Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 28

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Síða 28
28 | | 26. júlí 2022 Það var fjölbreytt dagskrá í Eldheimum um Goslokahelgina og hófst með frábærum tónleik- um á fimmtudagskvöldinu þar sem flutt voru sígild sönglög frá Suður-Evrópu með íslenskum textum. „Tónleikarnir þóttu svo einstaklega skemmtilegir og hafa spurst svo vel út að farið er að skora á sveitina að endurtaka þá á meginlandinu,“ sagði Krist- ín Jóhannsdóttir forstöðukona Eldheima. Flytjendur áttu það sameiginlegt að vera úr Eyjum eða með sterkar Eyjatengingar. Þau eru Guðrún Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Helga- dóttir, Silja Elsabet Brynjardóttir, Eggert Jóhannsson, Þórarinn Ólason, Kristinn Jónsson, Hannes Friðbjarnarson, Guðný Charlotta Harðardóttir og Magnús R. Einarsson, sem stjórnaði, útsetti og lék á gítar. Á Goslokaföstudeginum kom Sara Hafsteinsdóttir færandi hendi með gjöf frá finnskri konu að nafni Anne Solveig Melén. „Þetta er mynd af stórmerkilegu plakati. Hönnuður þess er Erik Bruun, þekktur og virtur finnskur hönnuður. Hann teiknaði plakatið og lét fjölfalda það og selja til styrktar Vestmannaeyingum 1973,“ segir Kristín. Erik Bruun er fæddur 1926 og hefur hannað mörg þekkt plaköt m.m. Hann fæddist í Viborg sem þá tilheyrði Finnlandi en kom til Helsinki í seinni heimsstyrjöldin þegar Rússar tóku Viborg. Í byrjun Goslokahátíðar var opnuð sýning á völdum ljósmynd- um Kristins H. Benediktssonar, sem hann tók í Heimaeyjargosinu 1973. En fyrir ári síðan færði dóttir Kristins, Hildur Sigrún safninu gosmyndasafn föður síns til varðveislu. „Á laugardeginum tókum við á móti Sigrúnu og skoðuðum með henni sýninguna. Kristinn hafði einstakt auga fyrir að sjá það listræna í annars nöturlegum aðstæðum. Hvet ég alla sem ekki hafa séð sýninguna til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Hún verður opin fram í miðjan október nk. og eru myndirnar til sölu,“ sagði Kristín sem var ánægð með hvern- ig til tókst og sagði aðsókn hafa verið góða. Lífleg Goslokahelgi í Eldheimum Suðræn stemning sveif yfir vötnunum á fimmtudagstónleikunum. Listafólkið. Guðrún, Hrafnhildur, Silja Elsabet, Tóti. Íris bæjarstjóri, Þyrí Ásta Hafsteinsdóttir, Hildur Sigrún, Petur Lentz og Kristín. Hildur Sigrún Kristinsdóttir, dóttir Kristins og eiginmaður hennar, Petur Lentz. Kristín og Sara sem kom færandi hendi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.