Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 22
22 | | 26. júlí 2022 Ólgan sem hefur ríkt innan ÍBV undanfarið, hefur líklegast ekki farið framhjá mörgum, enda verið rakin á flestum miðlum. En um hvað snýst málið eiginlega? Ég persónulega hnaut um það, að hvergi var minnst á áhrif þessarar skiptingar á barna- og unglingastarf félagsins. Er ÍBV íþróttafélag bara meistaraflokkarnir? Nú hef ég engra hagsmuna að gæta, hvern- ig sem skipting aðalstjórnar er, að öðru leyti en því að vera með þrjú börn, sem stunda eina til tvær íþróttir með félaginu og greiði þar af leiðandi há gjöld til félagsins. Ber þungann af öllum aukakostnaði sem fellur til, vegna íþróttaiðkunnar minna barna. Foreldrar bera orðið meiri kostnað af öllum ferðum barna sinna og heyrir maður því miður oftar af börnum sem þurfa að velja á milli íþrótta eða tómstunda vegna hárra gjalda. Og það þrátt fyrir hækkun á frístundastyrk, sem hefur þó hjálpað þeim gífurlega sem geta nýtt sér hann. Þjálfarar eru margir hverjir með marga flokka sem bitnar á krökkunum sem leggja á sig ferðir á mót eða í leiki. Eru svo jafnvel ekki með þjálfara á hliðarlínunni. Einnig er það ekki óalgengt að leikjum sé frestað, vegna annarra verkefna þjálfara, og ekkert heyrist. Möguleg röskun á fram- tíðarkaupum leikmanna, eða eyðslugetu meistaraflokkanna fá alla til að standa saman og berjast gegn óréttlætinu. Hvar er baráttan fyrir barnastarfinu? Hverj- ir eiga að taka slaginn, aðrir en foreldrar iðkenda? Eru það kannski stjórnarmenn- og konur handboltans og fótboltans? Hvað er félagið án yngri flokkanna? Hver er tilgangurinn með að reka félag sem þetta ef ekki til að halda börnum og ungmennum í íþróttum? Það hefur sýnt sig nú að baráttan er til staðar! Þarf bara að beina henni í rétta átt, og þjálfa upp íþróttafólk til framtíðar! Er ÍBV íþróttafélag bara meistaraflokkarnir? Bjartey Hermannsdóttir FASTIR PENNAR: „Það er létt yfir okkur þessa dagana og stemningin góð nú þegar við sjáum fyrstu þjóðhátíð- ina í þrjú ár verða að veruleika. Undirbúningur gengur vel og allt verður tilbúið þegar hátíðin verður sett á föstudaginn, 29. júlí og allir komnir í þjóðhátíðargírinn eina sanna,“ segir Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri. Hann er í framvarðasveit ÍBV-íþróttafélags sem hefur siglt félaginu í gegnum kóvid- skaflann. Í tvö ár, 2020 og 2021 var allt tilbúið í Dalnum en á síðustu metrunum var hátíðin slegin af vegna samkomutakmark- ana sem vonandi eru að baki. „Það er uppsöfnuð eftirvænting fyrir þjóðhátíð sem maður finnur fyrir hér í Vestmannaeyjum og hjá fólki ofan af landi sem ætlar að koma á hátíðina. Veðurspáin lofar góðu og stefnir í svipaðan fjölda og 2019, í kringum 14.000 gesti sem er mjög viðráðanlegt. Við erum eins og áður í mjög góðu samstarfi við lögreglu, heilbrigði- yfirvöld, þá sem sjá um gæslu í Dalnum, slökkviliðið og aðra sem vinna að því tryggja öryggi gesta á þjóðhátíðinni.“ Haraldur segir þjóðhátíðarnefnd funda reglulega með lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum. „Ör- yggismálin eru í brennidepli núna eins og alltaf. Það er alltaf verið að gera betur og verður ekkert gefið eftir í ár. Við reiknum því með að þetta verði mjög góð hátíð og allir sem ætla að vera glaðir eru velkomnir,“ segir Haraldur. Brekkusöngur um allan heim Það er alltaf eftirsótt hjá skemmti- kröftum að koma fram á þeirri einstöku skemmtun sem þjóðhátíð er. Haraldur segir að það hafi ekki breyst. „Við erum með nýnæmi á sunnudagskvöldinu, dagskráin og Brekkusöngurinn verður í beinni á streymi sem fólk getur keypt af félaginu. ÍBV er framleiðandi og allar tekjur renna til félagsins,“ segir Haraldur. Þetta er samstarfi við Senu sem mætir með fullkominn tækjabúnað og þekkingu í að halda stóra tónleika. „Þeir sjá um allar tengingar við miðlana og farsímafyrirtækin og sjá til þess að útsendingin verði í hæsta gæðaflokki. Tekjurnar eru góð viðbót við aðrar tekjur okkar af þjóðhátíð og veitir ekki af.“ Þetta var gert fyrir tómum Dal í fyrra og mæltist vel fyrir en nú verður öllu tjaldað til að fanga hinn eina sanna þjóðhátíðaranda og koma honum til skila á skjái landsmanna og um allan heim. „Flutningur takmarkar þann fjölda sem við getum tekið á móti og þetta er okkar leið til skila þessu til ennþá fleiri. Það er sér- staklega vandað til dagskrárinnar á sunnudagskvöldinu og verða æfingar alla vikuna. Þar koma fram Birgitta Haukdal, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla og Clara, höfund- ur þjóðhátíðarlagsins. Halldór Gunnar mætir með Albatros og á eftir er Brekkusöngurinn. Við seljum þetta sem Brekkusöng en þú færð alla dagskrána á sunnu- dagskvöldinu sem bónus,“ segir Haraldur og þeir búa að reynsl- unni frá því í fyrra. „Það hefði verið hagstæðara að halda tónleikana í Reykjavík en við fluttum allt dótið hingað og héldum flotta tónleika og enginn í Dalnum. Eftirminnilegt og magn- að atriði en að sjá þetta núna með fullkomnum búnaði og fullan Dal af fólki verður stórkostlegt. Eru allir velkomnir á Brekkusönginn, í Herjólfsdal, um allt Ísland og allan heim.“ Haraldur framkvæmdastjóri bjartsýnn á góða Þjóðhátíð: Uppsöfnuð eftirvænting eftir þriggja ára hlé Brekkusöngur og kvölddagskráin í beinni á netinu. Haraldur mættur í Dalinn. Brúin hefur aldrei verið litskrúðugri en í ár og í anda nútímans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.