Feykir - 19.01.2022, Blaðsíða 9
Skúli Þórðarson, trommari,
svaraði Tón-lystinni í Feyki
skömmu fyrir jól en hann er
árgerð 1964, fæddur og alinn
upp á Hvammstanga. Hann
er sonur Þórðar Skúlasonar,
fyrrverandi sveitarstjóra,
og Elínar Þormóðsdóttur,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Saumastofunnar Drífu.
Skúli lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki/Norðurlands
vestra 1986. Hann var
sveitarstjóri í Húnaþingi vestra
á tólf ár en flutti sig síðan um
set suður í Hvalfjarðarsveit.
„Alltaf trommur,“ segir Skúli þegar
hann er spurður á hvaða hljóð-
færi hann spilar en varðandi
helstu afrekin á tónlistarsviðinu
segir hann: „Útgáfa eigin laga
og texta með Slagarasveitinni á
allra síðustu árum. Hippabandið
á Reykjaskóla, Strandhögg á
Sauðárkróki og ekki síst Stór-
sveit og strokkvartett Menningar-
og framfaraklúbbs Guðmundar
Hannessonar. Þetta er það helsta
og skemmtilegasta.“
Hvaða lag varstu að hlusta á?
Have Yourself a Merry Little
Christmas með Bob Dylan.
Uppáhalds tónlistartímabil? Ára-
tugurinn 1962-1972 og árin 1976-
1982.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra
eyrun þessa dagana? Margt flott
í gangi en ég nefni vel heppnað
Rokk, Dub/Reggae smelli ellegar
fjölbreytta poppskotna experi-
mental ambient útgáfu.
Hvers konar tónlist var hlustað
á á þínu heimili? Mjög fjölbreytt
tónlistarval, útvarpið alltaf í gangi.
Hver var fyrsta platan/diskur-
inn/kasettan/niðurhalið sem þú
keyptir þér? Fyrsta platan sem
ég keypti var sólóplata Rúnars
Gunnarssonar (Dátar o.fl.) sem
SG-hljómplötur gáfu út 1973. Þá
var ég níu ára og hafði skrapað
saman nægilegu fé til að kaupa
þessa fínu plötu sem enn er
stráheil og fer stundum undir
nálina.
Hvaða græjur varstu þá með?
Spánýjar Radionette græjur for-
eldra minna. Öflugur magnari,
hátalarar og ágætur plötuspilari.
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
Klárlega Get Back með Bítlunum.
Skúli Þórðarson | trommari
Skrapaði níu ára saman nægilegu fé til að
kaupa sólóplötu Rúnars Gunnarssonar
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Sem barn var ég svo heppinn að
ég fékk að hlusta á allt það nýjasta
og besta í tónlistinni hjá Óskari
og Ernu móðursystkinum mínum.
Ógleymanlegt er t.d. þegar við
vorum uppi á lofti í gamla bænum
á Sauðadalsá og hlustuðum með
andakt á The Whiter Shade of
Pale með Procol Harum í pínulitlu
og afar slæmu kasettutæki. Svo
komu frændurnir frá Svertings-
stöðum stundum í heimsókn á
Sauðadalsá og höfðu þá með-
ferðis plötur og kasettur með
The Rolling Stones. Það voru sko
Rock´n Roll töffarar.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér
daginn? Læt ekkert eyðileggja
fyrir mér, slekk bara!
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græjunum
til að koma öllum í stuð? Góðan
playlista með gömlu og nýju efni,
allt í boði og ekkert útilokað. Bara
að hækka nógu vel.
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu
helst heyra? Tilvalið að hlusta á
Flís-tríó eða Tómas R. Einarsson
bassasnilling og Latin meistara.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu, á
hvaða tónleika og hvern tækirðu
með þér? Við æskuvinirnir Geir
Karlsson, Ragnar Karl Ingason
og ég vorum búnir að panta miða
á tónleika með Paul McCartney
í Barcelona 17. júní 2020 en
Covid eyðilagði það fyrir okkur.
Hefði viljað upplifa þá stund
með bestu vinum og okkar góðu
eiginkonum.
Hvað músík var helst blastað
í bílnum þegar þú varst
nýkominn með bílpróf? Bubbi og
Utangarðsmenn áttu veturinn og
vorið 1981.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera eða haft
mest áhrif á þig? Held að Lennon
& McCartney, Jagger & Richards,
Joe Strummer og Bubbi hafi haft
mest áhrif á mig.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út eða
sú sem skiptir þig mestu máli?
Líklega hafa þessar plötur haft
mest áhrif á mig;
Abbey Road; The Beatles (1969)
snilldin ein sem verður að nefna.
Sticky Fingers; The Rolling
Stones (1971) ógleymanleg af
Vatnsnesinu, hrikalega töff alltaf.
The Clash; The Clash (1977)
sem ég pantaði í póstkröfu frá
Fálkanum í ársbyrjun 1978.
Þvílíkt og hrikalegt kikk fyrir 14
ára unglinginn. Svona hafði aldrei
heyrst á Hvammstanga.
Ísbjarnarblús & Geislavirkir;
Bubbi og Utangarðsmenn (1980)
bæði tímamótaverk í íslenskri
rokksenu og hleyptu af stað
skapandi og skemmtilegu tíma-
bili.
Sex vinsælustu lögin á Playlist-
anum þínum? Ég er mest að
hlusta á upptökur og mix sem
Slagarasveitin er að vinna með.
Það er vinsælast hjá mér í augna-
blikinu og ég hlakka til að aðrir
njóti með okkur á nýju ári.
Skúli trommari.
AÐSEND MYND
Til að ljúka við byggingu
verknámsdeildar grunn-
skólans á Blönduósi, auk
fjárfestinga í fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins,
hefur sveitarstjórn
Blönduósbæjar ákveðið
að taka lán hjá Lánasjóði
sveitarfélaga að fjárhæð
130.000.000- kr. til allt
að 34 ára.
Í fundargerð sveitar-
stjórnar 11. janúar sl. kemur
fram að til tryggingar láninu
standi tekjur sveitarfélagsins
og var Valdimari O. Her-
mannssyni, sveitarstjóra, fal-
ið að ganga frá lántökunni.
/PF
Blönduós
Lántaka
vegna verk-
námsdeildar
Áætlað er að hefja
fráveituframkvæmdir á
Skagaströnd í mars og
byrja á leiðinni frá Hólanesi
að Einbúastíg.
Í verkinu felst að vinna
við sniðræsi fráveitu frá
fyrirhuguðum baðlaugum á
Hólanesi til norðurs með-
fram Hólanesvegi og Strand-
götu allt að Einbúastíg, skv.
því sem fram kemur í
fundargerð sveitarstjórnar.
Áætlað er að áfanganum
verði lokið að fullu fyrir
nóvember í haust. /PF
Skagaströnd
Fyrsti áfangi
fráveitu
Félags- og tómstunda-
starfið á Þverbraut 1 á
Blönduósi er opið á
mánudögum og fimmtu-
dögum frá klukkan
13:30–16:30 fyrir
handavinnu
Í tilkynningu segir: „Því
miður getum við ekki eins
og staðan er boðið upp á
spilamennsku. Opnun fyrir
spil verður endurskoðuð við
breyttar reglur 2. febrúar.
Sjá nánar í frétt á Húni.is.
/PF
Blönduós
Félags- og
tómstunda-
starf
03/2022 9