Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 4
Brottflutti Skagfirðingurinn
Steinn Kárason sendi nýlega frá
sér skáldsöguna „Glaðlega
leikur skugginn í sólskininu.“
Sögusviðið er Sauðárkrókur og
austan-Vatna árin 1962-1964.
„Ungur drengur vex upp í
sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar
blómlegar sveitir. Nánd við sjó
og sjómenn, bændur og búalið,
mynda bakgrunn sögunnar.
Leiksviðið er bærinn, gömul
hús, fjaran, bryggjurnar,
sveitin,“ segir á bókarkápu.
Sögusviðið er gamli Krókurinn
– bærinn undir Nöfunum og
austan-Vatna á árunum 1962-
1964. Steinn segir að efalaust
muni margir Skagfirðingar
kannast við tíðarandann og
sögusvið þess tíma. „Mörg
húsanna eru horfin, s.s.
Kristjánshús, Kórea og Kola-
portið. Syðri-búð og Grána,
Syðra planið, Gamla bryggjan
og fjaran eru líka horfin en Syðri
búðin, Grána, Fóðurblandan
og Verslun Haraldar Júlíussonar
gegna nýju hlutverki. Þá eru
ótalin gamla Gróðrarstöðin,
Bakaríið, róluvöllurinn og
Vatnsturninn,“ segir Steinn.
Á bókarkápu kemur enn-
fremur fram að í sögusviði
bókarinnar leika strákar sér og
rækja skyldur sínar í heimi
fullorðinna. Drengurinn hænir
að sér dúfur og forðar kettlingi
frá dauða og verða með þeim
miklir kærleikar, eða hvað?
Drengurinn sér eitt og annað
sem aðrir skynja ekki sem
reynist honum þungt í skauti.
Ógeðfelldir atburðir gerast,
viðkvæm atvik í lífi fólksins þar
sem mannlegur breyskleiki
birtist í ýmsum myndum og
sannleikur þolir ekki alltaf
dagsljósið. Hversu mikils virði
eru þá háleit markmið og reisn?
Sagan gerist í skugga kalda
stríðsins þegar Rússagrýlan og
Kúbudeilan eru í hámarki og í
fyrsta sinn í sögunni stendur
mannkynið frammi fyrir tor-
tímingu heimsins vegna kjarn-
orkusprengju. Hlýr blær og
glettni ríkja í sögunni þrátt fyrir
skuggalegt baksvið.
Hvað kom til að þú ákvaðst að
skrifa þessa bók? „Tilurð bókar-
innar er þróun. Textinn kom í
flæði á löngu tímabili. Ég hafði
skrifað tugi blaðsíðna áður en
Steinn Kárason gefur út skáldsögu sem gerist í Skagafirði
Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
raunverulegt umhverfi er að
ræða þó að persónur séu
skáldaðar og segir hann að efa-
laust munu margir Króksarar
og Skagfirðingar kannast við
margt í sögunni.
Hvað var skemmtilegast við
skrifin? „Skemmtilegast við
skrifin var að rifja upp og fanga
tíðarandann og andrúmsloftið
á þeim árum sem sagan gerist.
Tímaramminn er skírt afmark-
aður í 24 mánuði, eins konar
hólf sem tengd eru saman. Að
hluta notaði ég Excel til að
móta tímarammann en
betrekkti loks vinnustofuna
með maskínupappír, skráði á
hann tímalínu og atburðrás. Ég
leitaði heimilda á internetinu
og á tímarit.is og til að lita
hugaheim fólksins pólitískum
viðhorfum og endurspegla
heimsmálin, landsmálin og
atburði á Króknum. Kalda
stríðið rússagrýlan og kjarn-
orkuváin vofa yfir. Síld fyrir
norðan og sveitalíf.“
Aðspurður um hvað hafi
verið erfiðast við skrifin segir
hann að í sjálfu sér hafi ekkert
verið erfitt við að skrifa þessa
sögu. Bókarskrifin hafi verið
honum eins og hvert annað
verkefni að vinna, unnið af
ástríðu, mikilli gleði og ánægju.
En hver er
Steinn Kárason?
Fyrir þá sem ekki koma Steini
fyrir sig er kannski best að
tengja hann við Distu frá
Róðhóli og Kára Steinsson frá
Neðra-Ási, sem lengst af bjuggu
á Hólaveginum á Sauðárkróki.
Steinn er mörgum kunnur fyrir
fræðibækur sínar, tónlist og
dagskrárgerð fyrir sjónvarp og
útvarp. Glaðlega leikur skugginn
í sólskininu er fyrsta skáldsaga
hans en þrjár aðrar bækur má
nefna sem komið hafa út eftir
Stein og eru víða í bókahillum
landsmanna, Trjáklippingar,
Garðverkin og bókina Martröð
með myglusvepp.
Steinn mun kynna bókina í
Gránu, Aðalgötu 21 á Sauðár-
króki, nk. laugardag, 17.
september kl. 13:30, þar sem
bókin fæst á tilboðsverði eða
aðeins kr. 5.000 en áhugasamir
skulu athuga að enginn posi
verður á staðnum svo nauð-
synlegt er að koma með reiðufé.
Einnig er hægt að hafa samban
á netfangið steinn@steinn.is
eða í síma 896 6824.
Menningarfélagið Grána er
bakhjarl höfundarins og boðið
verður upp á kleinur með
kaffinu. Þá segir hann að hverri
bók fylgi óvæntur glaðningur!
ég gerði mér grein fyrir því að
ég réði við verkefnið, að ég vildi
vinna verkið og hugmyndin að
sögunni gengi upp. Rétti
tíminn til skrifta lét líka á sér
standa því ég hafði mörg
verkefni á minni könnu, ég var
stundakennari við Háskólann á
Akureyri, kenndi líka við
Háskólann á Bifröst, rak fyrir-
tæki og sinnti fyrirlestrum og
ráðgjöf. En eftir mánaðardvöl
við skriftir í rithöfundahúsi í
Hveragerði í boði Hveragerðis-
bæjar, lá ljóst fyrir í huga mér
að hugmyndin að gengi upp,“
útskýrir Steinn.
Honum bauðst mánaðar-
dvöl í rithöfundaíbúð í Ström-
stad á vegum Strömstad AIR
Litteratur Västra Götalands í
Svíþjóð árið 2018 og segist þá
hafa komist á fullt skrið með
skrifin. Um tíma var rithöf-
undurinn á hrakhólum með
vinnuaðstöðu en leigði um
skeið vinnustofu í grennd við
heimili sitt í Kópavogi. Kóvid-
faraldurinn stóð þá sem hæst
en Steinn náði að ljúka við að
skrifa söguna haustið 2021.
„Að ráði vinar míns lét ég
söguna liggja í salti um sinn, en
lagfærði texta lítilsháttar í
janúar til mars 2022 en þá
dvaldi ég í rithöfundabústað í
Danmörku í boði Esbjerg
Kommune í bænum Sønderho
á eyjunni Fanö. Í framhaldinu
hófst prófarkalestur og kápu-
hönnun en kápumyndina
teiknaði Hlíf Una Bárudóttir.
Bókin var tilbúin til prentunar í
júní og kom úr prentun í byrjun
september.“
Steinn segir líklegt að skrifin
hafi hafist fyrir einum þrjátíu
árum en hann á enn í dag fyrstu
blaðsíðuna handskrifaða þar
sem skráð er þokukennd
bernskuminning sem þá laust
niður í huga hans og ber keim
af því sem nú um stundir er
kallað skáldævisaga.
Eiga sögupersónur einhverjar
fyrirmyndir í hinum raunveru-
lega heimi. „Já og nei. Það væri
óvarlegt að gefa of mikið upp
um slíkt til að spilla ekki um
fyrir lesendum. Aðal sögu-
persónan, Glói, og vinir hans,
Viti og Bergur, eru eins konar
samnefnarar fyrir stráka sem
ólust upp á árum ´62-´64 á
Króknum, litla bænum undir
Nöfunum. Þó að Glói og
drengirnir séu í forgrunni
sögunnar er bókin fullorðins-
bók. Fram koma mannlegir
brestir jafnt sem háleit og göfug
markmið. Flestar sögupersón-
urnar eru skáldaðar, aðrar per-
sónur hafa af hagkvæmnis-
ástæðum ákveðna fyrirmynd
eða eru blanda af skáldskap,
raunveruleika og haugalygi.
Nokkur atvik eru tekin til
handargagns, sett í stílinn og
felld að sögunnni á glettinn og
góðlátlegan hátt. Þannig hlið-
stæður má sjá í kvikmyndum á
borð við „Forest Gump“ og
„Little Big Man.“ Söguhetjan er
í slíkum tilvikum skálduð inn í
raunverulega atburði.“
Þá áréttar Steinn að gamla
bænum og húsum á Króknum
á þessum tíma sé lýst svo að um
Rithöfundurinn og bókaútgefandinn, Steinn Kárason frá Sauðárkróki, stendur í ströngu við að dreifa í verslanir
nýútkominni skáldsögu sinni, Glaðlega leikur skugginn í sólskininu. MYND: KRISTÍN ARNARDÓTTIR
VIÐTAL
Páll Friðriksson
4 34/2022