Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 31

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Page 31
26. júlí 2022 | | 31 „Skólalúðrasveit Vestmannaeyja skellti undir sig betri fætinum í júní og skrapp til Spánar. Þar tók hljómsveitin þátt í listahátíð sem haldin er árlega í bænum Calella rétt austan við Barcelona. Ferðin var lengi í bígerð, átti að vera árið 2019. Búið að kaupa alla flugmiða með WOW og ganga frá hótelgistingu. WOW lagði upp laupana skömmu seinna og varð því ekkert af ferðalaginu það árið. Í kjölfarið fylgdi svo alheims- faraldur sem gerði út um allar ferðavonir árin 2020 og 2021.“ Þannig lýsir Jarl Sigurgeirs- son, stjórnandi hljómsveitar- innar aðdraganda ferðarinnar sem loksins varð að veruleika í sumar. Og sumir félagar komnir á fullorðinsárin enda búnir að bíða ferðarinnar frá því 2019, þá rétt að detta í fullorðinsárin. „Í hópnum voru 22 úr Lúðrasveitinni, níu til átján ár, fjórir kennarar sem ýmist spiluðu með eða stjórnuðu og svo fjölskyldumeðlimir sem ferðuð- ust með. Í allt taldi hópurinn 60 manns,“ sagði Jarl og ferðin gekk vonum framar. „Flogið var út 20. júní og gist á ágætis hóteli í Calella. Veðrið var eins og best verður á kosið, 25 til 29 gráður, allan tímann og sól að mestu. Listahátíðin var með smærra sniði þar sem eftirköst Covid og stríðsátök í Evrópu spiluðu inn í. Við vorum í raun eina Lúðrasveitin sem tók þátt og svo voru nokkrir danshópar. Lúðrasveitin spilaði þrisvar í miðbæ Calella. Stóðu krakkarnir sig með stakri prýði og voru Tón- listarskólanum til mikils sóma. Vel var mætt á viðburðina og var á áheyrendum að heyra að þeim líkaði vel flutningurinn.“ Að öllu jöfnu tekur fjöldi hljóm- sveita þátt í hátíðinni sem haldin er árlega. Nokkrar sveitir frá Íslandi og er þetta í þriðja skiptið sem Skólalúðrasveitin mætir. „Það er sérlega ánægjulegt að hátíðin féll ekki niður og við mættum enda hefði hún verið mjög fátæk- leg án atriðis skólasveitarinnar.“ Stefnan er að sveitin taki þátt í hátíðinni annað hvert ár. „Við vonum svo sannarlega að gjald- þrot flugfélaga, heimsfaraldur, stríðsrekstur og aðrar hremm- ingar setji ekki frekari strik í þær áætlanir,“ sagði Jarl og segir þau þakklát öllum sem stutt hafa við bakið á þeim. Ekki síst dósasöfn- uninni sem er grundvöllur þess að ferðir sem þessar geti orðið að veruleika. „Við minnum í leiðinni á að við tökum alltaf við dósum á milli safnana og þarf ekki annað en hafa samband við sveitina í síma 6901167 og við sækjum.“ Loksins til Spánar eftir þriggja ára bið Ljótuskyrtukeppni í fullum gangi. Hópurinn að lokinni spilamennsku. Tónleikar á Kirkjutorginu í miðbæ Calella. Tónleikar sveitarinnar voru vel sóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.