Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 15
21. september 2022 | | 15
Nafn: Sigurður Þór Símonarson.
Hvar ertu að róa í dag: Dala-Rafni
og svo förum við yfir á Suðurey
inn á milli.
Fyrsta pláss: Kristbjörg VE 70 á
línu og snurvoð.
Ár til sjós: 27 ár, djöfull er maður
orðinn gamall!
Hvað er það skemmtilegasta við
að vinna til sjós: Slepp við að
ryksuga heima og taka til.
Hvaða veiðiskapur er skemmti-
legastur: Netaveiði á vertíð með
góðum köllum.
Hvaða réttur er í uppáhaldi frá
kokknum: Hakkabuff með spæ-
leggi alltaf jafn vinsælt.
Hver er hressastur í stakkageymsl-
unni: Siggi Sveins vélstjóri, alltaf
hress sama hvað gengur á.
Hvað er eftirminnilegast á ferl-
inum (túr, sjómaður, uppákoma
eða eitthvað annað)? Það er margt
eftirminnilegt á ferlinum en ég
verð að minnast á Ulla vélstjóra.
Hann var eftirminnilegur karakter,
blessuð sé minning hans.
Nafn: Hólmgeir Austfjörð.
Hvar ertu að róa í dag: Ottó N
Þorlákssyni ,,King Ottó” og
Álsey.
Fyrsta pláss: Aron Þh 105 frá
Húsavík sem Alli bróðir mömmu
gerði út.
Ár til sjós: Þau eru orðin 19, tók
12 ára hlé á meðan við áttum
Grillhúsið.
Hvað er það skemmtilegasta við
að vinna til sjós: Það er alltaf
skemmtilegast að koma heim eftir
fjarveru frá fjölskyldunni.
Hvaða veiðiskapur er skemmtileg-
astur: Það eru klárlega handfæra-
veiðar, það er fátt skemmtilegra
en að fara út snemma morguns,
með ný uppáhelt kaffi og kruðerí
og renna fyrir fisk í góðu veðri.
Hvaða réttur er í uppáhaldi frá
kokknum: Hamborgarar, ef ég fæ
ekki hamborgara 1-2 skipti í viku, þá
sé ég ekki tilgang með þessu öllu.
Hver er hressastur í stakkageymsl-
unni: Bjarni Ólafur Viðarsson er
sprellikallinn, alltaf í góðu skapi
og lyftir þannig móralnum upp.
Hvað er eftirminnilegast á ferl-
inum (túr, sjómaður, uppákoma
eða eitthvað annað)? Það er margt
sem kemur til greina, en ætli það
sé ekki þegar ég var á Frá VE,
með Sindra Óskars. Við lentum í
svo kolvitlausu veðri fyrir austan
land að ég hringdi heim til að
kveðja. Sagði reyndar engum frá
því að svo væri því auðvitað vildi
maður ekki að fólkið manns yrði
óttaslegið.
Nafn: Sigurbjörn Árnason (Bjössi)
Hvar ertu að róa í dag: Huginn
VE 55.
Fyrsta pláss: Berg VE 144, með
frændum mínum Sævald og
Kristni Pálssonum. Stýrimenn
voru Addi Óli í Suðurgarði og
Maggi á (Sighvati) Ísleifi. Frábært
að byrja sem ungur peyi á sjó með
þessum öðlingum.
Ár til sjós: Í apríl á þessu ári voru
komin 43 ár.
Hvað er það skemmtilegasta við
að vinna til sjós: Öll vinna þegar
gengur vel.
Hvaða veiðiskapur er skemmtileg-
astur: Flottrollsveiðar.
Hvaða réttur er í uppáhaldi frá
kokknum: Allur matur er góður.
En verð samt að minnast á ítalska
réttinn sem Palli í Vegg græjaði
og grísk/hægeldaða lærið hjá
Eysteini.
Hver er hressastur í stakkageymsl-
unni: Heilt yfir eru menn hressir
og mishressir.
Hvað er eftirminnilegast á ferlin-
um (túr, sjómaður, uppákoma eða
eitthvað annað)? Nóvember 1985
er mjög eftirminnilegur. Klakkur
VE 103 að fara heim eftir löndun
í Bremerhaven. Það voru 10 til 12
vindstig og mjög mikill sjór. Við
vorum ekki búnir að sigla lengi.
Um klukkan níu um morguninn
fengum við á okkur brotsjó sem
var eins og fjallgarður og þrír
gluggar brotnuðu, hurð aftan til á
brúnni sprakk út og þeir sem voru
í brúnni stóðu upp að höndum
í sjó sem flæddi síðan niður í
mannaíbúðir. Höfuðkompásinn
sem var uppi á brúarþaki lagðist á
hliðina. Öll tæki duttu út en sem
betur fer drapst ekki á aðalvélinni.
Það var ótrúlegt hvað flestir voru
rólegir en auðvitað voru einhverjir
mjög skelkaðir.
Ef ég fæ ekki hamborgara, þá sé ég ekki tilgang með þessu öllu
Slepp við að ryksuga heima
Frábært að byrja sem peyi með öðlingunum á Berg VE