Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2022, Blaðsíða 18
18 | | 21. september 2022 Hampiðjan í Vestmannaeyjum þjónar flotanum þegar kemur að veiðarfær- um. Þar er líka öflugur hópur sem alltaf er reiðubúinn þegar á þarf að halda. Frá vinstri: Jón Garðar Einarsson, Sigurður Sveinsson, Óskar P. Friðriksson, Ingveldur Magnúsdóttir, Birgir Þór Bjarnason, Ingi Freyr Ágústsson og Magnús Birgir Guðjónsson. Mynd: Halli í London. Ísfell netagerð í Vestmannaeyjum stendur á gömlum stoðum sem er Neta- gerð Ingólfs Theódórssonar sem var með stærstu netaverkstæðum landsins á síðustu öld. Þar er gert við öll veiðarfæri og ný búin til. Hér er Birkir Agn- asson, framkæmdastjóri með sínum mönnum og einum gesti. F.v. Amboz, Jacek, Birkir, Óskar sem leit við, Tindur Snær og Björn. Umhverfisviðurkenningar Rótarý og Vestmannaeyjabæjar voru afhentar mánudaginn 5. septem- ber sl. Snyrtilegasta fyrirtækið þetta árið er Hafnareyri ehf. sem Trausti Hjaltason stýrir. „Við fluttum verkstæðið okkar í húsið fyrir tæpum þremur árum síðan og byrjuðum á að vinna í lóðinni og aðlaga hana að okkar starfsemi, við útbjuggum starfs- mannaaðstöðu og komum upp verkstæði að innan. Vinnslustöðin átti húsið og hafði geymt veiðar- færi og mjöl í húsinu, þá var búið að taka þetta sögulega hús í gegn að utan, klæða það og skipta um þak,“ sagði Trausti. Hafnareyri er þjónustufyrirtæki til sjós og lands. Hjá fyrirtæk- inu starfa um 60 starfsmenn. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Fiskiveri þar sem verkstæði fyrirtækisins er. Hafnareyri rekur einnig löndunarþjónustu, Eyjaís, frystigeymslu, saltfiskgeymslu og akstursþjónustu. „Umsvifin eru meiri og fjöl- breyttari en margan grunar og oft mikið fjör. Það skiptir því miklu máli að búa vel að starfsfólki og erum við sífellt að leita leiða til að gera betur. Í sameiningu hefur okkur tekist að búa starfseminni góða umgjörð. Viðurkenningin er allra sem hér starfa og þurfa allir að róa í sömu átt til að hafa snyrtilegt umhverfi, starfsfólkið á því mikið hrós skilið. Ég verð svo að endingu að nefna að eigendur fyrirtækisins hafa alltaf stutt vel við bakið á okkar hugmyndum varðandi framkvæmdir, sem er ekki sjálfgefið,“ voru lokaorð Trausta. Hafnareyri snyrtilegasta fyrirtækið 2022 Myndir: Addi í London

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.