Feykir - 24.08.2022, Síða 6
Byggðasafn Skagfirðinga hefur
á undanförnum árum verið í
samstarfi við Vísindasjóð
Bandaríkjanna með verkefni dr.
Kathryn A. Catlin sem snýr að
fornleifaskráningu víðsvegar
um Hegranes til að rannsaka alla
þá smærri staði sem nefndir eru
í Jarðabók Árna Magnússonar
og í Byggðasögu Skagafjarðar
eftir Hjalta Pálsson.
Verkefnið er styrkt af Vísinda-
sjóði Bandaríkjanna og er
unnið í samstarfi við Byggða-
safn Skagfirðinga. Meðstjórn-
andi verkefnisins er dr. Douglas
Bolender frá Háskólanum í
Massachusetts Boston. Aðrir
sem koma að verkefninu eru dr.
Grace Cesario (Háskóli Ís-
lands), dr. Karen Milek (Dur-
ham University), Melissa
Ritchey (Washington Univers-
ity í St. Louis), Lísabet Guð-
mundsdóttir (FSÍ) og nokkrir
nemendur frá Jacksonville State
University og Memorial Uni-
versity of Newfoundland.
Þegar Feykir spurði Dr.
Catlin út í verkefnið sagði hún
að á flestum þessum stöðum
væru búfjárinnviðir, oftast einn
eða fleiri stekkir frá 19. öld eða
fyrr, ofan á litlum hól. Með
því að taka jarðvegskjarnasýni
og 1x1 metra könnunarskurði
komst hún að því að á nær
öllum þessum stöðum væru
öskuhaugar frá því seint á 9.
öld eða snemma á 10. öld.
Kotið (á Hellulandi) var með
þeim minnstu og elstu sem
fannst. Sýni frá neðstu lögum
öskuhaugsins gaf til kynna að
um var að ræða mannvistar-
leifar frá því um 880. Þar fyrir
ofan fundust einnig dýrabein
og mikið magn af sjávar-
dýrabeinum (úr fuglum, fisk-
um og spendýrum, þ.m.t. úr
hvölum og höfrungum). Flest
fiskbeinin voru úr höfðinu sem
bendir til þess að fólkið hafi
komið að vinnslu og þurrkun á
fiski sem borðaður var annars
staðar. Það virðist hafa sinnt
flestum þeim verkefnum sem
búast mætti við að hafi verið
unnin á sveitabæ, auk sér-
hæfðari starfsemi sem venju-
lega sést á veiðistöðvum eða
seljum, en staðurinn er of lítill
til þess að ætla megi að þar hafi
verið farsæll búskapur og
Gersemar úr öskuhaugum
Uppgröftur í fullum gangi í Hegranesi. MYNDIR AÐSENDAR
Fornleifar í Skagafirði
ekkert benti til þess að stað-
urinn væri virkur tímabundið
eða árstíðabundið, líkt og í
seljabúskap. Því verkefni lauk
án þess að svör fengjust við
mörgum spurningum um hvað
nákvæmlega þessir litlu staðir
væru og hvernig þeir pössuðu
inn í byggðamynstur land-
námsins. Mjög lítill bústaður
er ekki það sem við gerum
almennt ráð fyrir að finna sem
hluta af landnámi – flestir
fyrstu staðir eru stórbýli með
stórum skála, þannig að tilvist
svo margra smásvæða sem eru
tiltölulega fjarlægir stórbýlum
er að breyta því hvernig hugsað
er um landnám Íslands.
Til að byrja að
svara þessum spurn-
ingum þurfti að finna
íbúðarhúsið
Þegar Feykir spurði um fram-
vindu verkefnisins sagði dr.
Catlin: „Þetta verkefni er að
byrja að svara spurningum á
borð við; Af hverju bjó fólk
þarna úti svo snemma í
landnámssögunni? Var þetta
fámennur hópur sjálfstæðra
bænda sem gafst upp eftir fá ár?
Voru þetta nýkomnir land-
námsmenn sem biðu þar til
betra býli bauðst annars staðar í
Skagafirði? Var þetta heimilis-
fólkið á nærliggjandi stórbýli
eins og á Hellulandi sem nýtti
auðlindir á stóru landsvæði
eins og þjónar Skallagríms í
Egils sögu, eða var það kannski
eitthvað í líkingu við einföld sel
þegar allt kom til alls? Til að
byrja að svara þessum spurn-
ingum þurfti að finna íbúðar-
húsið sem var nálægt ösku-
haugnum.
Og það tókst! Undir stekkn-
um í Kotinu var afhjúpað það
sem virðist vera mjög lítill skáli
frá 9. eða 10. öld. Innri málin
virðast aðeins vera um 5x2
metrar, sem er pínulítið! Auð-
vitað er mögulegt að það sem
grafið var upp á þessu ári sé
aðeins eitt herbergi sem fylgir
stærri byggingu. Að finna út úr
því er eitt af markmiðum næsta
árs. Í ár voru veggirnir aðeins
afhjúpaðir og svo huldir aftur
til að verja svæðið gegn
vetrarveðrinu. Árið 2023 verð-
ur húsið grafið alveg upp og
stærra svæði opnað til að sjá
hvort það haldi áfram til
norðurs eða suðurs. Einnig er
ætlunin að grafa upp meira af
öskuhaugnum og skera úr um
hvort mögulega hafi verið fleiri
en ein bygging á staðnum.
Karen Milek í Durham og einn
af nemendum hennar munu
gera örmyndagreiningu til að
komast að því hvort byggingin
og öskuhaugurinn hafi verið
notuð árstíðabundið og þá
verður jarðefnafræði nýtt til að
læra meira um virkni víðsvegar
um svæðið. Einnig er ætlunin
að taka fleiri sýni úr jarðvegi og
grafa smávegis upp á tveimur
öðrum stöðum, Þrælagerði í
Keflavík og Grænagerði á
Huldulandi, til að kynna sér
hvort bústaðirnir á þessum
stöðum séu svipaðir því sem
við sjáum við Kotið.“
Enn mörgum
spurningum ósvarað um
þessa staði og mikið
verk óunnið
Teymi dr. Catlin hefur einnig
fundið mjög áhugaverða gripi í
haugnum. Árið 2016 fundu þau
beinpinna með útskurði á dýri
eða drekahaus og í ár fundu
þau annan beinpinna, þennan
með „t“ eða krossformi efst.
Fundu þau einnig svarta stein-
perlu sem á þessum tíma taldist
mjög fínt skraut.
Þegar Feykir spurði um
hvað væri framundan sagði dr.
Catlin að það væri enn mörgum
spurningum ósvarað um þessa
staði og mikið verk óunnið,
sem væntanlega yrði unnið
næsta sumar.
Hún sagði einnig að fram-
vinduskýrsla yrði gefin út í lok
árs eða byrjun þess næsta.
Spennandi verður að fylgjast
með á næsta ári hvað þetta
teymi afhjúpar og hvort það
varpi frekara ljósi á búsetu-
mynstur á svæðinu.
Beinprjónn sem fannst í sumar.
Útveggir grafnir upp.
UMFJÖLLUN
Ingólfur Örn Friðriksson
6 31/2022