Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 21

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 21
26. júlí 2022 | | 21 sinnum að útskýra þessa upp- lifun fyrir fólki sem hefur ekki komið. Þetta er svo falleg hátíð og það eru bara alltaf einhverjir óútskýranlegir töfrar í loftinu. Föstudagurinn á alltaf stóran stað í hjarta mínu þar sem amma og afi kynntust á þeim degi og brennan um kvöldið er uppá- halds mómentið mitt. Annars eru auðvitað blysin alltaf undraverð en líka bara setningin sjálf og allt í kringum uppbygginguna fyrir hátíð.“ Oft komið fram á Stóra sviðinu „Árið 2001 vann ég Söngva- keppni barna á þjóðhátíð og fékk að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti fyrir brekkuna. Ég var 11 ára og söng Út á lífið sem er íslensk útgáfa af What a feeling úr kvikmyndinni Footlose. Það var ótrúlegt að fá að koma fram í Dalnum á þessum tímapunkti með ömmu og afa og alla áhorfend- urna í brekkunni. Þetta ár söng ég líka með goðsagnakenndu hljómsveitinni Made in China en þar kynntist ég Haraldi Ara, en við höfum verið vinir æ síðar. Hann bað mig um að syngja með þeim Teenage Dirtbag á Stóra sviðinu á sunnudeginum. Ég hef verið svo heppinn að fá einnig að koma fram með Spice Girls cover bandinu GRL PWR og einnig undir sólóprojectinu mínu SURA.“ Hvernig byrjaði ævintýrið þitt með Reykjavíkurdætrum? „Ég byrjaði í hljómsveitinni árið 2016 sem plötusnúður sveitarinn- ar en Sunna Ben samstarfskona mín benti á mig fyrir Evróputúr sem þær voru að fara í og ég bókstaflega fékk 30 mínútur til að ákveða mig. Ég sagði að sjálfsögðu já, enda mikil jámann- eskja og var fljótlega farin að stíga framfyrir DJ borðið og gaf út mitt fyrsta lag með þeim árið 2017. Hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun enda stór partur af mínu hjarta sem tilheyrir Reykjavíkur- dætrum, enda þær orðnar systur mínar og bestu vinkonur eftir öll þessi ár.“ Hvernig var tónlistarferillinn fyrir Reykjavíkurdætur? „Ég hef alltaf verið að syngja, rappa og semja lög frá því ég var lítil. Var í nokkrum hljómsveitum og tók þátt í söngvakeppnum og rappkeppnum þegar ég var ung- lingur. Ég æfði á píanó þegar ég var barn og var í söngskóla Maríu Bjarkar og Siggu Beinteins í mörg ár. Söng svo inn á Söngvaborg 1 fyrir þær og einhverja geisladiska en var svo einnig DJ í 11 ár og hef spilað á allskonar viðburðum, tónleikum og skemmtunum sem DJ SURA. Eins var ég í hljóm- sveitinni CYBER að ógleymdri eyjahljómsveitinni Analog.“ Aldrei að segja aldrei Það var ansi eftirminnilegt í vor þegar Íslenska þjóðin valdi lag til að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision söngvakeppninni. Reykjavíkurdætur höfnuðu að lokum í 2. sæti með kröftuga laginu sínu Turn this around. Þura Stína segir dæturnar ekki líklegar til að gera aðra tilraun til að fara út fyrir Íslands hönd: „Aldrei að segja aldrei en við stefnum samt ekki á það.“ „Að lokum vil ég segja að við erum bara ótrúlega spenntar að koma fram í ár á Þjóðhátíð og getum eignlega ekki beðið. Það verður eitthvað einstakt að mæta aftur í Dalinn eftir þessa pásu og ég hlakka mikið til að upplifa alla töfrana með litlu dóttur minni í fyrsta skipti.“ Þura Stína hlakkar til að upplifa þjóðhátíð með dóttur sinni. Mikið stuð í sviðsframkomu hjá Reykjavíkurdætrum. Eigðu stund með Ása í Bæ „Hér gleðjast allir, takast hönd í hönd með hýrri brá því það er gamall siður að láta dægurþrasið lönd og strönd, við leggjumst bara í grasið mjúka niður og njótum þess að vaka og vera til, í vina hópi, gista klettasalinn, á meðan sólin gyllir þessi þil og þjóðhátíðarstemning fyllir Dalinn.“ Herjólfsdalur 77 - Lag og ljóð: Ási í Bæ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.