Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 4
4 | | 21. september 2022 Aglow hreyfingin snertir líf milljóna kvenna og karla um alla allan heim. Aglow hópur hefur starfað í Eyjum í þrjá- tíu og tvö ár. Orðið Aglow þýðir að glóa eða brenna og er tekið úr Rómverjabréfinu 12.11 þar sem stendur:; .. verið brennandi í and- anum. Þjónið Drottni. Árið 1967 komu fjórar konur í Seattle saman og töluðu um þörfina á að styrkja konur úr mismunandi kirkjudeild- um, biðja saman og ná til annarra kvenna. Aglow hópar eru starfandi í 170 löndum á fjögur þúsund stöðum. Ég hef hitt konur frá öll- um heimshornum á alþjóðlegum ráðstefnum Aglow. Það sem vakti áhuga minn var að sjá kraftmikl- ar konur tilbúnar að framganga með djörfung á framandi slóðum. Aglow hefur starfað gegn mansali, í fangelsum og meðal þurfandi kvenna víða um heim. Mikil fræðsla um Islam og Ísrael og samskipti fólks, stöðu karla og kvenna. Karlahópar hafa risið upp sem og starf fyrir yngra fólk. Mikil áhersla er á að biðja fyrir nærumhverfi sínu og hafa konur hér farið reglulega í bænagöngu til að biðja fyrir Eyjum. Við höfum fund fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði, byrjum á hressingu og samfélagi, síðan syngum syngjum við og svo er fræðsla eða frásögn. Stundum fáum við gesti á fundina. Í Eyjum er starfandi bænahópur sem hittist vikulega meirihluta ársins. Margar okkar sem störfum í Aglow höfum fundið þar stað til að vaxa og styrkjast andlega í öruggu umhverfi. Þar finnum við fyrir kærleika Guðs. Við höfum séð konur snertar og læknast fyrir bæn. Aglowkonur í Eyjum hafa átt einstakt kærleikssamfélag og hefur verið yndslegt yndislegt að finna einingu í Kristi og að það skiptir ekki máli hvaða kirkju við sækjum. Aglow á Íslandi hefur starfað síðan árið 1987 og um næstu mánaðarmót mánaðamót hittast Aglowkonur í Skálholti til samfélags og uppbyggingar. Næsti Aglowfundur í Vestmanna- eyjum verður miðvikudagskvöldið 5. október kl. 20:00 í safnað- arheimili Landakirkju, og eru nýjar konur sérstaklega boðnar velkomnar. Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, formaður Aglow Vestmannaeyjum Aglow hreyfingin snertir líf milljóna Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir FASTIR PENNAR: Í æfingasalnum er hann leið- togi þegar hann stýrir æfing- um, en ekki síður þegar hann stýrir sínum eigin æfingum og áskorunum. Gísli Hjartar- son tók á sig mikla líkamlega áskorun um síðustu helgi þar sem hann stundaði æfingar í 24 klukkustundir samfleytt og án hvíldar. Hann skiptist á að æfa á þremur tækjum; vindhjóli, róðravél og skíða- vél. Margir lögðu leið sína í æfingasalinn og tóku nokkra hringi með honum á tækj- unum. En enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. Þessa áskorun tók hann ekki á sig bara að gamni sínu, heldur var markmiðið að safna í styrktarsjóð Píeta samtakanna. Það eru samtök sem vinna gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum. Verkefnið er verðugt og Gísli er Eyjamaður- inn að þessu sinni. Fullt nafn: Gísli Hjartarson, oft kallaður Gilli Foster. Fjölskylda: Kvæntur Jóhönnu Jóhanns. Svo á ég eina dóttur, Vigdísi Hind og þrjú fósturbörn Aðalbjörgu Andreu, Gabríel og Víði Heiðdal. Hefur þú alltaf búið í Eyjum? Já, fyrir utan þann tíma er ég bjó annarsstaðar (Grimsby, Bremerha- ven og Akureyri). Mottó: Fyrstu tvö sem mér detta í hug eru: Ég er að vinna í sjálfum mér, fyrir sjálfan mig, með sjálf- um mér og If it doesn’t challenge you it won’t change you. Síðasta hámhorf eða guilty plea- sure: Við Jóhanna erum er núna að klára Manifest og erum þegar búin í House. Ætlum að velja næst í House of Dragon eða The Lord of the Rings: The Rings of Power. Aðaláhugamál: CrossFit, lyft- ingar, ferðalög. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Bursta tennurnar. Hvað óttast þú mest: Sennilegast að verða það veikur að ég þurfi að liggja upp í rúmi eða í stól og geta ekkert gert – þá vil ég fá að fara. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: U2, Rock´n´Roll, þungarokk og Júníus Meyvant. Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Trúðu á sjálfan þig og fetaðu þínar eigin slóðir, ekki alltaf elta fjöldann. Hvað er velgengni fyrir þér: Velgengni er að geta gert það sem þú vilt þegar þú vilt. Hafa til þess heilsu og þrek. Hvernig undirbýrðu þig líkamlega og andlega fyrir áskorun eins og þessa sem þú fórst í gegnum um síðustu helgi? Maður þarf að vera í þokkalegu formi líkamlega, og búinn að prófa að renna í gegnum brot af því sem maður ætlar að gera, en andlegi hlutinn er senni- legast stærsti þátturinn og þar er lykilatriðið að trúa á sjálfan sig og láta ekki hlutina vaxa sér í augum þó eitthvað bjáti á. Hvers vegna ferðu inn í svona stóra áskorun? Finnst bara eitthvað heillandi við þetta og ef maður getur látið eitthvað gott af sér leiða í leiðinni þá er það ekk- ert verra. Ætlaði reyndar að vera hættur þessu en... Hvernig háttar þú endurheimt eftir áskorunina? Reyni að sofna og sofa í kannski sjö tíma og skelli mér svo í heitu pottana og sauna. Eitthvað að lokum? Bráðum koma blessuð jólin, en það er ein áskorun fyrir jólin og hún verður þann 17. desember n.k. – nánar um það síðar – já og ég myndi gjarna vilja sjá að allir upp að 17 ára aldri gætu æft það sem þeir vilja, og það gjaldfrjálst. Innifalið í því væri eitt fag í Tónlistarskól- anum. Gísli Hjartarson Tuttugu og fjögurra tíma púl fyrir Pietasamtökin E Y J A M A Ð U R I N N G Í S L I H J A R T A R S O N

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.