Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 32

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 32
32 | | 21. september 2022 Vélaverkstæðið Þór var stofn- að þann 1. nóvember 1964 í Vestmannaeyjum og er meðal elstu fyrirtækja landsins sem þjónustað hefur sjávarútveg og fiskvinnslufyrirtæki. Fyrirtækið er mjög vel tækjum búið og hefur tölvustýrðum vélum fjölgað í takt við þróunina. Meðal þeirra er öflug vatnskurðarvél sem eykur möguleika fyrir hinn almenna borgara að nota þjónustuna, t.d. við skurð á flísum og að láta útbúa allskyns merki og skraut skorið út úr ryðfríu stáli eða hvaða efni sem er. „Í dag erum við sautján starfs- menn og stærsta verkefnið er hrognahúsið hjá Ísfélaginu, þjón- usta við bátana hérna í Eyjum og svo erum við alltaf að framleiða Sigmund sleppibúnaðinn,“ segir Sævald Páll Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri. Vélaverkstæðið Þór er í eigu Sævalds og fjölskyldu og fleiri. Sigmundsbúnaðurinn Þess má geta að Vélaverkstæðið Þór vann að þróun björgunarbún- aðar, Sigmunds sleppibúnaðar í samstarfi við uppfinningamanninn Sigmund Jóhannsson og fram- leiðir nú allar gerðir af Sigmunds sleppibúnaði. Kom Sigmund að fleiri verkefnum hjá Þór sem hefur orðið að aðlaga sig breyttum tím- um og aðstæðum og hefur tekist það með miklu ágætum. „Önnur verkefni eru rennismíði allskonar, smíði á öllum gerðum færibanda, þvottakör og krapakör fyrir báta og fiskvinnslu. Þór býður upp á nýja hönnun á lestar- böndum í skip sem gerir frágang á fiski einfaldari og gæði fisksins betri. Líka utanhúss klæðningar ásamt þakkössum og öllum gerðum flastninga. Þetta er bara hluti af því sem við erum að gera. Við búum að góðum tækjabúnaði og öflugum starfsmönnum með mikla reynslu. Þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði þegar kemur að smíði úr járni, áli og blikki,“ sagði Sævald að endingu. Vélsmiðjan Þór Nútíma fyrirtæki á traustum grunni: Þjónustar sjávarútveg á sjó og í landi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.