Feykir


Feykir - 16.03.2022, Page 12

Feykir - 16.03.2022, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 11 TBL 16. mars 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Annað mót í Vetrarmótaröð Þyts var haldið sunnudaginn 13. mars og var þátttaka með ágætum. Á heimasíðu Þyts segir að gaman hafi verið að sjá hve margir áhorfendur komu og fylgdust með. Tveir pollar tóku þátt, Margrét Þóra Friðriksdóttir á Gusti sínum og Ýmir Andri Elvarsson á Esju. Í barnaflokki keppti aðeins eitt barn en það var Herdís Erla Elvarsdóttir á Esju frá Grafarkoti og kepptu þær í þrígangi og stóðu sig með prýði. Sláturhús KVH var aðalstyrktaraðili mótsins og fengu allir sem komust í úrslit hangikjötsrúllu frá þeim. Helstu úrslit í öðrum greinum urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur 1.-2. Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli 6,75 1.-2. Ísólfur Líndal Þórisson Grettir frá Hólum 6,75 3. Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fr. 6,71 2. flokkur 1. Kolbrún Stella Indriðadóttir Trúboði frá Grafarkoti 6,54 2. Fríða Marý Halldórsdóttir Sesar frá Breiðabólsstað 6,38 3. Vigdís Gunnarsdóttir Flinkur frá Steinnesi 6,29 3. flokkur 1. Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú 6,00 2-3. Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga 5,83 2-3. Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka 5,83 Unglingaflokkur 1. Aðalbjörg Emma Maack Daníel frá Vatnsleysu 6,50 2. Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti 6,25 3.-4. Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,96 3.-4. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Nánd frá Lækjamóti II 5,96 Önnur úrslit er hægt að nálgast á heimasíðu Þyts thytur.123.is. /PF Góð stemning á Vetrarmótaröð Þyts Kolbrún Grétars og Ísólfur Líndal deildu efsta sætinu í meistaraflokki Hulduskip hjá Hergilsey Einu sinni um vorið sáu konur í Hergilsey að skip nokkur komu utan úr Oddbjarnarskeri; hugðu þær að það væru róðrarskip heimamanna og tóku til matreiðslu er þær ætluðu að beina komumönnum með. Þær horfðu á skipin róa inn frá Skjaldmeyjareyjum og hverfa undir Vaðsteinabjargið. (Sjá sögu Gísla Súrssonar.) En er þeim leiddist að skipin komu ekki í lendingar gengu þær upp á ey og lituðust um í allar áttir og sáu ekkert. Sögur um þess háttar skipasjónir er hvorfið hafa allt í einu og enginn vitað um framar eru margar. Eru skip þessi álfum eignuð. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Álfar Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Atvinnuráðgjafi hjá SSNV Ólöf Lovísa ráðin Fyrir skömmu auglýsti SSNV eftir atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun og bárust alls 20 umsóknir um starfið. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að úrvinnslu umsókna sé lokið og var Skagfirðingurinn Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir ráðin í starfið. Jafnframt segir í frétt SSNV að Ólöf sé með Msc. próf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og Bsc. próf í hagfræði frá sama skóla. Ólöf er stofnandi nýsköpunarfyrirtækis- ins Greenfo og hefur í tengslum við þá vegferð mikla þekkingu og reynslu af rekstri, áætl- anagerð, stafrænum miðlunarleiðum, styrk- umsóknum og stoð- kerfi nýsköpunar al- mennt. Hún hefur víðtæka verkefnastjórnunarreynslu úr störfum sínum sem sérfræðingur í umhverfisdeild Landsvirkjunar og við verkefnavinnu og gagnavinnslu fyrir Center Hotels. Ólöf mun hefja störf á næstu vikum. Ólöf Lovísa ólst upp á Sauðárkróki, dóttir Jónínu Daníelsdóttur hjúkrunarfræðings og Jóhanns Ingólfs- sonar verkefnastjóra hjá Farskólanum. /PF Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir. MYND AF VEF SSNV Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir sem teknar voru fyrir utan keppnishöllina þegar knapar hituðu upp. MYNDIR: THYTUR.123.IS/ÁRBORG.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.