir ríktu. Auðvitað hefur margt breyst en þjóðhátíð er og verður einstök hátíð þar sem kynslóðirnar mætast. Það er niðurstaðan. Eitt eiga þessar sex sögur sameigin- legt. Þær eru allar litlar ástarsögur hver á sinn hátt. Strákasagan líka, sem þykir vænt um sína þjóðhátíð. Fjórar lýsa þjóðhátíð með ástinni einu sönnu, ást sem enn lifir og ein féll barnung fyrir Helga Björns í hlutverki Mola í hinni ógleymanlegu mynd, Sódóma Reykja- vík. Moli kyssti hana nett, koss sem aldrei gleymist. 22. júní 2022 | | 17 Þura Stína Kristleifsdóttir: Eitthvað fyrir alla og fleiri konur koma fram Þura Stína í brekkunni með ömmu og afa á þjóðhátíð. Hjálmar Viðarsson: Ekki allt bannað í gamla daga Systkinin Hjálmar og Guðrún Ágústa Viðarsbörn í Brekkunni á þjóðhátíð. Guðný Geirsdóttir: Ástin átti sér stað hjá okkur Mynd tekin á þjóðhátíðinni 2016. Fjölskyldan fylgist með flugeldasýningunni. Frá vinstri: Skarphéðinn Elís, Guðbjartur Sigurður, Guðný, Jökull Thor, Geir, Sigþóra og Signý. Mynd Sighvatur Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.