Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 14
14 | | 21. september 2022 Nafn: Óttar Steingrímsson. Hvar ertu að róa í dag: Ég er að róa á Sigurði Ve 15. Fyrsta pláss: Fór fyrsta túrinn minn á frystitogaranum Vest- mannaey Ve 54, þá var Biggi Skipper svo aumingjagóður að taka drullu-sjóveikan 16 ára peyja með sér. Ár til sjós: Byrjaði að leysa af á sumrin frá 2005 til 2012, þá prufaði ég að ráða mig í 8-4 vinnu á skrifstofu. Entist þar í 9 mánuði, sagði upp og fór að vinna hjá Snorra í löndunargenginu og leysti af á sjó með því. Fékk svo mitt fyrsta fasta pláss árið 2014 svo þetta hefur verið mín aðal- starfsgrein í 8 ár. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna til sjós: Samveran með góðum drengjum hér um borð er kostur, vinnan oftast nær skemmtileg, en það sem stendur upp úr er að sjálfsögðu að þegar maður kemur heim í frí. Hvaða veiðiskapur er skemmti- legastur: Ég veit það ekki þetta er allt vinna, þegar fiskast vel hvort sem það er í trollið eða nótina þá er gaman. Hvaða réttur er í uppáhaldi frá kokknum: Það er a.m.k. ekki bjúgu! Ætli ég verð ekki að segja kjöt í karrí. Annars verð ég að taka honourable mention á Stebbana tvo á Þórunni Sveins, asískur fiskréttur sem Stebbi bauð upp á í mörg ár á Herjólfi og svo KFC boxmaster kjúlli hjá Café María prinsinum. Hver er hressastur í stakkageymsl- unni: Það er erfitt að gera upp á milli peyjana hér um borð enda ekkert eðlilega flott áhöfn og góð- ur mórall, en Porsche eigandinn Friðrik Elís Ásmundsson er með allt upp á 10! Hvað er eftirminnilegast á ferl- inum (túr, sjómaður, uppákoma eða eitthvað annað)? Ætli ég verði ekki að nefna það að þegar ég fór einn túr á grænlenska skipið Tuneq (áður Þorsteinn Þh 360) voru nokkrir Grænlendingar um borð sem höfðu mismikið snert á sjómennskunni og skildu ekki stakt orð í ensku. Bæði veiðar og vinnsla höfðu gengið hálf brösulega svo mórallinn var svona upp og ofan. Þetta var rúmlega tveggja vikna túr. Í þessa veiðiferð kom grænlenskur eftirlitsmað- ur með okkur, hann fór í fýlu þar sem hann fékk ekki að vera einn í klefa og þ.a.l. svaf hann á bekknum í messanum allan túrinn, gekk í sjoppuna um borð heldur frjálslega, lagerstaðan rýrnaði hratt og innkoman ekki eftir úttektum. Sást tvisvar sinnum á dekkinu í eftirlitsstörfum annars var það bara Coca-Cola og Prins Polo á bekknum. Nafn: Páll Eydal Ívarsson. Hvar ertu að róa í dag: Ég er háseti á Ísleifi Ve. Fyrsta pláss: Ég tók eitt sumar 2017 á Huginn Ve. Ár til sjós: Er búinn að vera on and off síðan 2017. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna til sjós: Launin eru skemmtileg þegar vel gengur. Svo er það ákveðinn lúxus þegar konan er kominn með nóg af þér þá ferðu á sjó í viku-10 daga þá er hún vonandi búinn að jafna sig. Kemur svo í löndun í einn til tvo daga svo fær hún aftur frí. Svo er alltaf stemming að vera með 10 öðrum gömlum körlum útá ballarhafi. Hvaða veiðiskapur er skemmti- legastur: Nú hef ég bara prófað flottroll og nót. Ég verð að segja að nótin sé skemmtilegri þó þessi nótarvertíð hafi verið helvítis hark þá var þetta að sama skapi skemmtilegt. Hvaða réttur er í uppáhaldi frá kokknum: Þetta er nokkuð basic hjá mér, það er allt gott hjá honum nema þegar hann ákveður að skemma matinn með því að troða hnetum í hann. Þá er hann orðinn óætur og ég verð mjög matsár. Hver er hressastur í stakkageymsl- unni: Það kemur bara einn maður til greina og það er Einar Sigþórs- son. Hann er oftast með miklar og góðar pælingar um hvernig á að klæða sig út á dekki hvort hann eigi að fara í innra byrðið eða ekki og fleiri góðar pælingar. Hvað er eftirminnilegast á ferlin- um (túr, sjómaður, uppákoma eða eitthvað annað)? Nú er ég enn þá nokkuð blautur á bak við eyrun í þessu en það er líklegast þegar ég kom til baka úr löngu fríi og Viktoría var ekki eins dugleg og kokkurinn að gefa mér þrjár mál- tíðir á dag og við vorum að taka trollið frá borði. Ég stóð fyrir ofan nótakassann og skyndilega finn ég fyrir því að ég sé að missa sjónina svo varð allt svart og ég dett aftur fyrir mig og hefði hrunið með hausinn fyrst ofan í nótakassann sem er ágætis fall en Steini Óla og Árni Gunn gripu mig sem betur fer á leiðinni niður. Fór svo í test á spítalanum þá var þetta líklegast vannæring sem skrifast væntan- lega á hana Viktoríu mína. Ekkert eðlilega flott áhöfn og góður mórall Vannærður í landi Spurt og spjallað við sjómenn á Eyjaflotanum Samantekt Sindri Ólafsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.