Feykir


Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 16.03.2022, Blaðsíða 2
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar for- dæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálf- stæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar en byggðarráð hafði áður fordæmt innrásina harðlega. Sveitarstjórn lýsti á fundi sínum í síðustu viku yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og fól sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flótta- manna og stilla saman strengi með stjórnvöldum. Jafnframt var ákveðið að kanna mögulegt framboð hús- næðis fyrir flóttamenn í sveitar- félaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum. Þeim sem geta boðið fram húsnæði er bent á að fylla út eyðublað á vefsíðu Fjölmenningarseturs. Þar er einnig að finna upplýsingar og svör við algeng- um spurningum sem upp hafa komið. /PF Jæja, nú er loksins búið að velja framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópu, Eurovision, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu um miðjan maí. Eins og allir, og amma hans, vita kepptu fimm lög á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjón- varpsins sl. laugardagskvöld en tvö stigahæstu úr fyrri kosningu komust í úrslitaeinvígið. Lagið Með hækkandi sól í flutningi systranna Sigríðar, Elísabetar og Elínar Eyþórsdætra, fékk flest atkvæði kjósenda en Reykjavíkurdætur enduðu í öðru sæti keppninnar með lagið Turn this around. Margir urðu hissa á úrslitunum þar sem flestir sem létu í sér heyra í miðlum landsins, og höfðu kannski hvað hæst, höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Það höfðu helstu veðbankar gert líka. Þessi væntingauppátroðsla hafði einnig áhrif á sigurvegarana sem ætluðu ekki að trúa því að þær hefðu unnið. Létu meira að segja hafa eftir sér að þær hefðu haldið með Reykjavíkurdætrum. Ég er svo sem ekki saklaus sjálfur þar sem ég kaus Eyþórsdæturnar en bjóst við sigri hinna. „Nei, við bara vorum vissar um að Reykjavíkurdætur myndu vinna. Við vonuðumst alveg til að vinna, það er ekki það, að við séum ekki ánægðar með að vinna. Það kom okkur bara svo á óvart og við erum svo þakklátar fyrir það að þjóðin treysti okkur til að fara út,“ sögðu þær í viðtali við RÚV. Svo römm var undrun þeirra sem kusu Reykjavíkur- dætur að ýjað var að því að aðstandendur keppninnar hefðu hagrætt kosningunum eða kerfið ekki virkað sem skyldi. Í gær var það svo opinberað hvernig framvinda kosninganna hafði verið en samkvæmt tilkynningu frá RÚV höfðu Reykjavíkurdætur verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en aftur á móti höfðu þær Elín, Sigga og Beta haft yfirburði í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim farmiðann á keppnina stóru. Ýmsir hafa velt þessu kosningafyrirkomulagi fyrir sér og misjafnt hvað fólki finnst. En að mínu mati er þarna komin besta kosningin sem er einnig sú lýðræðislegasta og mætti nota víðar. Hugsið ykkur t.d. forsetakosningar, líkt og þær sem fóru fram árið 2014 þar sem alls voru níu frambjóðendur í framboði. Þá var Guðni Th. Jóhannesson kosinn forseti en einungis með 39,1% atkvæða. Þá hefði verið fínt að fá að kjósa á milli tveggja efstu og fá afgerandi niðurstöðu en Halla Tómasdóttir hafði fengið 27,9%. Ég hef ekkert út á Guðna að setja en örugglega hefði verið betra fyrir hann að fá yfir helming atkvæða í þetta stóra embætti líkt og gerðist árið 2020 þar sem hann hlaut 92,2% greiddra atvæða. Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Fleiri kosningaeinvígi takk! AFLATÖLUR | Dagana 6. til 12. mars á Norðurlandi vestra Fáar landanir í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Sæfari HU 212 Landbeitt lína 810 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 2.394 Von HU 170 Landbeitt lína 7.329 Alls á Skagaströnd 10.533 SAUÐÁRKRÓKUR Lundey SK 3 Þorskfisknet 4.749 Steini G SK 14 Handfæri 194 Vinur SK 22 Handfæri 131 Alls á Sauðárkróki 5.074 Á Króknum voru aðeins fimm landanir, Lundey SK 3 var með þrjár, Steini G SK 14 og Vinur SK 22 voru með sitthvora löndunina. Heildaraflinn var aðeins 5.074 kg því hvorki Drangey né Málmey lönduðu á Króknum þessa vikuna. Málmey SK 1 landaði tvisvar sinnum á Grundarfirði í síðustu viku, rúmum 200 tonnum þar sem uppistaðan í báðum löndununum var aðallega þorskur en einnig ufsi. Á vef fisk.is má lesa að í seinni lönduninni segir Þórarinn Hlöðversson skipstjóri að þeir hafi verið tvo sólarhringa á veiðum og voru við Jökuldýpi og á Eldeyjarbanka þar sem veðrið var frekar risjótt en fiskeríið mjög gott. Drangey SK 2 landaði einnig tvisvar sinnum á Grundarfirði rétt tæpum 200 tonnum samanlag. Uppistaðan var meira og minna þorskur en eitthvað af karfa og voru þeir við veiðar bæði á Látragrunni og Jökuldýpi. Á Skagaströnd voru þrír bátar við veiðar og lönduðu allir einu sinni hver. Aflahæst var Von HU 170 með alls 7.329 kg. Enginn landaði á Hvammstanga né Hofsósi og heildaraflinn því aðeins 15.607 kg í síðustu viku á Norðurlandi vestra. /SG Fólksflótti frá Úkraínu Skagfirðingar tilbúnir til að taka á móti flóttafólki Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Sundlaug Sauðárkróks Uppbygging annars áfanga hafin Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu annars áfanga Sundlaugar Sauðárkróks en byggt verður við núverandi sundlaug og komið fyrir setlaugum og rennibrautum ásamt því að hreinsi- og laugarkerfi verður endurnýjað. Gert er ráð fyrir því að laugarsvæðið stækki til suðurs með setlaugum, kennslulaug og renni- brautum. Kennslulaugin verður 7,5 m x 7,5 m og mun nýtast í sundkennslu fyrir börn á grunn- skólaaldri. Setlaugar verða gerðar í kringum kennslulaugina ásamt lendingarsvæði fyrir rennibrautir. Byggður verður varanlegur kaldur pottur milli heitu pottanna tveggja sem nú eru við sundlaugina en notast hefur verið við plastkar hingað til. Byggðar verða þrjár rennibrautir sem henta mismunandi aldurshópum. Sú stærsta verður um 11 metra há og verður turn hennar klæddur gleri, með led lýsingu ásamt því að vera upphitaður. Sundlaugin sjálf mun fá upplyftingu og verður hún flísalögð ásamt því að laugarkerfi og hreinsi- kerfi verði endurnýjuð. Um miðjan nóvember var sagt frá því að tvö tilboð hafi borist í verkið, annars vegar frá Friðriki Jónssyni ehf. sem bauð 214.981.032 kr. (109,00%) og hins vegar frá Uppsteypu ehf. sem bauð 189.053.555 kr. (95,8%) og var því tilboði tekið. Kostnaðaráætlun var 197.243.581 kr. /PF Úkraínski fáninn blaktir við hún við Ráðhús Sveitarfélagsins Skagafjarðar. MYND: PF Tölvugerð mynd af endurbótunum. MYND AF SKAGAFJORDUR.IS 2 11/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.