Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 19
26. júlí 2022 | | 19 mér svo vel. Aldrei áður hafa jafnmargar konur komið fram á þjóðhátíð og ég veit að þetta verður magnað hjá okkur.“ Nostalgían skilaði sér inn í lagið „Það skipti mig mjög miklu máli að heimafólk yrði ánægt með lagið. Það væri engin Þjóðhátíð ef það væri ekki fyrir gestrisni og hlýju heimafólks í Vestmanna- eyjum. Ég reyndi að setja mína upplifun af Eyjum í lagið - sem hefur alltaf verið jákvæð og ég upplifi alltaf smá nostalgíu þegar ég kem þangað aftur eða hlusta á lög sem minna mig á þessa hátíð. Þjóðhátíðin í ár er sú fyrsta í 3 ár, þetta hafa verið ótrúlega erfið og skrítin ár fyrir okkur öll og ég veit að það mun verða dásamlegt að fá að upplifa þessa langþráðu helgi aftur öll saman.“ Var þetta verkefni frábrugðið þínum hefðbundu verkefnum? „Fyrir utan hvað það er einstakt tækifæri að fá að semja og flytja lagið fyrir Þjóðhátíð, þá er þetta ekkert ósvipað því sem ég vinn við í tónlist að öllu jöfnu. Ég sem mikið af tónlist fyrir aðra listamenn og hef samið mikið af tónlist fyrir sjónvarp. Lögin eru þá samin sérstaklega með ákveðinn stíl í huga, er til dæmis oft beðin um að semja fyrir raunveruleika- sjónvarp. Þá eru lögin oft glaðleg popplög með upplífgandi og sterka valdeflandi stelputexta. Þau hafa verið notuð í nýju Kar- dashians seríunni, Love Island, Queer Eye for the straight guy og Love is blind. En það að semja Þjóðhátíðarlagið var talsvert skemmtilegra verkefni.“ Herbert Guðmundsson söngvara þarf vart að kynna, enda er hann búinn að vera lengi í tónlist- arbransanum við góðan orðstír. Þrátt fyrir líflegan og góðan feril hefur hann þó aldrei spilað á stóra sviðinu á þjóðhátíð. Við fengum þennan litríka og skemmtilega mann á spjall til okkar. Herbert er með nokkuð sterka tengingu til Eyja, hann á tvo bræður sem eru búsettir í Eyj- um, þá Sigga Gúmm og Ragga rakara. Sjálfur bjó hann í Eyj- um á árunum 1978-80, meðan hann var afleysingakokkur á þremur bátum frá Eyjum, Gull- berginu, Huginn og Berg. Tónlistarferill hans byrjaði á sjöunda áratugnum með hljóm- sveitinni Tilveru sem starfaði á árunum 1969 til 1972, en þegar Herbert gekk til liðs við hljóm- sveitina var hann einungis 17 ára gamall. Þegar Tilvera lagði upp laupana, tók sólóferillinn við með fyrsta stórsmellinum árið 1985, og síðan þá hefur hann gefið út alls 17 plötur. Hann á um 10 lög sem hafa náð verulegum vinsældum á Íslandi og lifa með þjóðarsál- inni. Þetta eru lög eins og Can’t walk away, Hollywood, Eilíf ást og I believe in love og Í þér býr það besta. Hann er enn að gefa út lög sem ná töluverðri spilun eins og nýjustu lögin I follow you og Með stjörnunum, sem fór beint í fyrsta sætið við útgáfu í fyrra haust. Þrátt fyrir farsælan feril, hefur hann þó aldrei komið í Dalinn, hvorki til að spila né skemmta sér. Ótrúlega heillandi En hvað ætli sé eftirminnileg- ast hingað til á ferlinum? Og það þarf ekki að bíða eftir svari: „Að koma lagi í fyrsta sæti og komast á þjóðhátíð í Vestmanneyjum!“ segir Herbert og bætir við að hann sé mjög spenntur að koma í Dalinn, að upplifa þjóðhátíð í fyrsta sinn og þakklátur fyrir tækifærið. Hann verður í góð- um félagsskap á Stóra sviðinu enda er engu til sparað í vali á listamönnum þetta árið. En hvað finnst honum mest heillandi við þjóðhátíð? „Sameiningin, gleðin, stemningin, tjöldin, lundinn, allur maturinn og sú stað- reynd að margar kynslóðir geti komið saman og notið þess að skemmta sér. Ótrúlega heillandi,“ segir Herbert og bætir við. „Ég trúi því að þetta verði með betri þjóðhátíðum, sem mun heppnast vel, fara vel fram, og verða Vestmann- eyingum til sóma um ókomin ár! Ég hef það í bænum mínum kvölds og morgna.“ Klara hóf feril sinn í stúlknabandinu Nylon árið 2004. Klara kom fyrst fram á Stóra sviðinu í fyrra, þegar hún söng fyrir tómum Dal. Herbert Guðmundsson Aldrei komið á þjóðhátíð í Eyjum Herbert kemur loksins fram í Dalnum í ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.