Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 30

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Side 30
Alexandra Ósk Viktorsdóttir Foreldrar þínir og fjölskylda: foreldrar mínir heita Hrafnhildur og Viktor, svo á ég tvö syst- kyni sem heita Viktoría Dís og Kristófer Daði. Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta: í 1. Bekk. Hvar myndir þú helst vilja búa í framtíðinni: Reykjavík eða Danmörku. Fyrirmynd: Mamma mín og Rut Jónsdóttir. Mottó: Dream until your dreams come true. Síðasta hámhorf: Jane the virgin. Aðaláhugamál: Handbolti. Uppáhalds app: Snapchat. Uppáhalds hlaðvarp: Teboðið. Hvað óttast þú mest: Draugahús. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Pepp lög. Hverju þakkar þú þinn góða árangur í hand- boltanum: góðum liðsfélögum og þjálfurum. Framtíð þín í boltanum: A-landsliðið og at- vinnumenska er draumurinn. Góð ráð til yngri leikmanna: að vera dugleg að æfa sig og setja sér markmið. Herdís Eiríksdóttir Foreldrar þínir og fjölskylda: Foreldrar mínir heita Eiríkur og Adda, svo á ég tvö eldri systk- ini sem heita Svanhildur og Palli. Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta: Byrjaði að æfa 6 ára. Hvar myndir þú helst vilja búa í framtíðinni: Ég myndi vilja prófa að búa annaðhvort í Sví- þjóð, Noregi eða Danmörku. Fyrirmynd: Mamma mín. Mottó: Ekki hafa áhyggjur af því sem þú getur ekki breytt. Síðasta hámhorf: Love island. Aðaláhugamál: Vinir, fjölskylda og handbolti. Uppáhalds app: Instagram. Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín, það klikkar seint. Hvað óttast þú mest: Ég er skíthrædd við sprautur. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Allt með BlazRoca og Palla. Hverju þakkar þú þinn góða árangur í hand- boltanum: Hef verið að æfa upp fyrir mig í 3-4 ár og hef lært mikið af eldri leikmönnunum og svo þakka ég einnig fólkinu sem hefur stutt mig og haft trú á mér. Framtíð þín í boltanum: Hafa gaman og njóta. Góð ráð til yngri leikmanna: Verið ákveðin og ekki vera hrædd við að gera mistök því maður lærir alltaf af þeim. Eitthvað að lokum: Vil þakka þeim fyrirtækj- um og einskalingum sem styrktu mig í þessu verkefni. Eva Gísladóttir Foreldrar þínir og fjölskylda: Mamma mín heitir Guðrún Lena Eyjólfsdóttir og stjúppabbi minn Lárus Long, og systkini mín heita Rúrik Heiðar, Valdimar og Ásta Bína. Pabbi minn heitir Gísli Valur Gíslason og stjúpmamma mín Eygló Dís Alfreðsdóttir, systkini mín þar heita Jóel Dan og Ísabella Sara. Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta: Fyrir þremur árum. Hvar myndir þú helst vilja búa í framtíðinni: Hér á Íslandi. Fyrirmynd: Nora Mørk. Mottó: Lifðu lífinu eins og dauðinn sé á næsta leiti. Síðasta hámhorf: Chicago Med. Aðaláhugamál: Handbolti og tíska. Uppáhalds app: Snapchat. Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki á hlaðvörp. Hvað óttast þú mest: Flugvélar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég fíla nánast alla tónlist, en hlusta mikið á Duster og Mitski. Hverju þakkar þú þinn góða árangur í hand- boltanum: Ég hef verið samviskusöm og dugleg að æfa frá því ég byrjaði í handbolta. Framtíð þín í boltanum: A landsliðið og það væri gaman að prófa að spila erlendis. Góð ráð til yngri leikmanna: Ekki gefast upp þótt að eitthvað verði erfitt. Eitthvað að lokum: Áfram Ísland! Eyjastúlkurnar í U16 landsliðinu U16 kvennalandslið Íslands í handbolta fór í keppnisferð til Gautaborgar á Opna Evrópurmótið í byrjun júlí. Liðið náði ágæt- um árangri og endaði í 13. sæti á mótinu. Hvorki meira né minna en þrjár Eyjastúlkur voru í liðinu, tvær þeirra spila með ÍBV, en sú þriðja með FH. Eva með foreldrum sínum, Guðrúnu og Lárusi.Herdís og Alexandra Ósk. 30 | | 22. júní 2022

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.