Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 20
20 | | 21. september 2022 Birgitta Ósk Valdimarsdóttir Fjölskylduhagir og Eyjatenging: Sigurbergur Sveinsson maki og saman eigum við tvo drengi, Svein Sigurbergsson 4 ára og Gest Dan Sigurbergsson 2 ára. Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyj- um og finnst hvergi betra að vera. Birgitta vinnur hjá Vinnslustöð- inni sem gerir út átta skip, þar af eru fjögur nóta- og togveiðiskip. Meginstarfsemi félagsins er í Vestmannaeyjum. Einnig er félag- ið með starfsemi í dótturfélögum víða um heim, mest sölustarf- semi en þó einhverja framleiðslu líka. Má þar nefna lönd eins og Portúgal, Þýskaland, Japan og Frakkland. Nýtt uppsjávarhús fyrirtækisins opnaði árið 2016 og er búið nýjasta tækjabúnaði. Bolfiskvinnsla fyrirtækisins er í eldri hluta VSV en þar er nær eingöngu verið að verka saltfisk, karfa og lítið magn er unnið í ferskt eða lausfryst. Með tilkomu nýja uppsjávarhússins og nýju skrifstofunnar samtengjast eldri byggingin og nýja. Fiskimjöls- verksmiðjan er svo staðsett við hlið uppsjávarhúss. Þitt hlutverk innan fyrirtækis- ins í dag? Í dag starfa ég sem gæðastjóri Vinnslustöðvarinnar. Hversu mörg starfsár að baki hjá fyrirtækinu? Ég var ráðin inn í september 2021 í hlutastarf með náminu. En í maí 2022 var ég ráðin gæðastjóri. Hver er stærsta breytingin sem hefur orðið í greininni á þeim tíma sem þú hefur starfað? Síðan ég byrjaði af alvöru í gæðamálum þá er helst að nefna að kröfurnar eru sífellt að aukast og verða meiri og ítarlegri. Heldur manni á tánum alltaf eitthvað nýtt að huga að. Hvernig lítur hefðbundinn vinnudagur út hjá þér? Hann hefst á morgunfundi kl. 08 eftir að ég skutla strákunum á leikskól- ann. Síðan tekur við tölvuvinna. Tek svo rölt niðrí uppsjávar- og botnfiskvinnslu og fylgist með. Er svo á hlaupum niðri í vinnslu og uppá skrifstofu eða að sinna öðrum málum í dótturfyrirtækjum Vinnslustöðvarinnar. Enginn dag- ur er eins sem gerir þetta að mjög skemmtilegu og fjölbreyttu starfi. Eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? Mæli með sjávarút- vegsfræðinni í Háskólanum á Akureyri. Krefjandi og skemmti- legt nám sem býður uppá mikla og fjölbreytta atvinnumöguleika að námi loknu. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir lætur sér ekki nægja að sinna fjármálum fjölskylduútgerðarinnar, Óss ehf. sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE sem byggir á þeim grunni sem afi hennar, Óskar á Leó VE lagði á síðustu öld. Hún rekur líka ásamt fjölskyldunni verslunina Kubuneh sem nefnd er eftir þorpi í Gambíu. Allur peningur sem kemur inn fer óskiptur til heilsugæslu sem þau reka í Kubuneh og þjónar allt að 15.000 manns. En hver er Þóra Hrönn? Hún er gift Daða Pálssyni og saman eig- um við börnin Óliver og Sunnu. „Ég sé um alla skrifstofuvinnu, bókhald, laun, útflutningspappíra og fleira. Ég hef unnið samfleytt í 23 ár hjá Ós og svo auðvitað þegar ég var unglingur þegar mað- ur var að fella og skera af netum,“ segir Þóra Hrönn. Hún segir starfið hafa tekið miklum breytingum. „Stærsta breytingin fyrir mig á skrifstof- unni er hvað allt er orðið rafrænt. Þar sem ég vinn hjá sjálfri mér ræð ég deginum sjálf og því er enginn dagur eins og ekki til hefð- bundinn vinnudagur hjá mér. Það eru kostir og gallar við að vinna hjá sjálfum sér, ég stjórna mínum vinnutíma sjálf en það leysir mig heldur enginn af ef ég fer í frí. Maður tekur því vinnuna alltaf með sér og þarf svo að vinna upp það sem eftir er þegar heim er komið.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.