Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 6
6 | | 21. september 2022 Verð á raforku og gasi í Evrópuríkjum hækkar næstum því daglega og er að jafnaði orðið meira en þrefalt á við það sem gerðist áður en styrjöld braust út í Úkraínu. Staða og viðbrögð í Grupeixe, saltfiskframleiðslu- fyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, segir sína sögu. Þar hafa rekstrarútgjöld aukist gríðarlega, segir Nuno Araujo framkvæmdastjóri: „Við bregð- umst meðal annars við með því að feta okkur í átt að sjálfbærni í orkumálum. Fyrsta skrefið er að koma fyrir sólarsellum á verk- smiðjuþakinu til raforkufram- leiðslu. Eigin orkuframleiðsla með vindmyllum er líka til athugunar. Þetta kallar á tækni- breytingar og tekur tíma að koma til framkvæmda. Við eigum ekki annan kost í stöðunni en þann að horfa í fullri alvöru til sjálfbærrar orkuframleiðslu.“ Í Grupeixe er þegar byrjað virkja sólaljósið til að framleiða rafmagn sem svo aftur er notað til að þurrka saltfisk. Þannig er fiskurinn sólþurrkaður á ská sem er eitt þeirra ráða sem gripið er til í orkukreppunni. Í vindinum búa líka kraftar sem unnt er að nýta og breyta í rafmagn. Mikilvægt að markaðir haldi Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri á botnfiskssviði Vinnslustöðvar- innar, segir að allur framleiðslu- kostnaður hafi hækkað mikið á tiltölulega skömmum tíma og fleira komi þar til en Úkraínustyrj- öldin. „Orkureikningarnir hafa vissu- lega hækkað gríðarlega, til að mynda í Portúgal, en flest annað hefur rokið upp líka. Launa- kostnaður á Íslandi hefur þannig hækkað um tugi prósenta, flutningskostnaður og hráefnis- verð hækkað mikið sömuleiðis. Sama á við um salt, umbúðir og önnur aðföng. Afurðaverð hefur sem betur fer hækkað líka, annars væri þessi barátta næsta vonlítil. Afurða- verðið lækkaði verulega þegar COVID-faraldurinn hófst og fór þá niður fyrir öll sársaukamörk en fór upp aftur, sem betur fer. Mikilvægt er að markaðir haldi og afurðaverð lækki ekki á nýjan leik. Markaðirnir eru ekki annað en fólkið sem kaupir og borðar fiskinn okkar. Við höldum í þá von að ástandið leiði ekki til stórfellds efnahagssamdráttar með tilheyrandi skerðingu kjara við- skiptavina okkar, neytendanna.“ Endurnýtt bretti og umbúðir Vinnslustöðin keypti Grupeixe í Portúgal sumarið 2019. Nú er komin reynsla á reksturinn í með- vindi og mótvindi. Sverrir segir það sýna sig að fjárfestingin hafi verið farsælt skref og skynsamlegt á saltfiskmarkaði sem er Vinnslu- stöðinni svo mikilvægur. „Það sýnir sig að í þrengingum vegna COVID-faraldurs áður og verðbólgufaraldurs nú veitir það okkur mikinn styrk að ráða stór- um hluta virðiskeðjunnar allt frá veiðum og vinnslu í Vestmanna- eyjum til neytenda í Portúgal. Í stað þess að selja saltfiskinn áður við verksmiðjudyr í Eyjum erum við sjálfir orðnir gerendur í sölu og dreifingu ytra. Þannig fáum við mun meiri og gleggri upplýsingar um markaðinn og viðhorf neytenda, höfum miklu betri tök á sölumálum, vitum hvað er að gerast á hverjum tíma og við hverju megi búast. Þetta er styrkur okkar sölu- og tekjumegin en kostnaðarmegin höfum við nú mun fleiri þætti til að taka á og vinna í en ella væri. Sjálfbær orkuframleiðsla er aug- ljóslega eitt dæmi og þannig verð- ur framleiðslan líka umhverfis- vænni. Önnur skref eru til að mynda þau að safna saman umbúðum og brettum, sem við notum við flutn- ing á saltfiski til Portúgals, þrífa það endurnýtanlega og senda til baka til Eyja. Áður var umbúðum og brettum fargað ytra. Með þessu móti spörum við fjármuni og störfum um leið í þágu umhverfisins. Það borgar sig beinlínis að búa til hringrásarhag- kerfi að þessu leyti og gengur mjög vel.“ Portúgalskt sólskin virkjað til saltfiskþurrkunar í Grupeixe Sverrir Haraldsson t.v. og Nuno Araujo voru fyrirsætur í Vinnslustöðinni fyrir páska 2022 þegar CNN sendi teymi til að taka upp sjónvarpsefni í þrjá daga. Aðalerindið var að mynda allt framleiðsluferli saltfisksins sem sendur er til Portú- gals og er þar í hávegum hafður meðal neytenda. Nuno Araujo. framkvæmdastjóri Grupeixe, með girnilegan og eigulegan „saltfiskgítar“ frá Vestmannaeyjum. Sólarsellur og vindmyllur til raf- magnsframleiðslu. Myndin er fengin af vefnum architecturaldigest.com og tengist umfjöllun greinarinnar ekki beint. ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.