Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 26

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Qupperneq 26
26 | | 26. júlí 2022 Hefð er fyrir því að vinahópar taki sig saman og mæti í búningum í Herjólfsdal á þjóðhátíð þetta er skemmtileg hefð en ekki svo ýkja gömul. Fyrsta formlega búninga- keppnin var haldin fljótlega uppúr 1990 og síðan hefur einn búninga- hópur á hverri hátíð hreppt verð- launin um besta búninginn. Við stiklum hér á stóru yfir búninga í gegnum tíðina. Hefur mætt á þær allar Selma Ragnarsdóttir, kjólameist- ari, hefur komið að hönnun og saumaskap ótal búninga í gegnum tíðina. Hún segir að toppurinn í þjóðhátíðarbúningum í hennar huga sé sjóliðabúningurinn sem hún gerði fyrir hóp sem vann bún- ingakeppnina snemma á níunda áratugnum. Selma er dóttir Ragnars Sigur- jónssonar og Margrétar Klöru Jóhannsdóttur sem ráku Eyjabæ lengi og fékk því tísku og tónlist beint í æð frá unga aldri. Hún segist ekki missa af þjóðhá- tíð og hefur mætt á þær allar. „Ég hef verið á öllum hátíðum síðan ég fæddist, nema einni þegar ég fór í brúðkaup til vinafólks í Englandi 2017 og svo duttu auð- vitað covid-þjóðhátíðirnar út.“ Og þegar hún er spurð hvort hún ætli að koma í Dalinn ár, þá liggur ekki á svari. „Ó já! Ég missi sko ekki af Þjóðhátíð. Ég hef verið með mitt eigið hvíta tjald síðan árið 2010, það er eitt elsta tjaldið (og það minnsta) í Dalnum, en alltaf yfirfullt af skemmtilegu fólki, enda heitir það Sirkustjaldið og hefur sérstakt þema á hverju ári, það er yfirleitt staðsett aftast á Þórs- eða Týsgötu.“ Hvernig finnst þér Þjóðhátíðar- lagið í ár? „Bara nokkuð gott og virkilega vel sungið. Kannski ekki á topp tíu listanum yfir þau bestu, en lag- ið er grípandi og textinn auðveld- ur að læra. Ekki skemmir fyrir að her kvenna mun frumflytja það í Dalnum í ár.“ Sjóliðarnir toppurinn Aðspurð segist hún hafa komið að hönnun og saumaskap búninga fyrir að minnsta kosti 20 hópa í Eyjum, hóparnir telja á bilinu 5-20 manns svo þetta er ansi mik- ill fjöldi eintaka samanlagt. „Þetta jókst smám saman, en eftirspurn eftir sérsaumuðu dróst saman fyrir um 10-15 árum, þegar auðveldara varð að panta ódýra búninga á netinu.“ „Eftirminnilegast er blái sjóliða- búningurinn sem ég gerði á hóp stelpna árið 1994, þetta var með allra fyrstu keppnunum og þær sigruðu!“ „Uppáhalds búningurinn eru hvít jakkaföt úr regngallaefni sem ég saumaði á Mafíu Vestmannaeyja árið 1997. Einnig pallíettusam- festingar sem ég gerði á hóp stelpa í mismunandi lit þrjú ár í röð þegar Páll Óskar spilaði á Stóra sviðinu.“ Bankastjórabúningurinn eftirminnilegur „Svo eitt árið bjó ég til búning á ónefndan bankastjóra í Eyjum, líklega eru 20 ár síðan. Bún- ingurinn var þannig að þetta voru jakkaföt með skyrtu og bindi og alles, sem hann mætti í á setninguna. Svo gat hann rifið sig úr þeim með tveimur handtökum í heilu lagi (það var franskur rennilás sem opnaðist), og var þá í lopapeysu og tilheyrandi innanundir. Snilldarhugmynd frá honum sem ég framkvæmdi,“ segir Selma og hlær. En er Selma sjálf í búning á þjóðhátíð? „Já, ég byrjaði mjög ung að gera búninga með og á vini mína. Svo hef ég yfirleitt verið í einhverju þematengdu ásamt vinahópnum. Ég elska búninga og allt skraut,“ segir Selma að lokum. Selma Ragnarsdóttir Búningar í Herjólfsdal Skemmtileg en ekki svo gömul hefð Hópur stelpna í sjóliðabúningum eftir Selmu sem vann keppnina snemma á níunda áratugnum. Uppáhalds búningur Selmu. Mafía Vestmannaeyja í hvítum regnheldum jakkafötum árið 1997. Selma með hatt sem hún útbjó úr gömlum þjóðhátíðarböndum, flest böndin frá árinu 1987 eru í hattinum. Eftirminnilegar stelpur í pallíettu- samfestingum í stíl við Pál Óskar sem hélt þá uppi stuðinu á Stóra sviðinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.