Feykir - 24.08.2022, Qupperneq 2
Nú nálgast veturinn óðfluga og þá taka við tómstundir og
dægrastyttingar innandyra frekar en sú útivera sem oftar
en ekki einkennir sumardagana. Þá er gott að sitja með
góða bók, glápa á heila sjónvarps-
seríu á óhóflega stuttum tíma,
prjóna eða stunda aðrar hannyrðir.
Svo er hægt að gera það sem mér
finnst nauðsynlegast á veturna og
það er að spila gott borðspil í
góðra vina hópi. Hvort það er
vegna góðra borðspila eða góðra
vina er ómögulegt að segja.
Undanfarinn áratug hefur verið
augljós áhugaaukning á borðspilum á Íslandi og úrval
borðspila aukist gríðarlega. Fyrst í hinni frábæru verslun
Nexus og svo spruttu upp fleiri góðir sölumenn gleði og
góðra stunda, líkt og Spilavinir.
Þegar ég var ungur vorum við nokkrir bjánar sem
völdum okkur stundum að spila frekar borðspil heldur en
að fara út að djamma og vera fullir og þótti það vægast sagt
furðulegt að við gætum setið við borð og spilað löngum
kvöldum á meðan jafnaldrar okkar fylgdu Bakkusi langt
fram á nótt.
Nú finnst manni eins og þessi menning hafi hér um bil
snúist við og unglingarnir séu ekki jafn mikið að djamma
allar helgar og haldi sig frekar heima að spila borðspil.
Kannski eru unglingar ekki upp til hópa að spila borðspil
en það að þessi menning að hanga of ungur fyrir utan
skemmtistaði með áfengi sé ekki lengur til staðar hlýtur að
teljast jákvætt.
Ég velti fyrir mér hvort það sé staðreyndin að unga
fólkið í dag sé skynsamara og reglusamara en við gamla
kynslóðin vorum hérna fyrir aldamót. Hvort þau séu
hreinlega betri í að vera ung en við vorum.
Er það málið? Eru unglingar betri í dag?
Ingólfur Friðriksson, blaðamaður
LEIÐARI
Borðspil, Bakkus og betri æska
AFLATÖLUR | Dagana 7. til 20. ágúst á Norðurlandi vestra
Arnar HU 1 með tæp 378 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Sæunn HU 30 Handfæri 1.756
Valur ST 43 Handfæri 593
Viktor Sig HU 66 Handfæri 7.774
Von HU 170 Lína 10.553 Alls á Skagaströnd 166.486
SAUÐÁRKRÓKUR
Arnar HU 1 Botnvarpa 377.738
Álborg SK 88 Handfæri 692
Fannar SK 11 Handfæri 2.320
Gammur SK 12 Handfæri 275
Gammur SK 12 Þorskfisknet 2.594
Gjávík SK 20 Handfæri 5.104
Greifinn SK 19 Handfæri 1.731
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 10.184
Hafey SK 10 Handfæri 9.030
Lundey SK 3 Þorskfisknet 23.620
Maró SK 33 Handfæri 3.631
Már SK 90 Handfæri 6.274
Skotta SK 138 Handfæri 1.749
Steini G SK 14 Handfæri 3.873
Særif SH 25 Lína 2.656
Þytur SK 8 Handfæri 4.433 Alls á Sauðárkróki 455.904
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 23.120
Steini HU 45 Handfæri 2.093 Alls á Hvammstanga 25.213
HOFSÓS
Þorgrímur SK 27 Handfæri 2.132 Alls á Hofsósi 2.132
SKAGASTRÖND
Blíðfari HU 52 Handfæri 8.123
Dúddi Gísla GK 48 Lína 9.971
Elfa HU 191 Handfæri 8.472
Eskey ÓF 80 Línutrekt 19.054
Dagrún HU 121 Þorskfisknet 13.144
Fengsæll HU 56 Handfæri 6.493
Fengur ÞH 207 Handfæri 3.772
Guðrún Petrína HU 107 Handfæri 12.900
Hafrún HU 12 Dragnót 36.861
Hjalti HU 313 Handfæri 7.391
Hrund HU 15 Handfæri 7.391
Húni HU 62 Handfæri 3.332
Loftur HU 717 Handfæri 1.043
Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet 3.854
Sigurfari HU 9 Handfæri 4.009
Á Króknum lönduðu 15 bátar í alls 66 lönd-
unum síðustu tvær vikurnar. Aflahæstur var
Arnar HU 1 með 377.738 kg í einni löndun. Þá
voru ellefu bátar að veiðum með handfæri, þrír
með þorskfisknet og einn með línu og var
heildarafli á Króknum 455.904 kg.
Á Skagaströnd lönduðu 19 bátar í 53 löndun-
um samtals 166.486 kg á tímabilinu. Aflahæst var
Hafrún HU 12 sem var á dragnótarveiðum með
tæp 37 tonn en hún landaði sex sinnum. Þá voru
13 bátar við veiðar með handfæri, tveir með línu
og tveir með þorskfisknet.
Tveir bátar lönduðu á Hvammstanga alls
25.213 kg í sex löndunum, annar var við drag-
nótarveiðar og hinn með handfæri. Einn hand-
færabátur landaði á Hofsósi, Þorgrímur SK 27,
2.132 kg í einni löndun.
Heildarafli á Norðurlandi vestra var 649.735
kg í 126 löndunum. /SG
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Ingólfur Örn Friðriksson, bladamadur@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Matvælastofnun varar enn við
hættu á fuglaflensusmiti frá
villtum fuglum yfir í alifugla en
stofnunin lítur svo á að smit
með skæðum fuglaflensuveir-
um sé viðloðandi í villtum fugl-
um víða á landinu. Þó hafi færri
veikir eða dauðir villtir fuglar
verið tilkynntir til Matvæla-
stofnunar í júlí og það sem af er
ágúst en mánuðina á undan.
Á heimasíðu MAST segir að
kríur hafi bæst á lista þeirra
tegunda sem hafa greinst með
fuglaflensu en í júlí fundust
veikar kríur á Höfn í Hornafirði.
Feykir greindi frá dauðum
lundum sem fundust í fjörunni
við Sauðárkrók í síðasta blaði
en ekki hefur Feykir upplýs-
ingar um hvort sýni hafi verið
tekin úr hræjunum. „Ég hef
bless-unarlega ekki orðið var
við fugladauða af fuglaflensu í
sumar á Norðurlandi vestra,“
segir Einar Ó. Þorleifsson,
náttúrufræðingur hjá Náttúru-
stofu Norðurlands vestra. „Það
getur verið margt sem orsakar
dauða lunda á fjörum í
Skagafirði enda mjög stór
lundavörp í Drangey, Málmey
og Lundey. Ég hef ekki heyrt
um örugg tilfelli fuglaflensu í
lunda eða öðrum svartfuglum
þó að slíkt sé ekki hægt að
útiloka. Sem stendur er töluvert
að drepast af helsingjum og
álftum í Skaftafellssýslunum.
Fyrr í sumar var nokkuð um að
súlur væru að veikjast og
drepast af flensunni og sama á
við um skúm.“
Einar segir að til að fá úr
því skorið hvort um fugla-
flensu sé að ræða þurfi að senda
sýni til Matvælastofnunar/
MAST og líkt og í þessu sam-
bandi væri líklega einfaldast
að hafa samband við héraðs-
dýralækninn. / PF
Ekki orðið var við fugladauða af fuglaflensu á Norðurlandi vestra
Kríur bætast á fuglaflensulista
>> „Á sunnudaginn breyttist líf okkar til fram-
búðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum
móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á
spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og
stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það
erum við þakklát,“ segir m.a. í yfirlýsingunni en
undir hana rita Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.
Konan sem lést hét Eva Hrund Pétursdóttir
en eiginmaður hennar, Kári Kárason, liggur
þungt haldinn á sjúkrahúsi og er líðan hans eftir
atvikum og ljóst að áverkar hans eru alvarlegir.
Árásarmaðurinn, Brynjar Þór Guðmundsson,
lést á vettvangi árásarinnar en á Facebooksíðu
Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að til
rannsóknar sé meðal annars hvernig andlát hans
bar að en talið sé víst að réttarkrufning muni
leiða dánarorsök í ljós.
„Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar
ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið,
kunningjakona okkar einnig og eiginmaður
hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við
syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað
fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur,“ segir í
yfirlýsingu sem foreldrar og systkini Brynjars
sendu frá sér í gær en þar er beðið fyrir því að
Kári nái heilsu og fjölskyldunni, vinum og öðr-
um sem eiga um sárt að binda sendar innilegar
samúðarkveðjur. /ÓAB og PF
Háskólinn á Hólum
Fær húsnæði FISK í Hjaltadal
Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og
FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og
fiskalíffræðideild skólans.
Í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækisins og skólans segir að
starfsemin hafi um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK
Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári
færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal.
Húsnæðið sem var áður í eigu FISK Seafood hefur nú verið gefið
skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað
deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. „Með
þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram
við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á
sviði rannsókna og kennslu,“ segir í tilkynningunni.
2 31/2022