Feykir - 19.01.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Subway-deildin | Valur – Tindastóll 96–71
Stólarnir á flötu að Hlíðarenda
Rússíbanareið Tindastóls í
Subway-deildinni heldur áfram.
Á föstudag rúlluðu okkar menn
suður að Hlíðarenda þar sem
Valsmenn biðu þeirra. Eftir
ágæta byrjun gestanna í leikn-
um náðu Valsmenn frumkvæð-
inu í öðrum leikhluta og gerðu
svo bara lítið úr Stólunum í
síðari hálfleik. Lokatölur 96-71
og lítil stemning fyrir svona
tölum hjá stuðningsmönnum
Stólanna – og sjálfsagt ekki hjá
leikmönnum heldur. Það er því
vonandi að strákarnir rétti úr
kútnum þegar Vesturbæing-
arnir heimsækja Síkið annað
kvöld.
Valsmenn voru skrefinu á
undan í fyrsta leikhluta en
Stólarnir vel inni í leiknum.
Taiwo jafnaði leikinn, 16-16,
þegar tæpar sex mínútur voru
liðnar og Siggi kom okkar
mönnum yfir með sjaldséðum
þristi. Valsmenn komust þó
aftur yfir en Bess minnkaði
muninn í eitt stig, 23-22, með
þristi undir lok fyrsta leikhluta.
Liði Tindastóls gekk illa að eiga
við góðan varnarleik Valsmanna
sem voru komnir níu stigum
yfir, 35-26, eftir fjórar mínútur í
öðrum leikhluta. Hlutirnir geta
gerst hratt í körfunni og tveir
þristar frá Axel og Bess
Javon Bess hefur átt ágæta leiki fyrir Stólana en hann var stigahæstur Tindastólsmanna
gegn liði Vals. Hér hleður hann í skot gegn liði ÍR í Síkinu í vetur. MYND: HJALTI ÁRNA
Knattspyrna | Tindastóll / Hvöt / Kormákur
Samstarf yngri flokka á Norðurlandi
Á dögunum var undirritaður
samningur milli knattspyrnu-
deilda Tindastóls, Kormáks og
Hvatar um að senda sameigin-
leg lið í yngri flokkum til leiks á
Íslandsmótið í knattspyrnu
tímabilið 2022.
Á heimasíðu Tindastóls
segir að flokkarnir sem sam-
einingin nær yfir séu fjórði og
þriðji flokkur karla og kvenna,
og annar flokkur karla. Liðin
munu keppa undir nafninu
Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Þórólfur Sveinsson, yfir-
þjálfari yngri flokka hjá Tinda-
stól, segir að þetta séu frábærar
fréttir og stór þáttur í að byggja
upp öfluga yngri flokka sem
mun skila landshlutanum öfl-
ugu heimafólki upp í meistara-
flokka. „Einnig erum við að
horfa á að með þessari sam-
einingu getum við búið til flott
lið í öðrum flokki karla og
kvenna, krakkar sem geta verið
26 sprækir 2. flokks kappar víðsvegar að af Norðurlandi vestra samankomnir á æfingu
á gervigrasinu á Króknum skömmu fyrir jól. MYND AF NETINU
minnkuðu bilið í þrjú stig á
mínútu. Valsmenn tóku þá
leikhlé og náðu undirtökunum á
ný og leiddu í hléi, 47-39, en
Arnar lagaði stöðuna með þristi
í blálok fyrri hálfleiks.
Stólarnir héldu í horfinu
fyrstu tvær-þrjár mínútur þriðja
leikhluta en síðan tóku heima-
menn leikinn yfir með þá
Bertone og Kristófer Acox í
banastuði en þeir tveir voru með
álíka marga framlagspunkta í
leiknum og allt lið Tindastóls!
Það var fátt um fína drætti í leik
Stólanna og eingöngu Bess sem
sýndi smá líf en hann var eini
leikmaður liðsins sem gerði
meira en níu stig í leiknum.
Staðan var 70-54 að loknum
þriðja leikhluta og í fjórða
leikhluta kom í ljós að lengi
getur vont versnað.
Sem fyrr segir var Javon Bess
atkvæðamestur í liði Tindastóls
með 22 stig og fimm fráköst.
Fjórir leikmenn skiluðu níu
stigum í hús; Taiwo, Arnar, Siggi
hér í Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra (FNV) á Króknum
og æft við toppaðstæður og
þjálfun. Í FNV er knattspyrnu-
akademía sem við erum að efla
enn frekar og því er þetta
frábært fyrir allt samfélagið hér
í heild,” segir Tóti í spjalli við
Tindastóll.is.
Kannski eru einhverjir hissa
á að það þurfi að sameina liðin
á Norðurlandi vestra en það er
staðreynd að þegar fótbolta-
krakkarnir eru komnir á tán-
ingsaldur þá rjátlast talsvert úr
hópi þeirra sem stunda fót-
boltann. Þetta var ekki mikið
vandamál undir lok síðustu
aldar þegar fátt annað en
fótboltinn var í boði en nú er
margt sem glepur og sam-
keppnin um áhugamálin hörð.
/ÓAB
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu
Stólastúlkur máttu sætta
sig við tap í fótboltanum
Karla- og kvennalið
Tindastóls áttu bæði að
draga fram gervigrasskóna
um síðustu helgi og spila leiki
í Kjarnafæðismótinu sem
fram fer á Akureyri.
Strákarnir áttu að mæta
Hömrunum í gær en fresta
varð leiknum þar sem
Stólarnir náðu ekki í lið þar
sem leikmenn voru ýmist í
sóttkví eða ekki til taks.
Stólastúlkur spiluðu aftur á
móti sinn fyrsta leik á
undirbúningstímabilinu og
urðu að sætta sig við tap
gegn sameinuðu Austur-
landsliði Fjarðabyggðar/
Hattar/Leiknis en lokatölur
voru 3-0.
Það var Hafdís Ágústs-
dóttir sem kom þeim aust-
firsku yfir í Boganum á 39.
mínútu og staðan 1-0 í hálf-
leik. Björg Gunnlaugsdóttir
bætti við marki snemma í
síðari hálfleik og bætti síðan
við öðru marki sínu tuttugu
mínútum síðar, á 69. mínútu,
og þar við sat.
Lið Tindastóls var þannig
skipað að Margrét Rún var í
markinu, þá voru Bryndís
Rut, Kristrún María, María
Dögg og Sólveig Birta í
vörninni og síðan voru
Bergljót Ásta, Lara Margrét,
Anna Margrét, Eyvör, Hugrún
og Magnea Petra í byrjunar-
liðinu. Þá fengu þær Ásdís
Aþena, Elísabet Nótt, Emelía
Björk og Kristín Björg allar að
spreyta sig í síðari hálfleik.
Ýmist verður leikið í
Boganum eða á KA-vellinum í
Kjarnafæðismótinu en fimm
lið taka þátt og mætast öll
innbyrðis. Stólastúlkur eiga
því eftir að spila þrjá leiki og
fara þeir fram næstu helgar;
einn hverja helgi ef veður og
aðstæður leyfa. Von er á þeim
stöllum, Amber og Murr, á
Krókinn um mánaðamótin
næstu og mögulega ná þær þá
síðasta leik Tindastóls í
mótinu gegn liði Þórs/KA
þann 6. febrúar. /ÓAB
Kristrún í baráttunni síðastliðið sumar. MYND: ÓAB
og Zoran Vrkic sem spilaði sinn
fyrsta leik fyrir lið Tindastóls.
Hann tók að auki þrjú fráköst og
átti fjórar stoðsendingar. Siggi
var með átta fráköst og Pétur sjö
stoðsendingar.
Skotnýting Tindastóls var
41% í leiknum en Valsmanna
49% og Stólarnir fengu aðeins
sjö vítaskot á móti 19 vítum
Valsmanna sem segir sína sögu.
Liðin fráköstuðu svipað en
Stólarnir töpuðu 19 boltum á
meðan Valsmenn töpuðu níu og
munar um minna.
„Mér fannst við lélegir á
báðum endum vallarins. Við
misstum Val langt frá okkur í
seinni hálfleik. Varnarleikurinn
var slakur og sóknarleikurinn
ekki upp á marga fiska. Það var
hvorki orka né vilji til að spila og
verðum við að líta í eigin barm
og gera betur. Mér fannst við
aldrei ná neinu augnabliki í
leiknum og virkaði allt sem við
gerðum einfaldlega flatt,“ sagði
svekktur Baldur Þór, þjálfari
Tindastóls, í samtali við Vísi.is
að leik loknum. /ÓAB
03/2022 5