Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Úr-súla.
Sudoku
Krossgáta
Vísnagátur Sveins
Víkings. Finna skal út
eitt kvenmannsnafn.
Ótrúlegt – en kannski satt...
Munaðarleysingjahæli eru víða um heiminn og ógjörningur að kasta tölu
á þau öll en þar eiga mörg börn skjól þó vissulega séu brotalamir á því
eins og öðru. Sem dæmi voru um 1400 munaðarleysingjahæli í Rússlandi
árið 2004 og í byrjun árs 2007 voru 748 þúsund munaðarlaus börn þar
í landi. Árið 1912 hélt munaðarleysingjahæli í París hlutaveltu til þess
að safna peningum og ótrúlegt, en kannski satt, þá voru aðalverðlaunin
munaðarlaus börn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Sumarblóðin smakkast vel.
FEYKIFÍN AFÞREYING F
Feykir spyr...
Hvert er uppá-
halds dýrið þitt
og af hverju?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Hundur því hann
er traustur vinur.“
Helga Eyjólfsdóttir
„Hundur, tryggur félagi.“
Stefán Héðinsson
„Hundur, held það sé
því ég er alin upp með
hund á heimilinu.“
Júlíana Alda Óskarsdóttir
„Hundar, ekki spurning,
vegna tryggðar og
félagsskapar.“
Rögnvaldur Ingi Ólafsson
AÐALRÉTTUR
Blómkálssúpa
1 stk blómkálshaus
1 hænsnatengingur
1 uxateningur
2 grænmetisteningar
lint smjör/smjörvi
hveiti
1 l mjólk
½ matreiðslurjómi
hunang
Aðferð: Fyrst byrjar maður á að
sjóða blómkálshausinn. Í annan
pott er settur u.þ.b. 1 lítri af vatni
með öllum súputeningunum. Þá
er blandað saman í skál linu
smjöri/smjörva við hveiti sem á
að mynda hnefastóra smjörbollu
sem er sett út í sjóðandi vatnið,
hrært saman, hitinn lækkaður
niður. Þá er u.þ.b. 1 lítra af mjólk
bætt út og rúmlega hálfum
matreiðslurjóma og pínu hun-
angi. Að lokum er svo soðna
blómkálinu bætt út í súpuna.
Með þessu er svo tilvalið að bera
fram nýbakað baguette brauði.
MEÐLÆTI
Baguette brauð
4 bollar hveiti
2 tsk. salt
2 msk. hunang
1 bréf þurrger eða 1 og
½ matskeið
1½ bolli af volgu vatni
Aðferð: Ger og hunang er sett
saman í skál og hálfum bolla af
volgu vatni hellt yfir. Látið standa í
5 mínútur þar til það er byrjað að
freyða og orðið eins og þykkt lag
ofan á blöndunni. Því næst er hveiti
og salt sett saman í skál og kveikt á
hrærivélinni. Gerblöndunni er
hellt smám saman út í. Ef þið eruð
ekki með hrærivél þá hellið þið
örlítið í einu af blöndunni út í
hveitið. Næst er allt að einum bolla
af volgu vatni bætt við deigið
smátt og smátt, meðan hnoðarinn
hnoðar. Ef deigið verður of blautt
bætið þá við hveiti. Þegar deigið er
búið að hringa sig í eina kúlu í
kringum hnoðarann þá er það
tilbúið. Látið hefast í skál með
stykki yfir í 30 mínútur. Þegar þetta
er búið að hefast er hveiti sett á
borð eða bretti, og deigið hnoðað í
kúlu, því næst er því skipt í tvennt
og smá hveiti sáldrað yfir deigið og
á kökukeflið. Fletjið hvern part út í
1-1,5 sm þykkan sívalning eða
ferning og rúllið svo deiginu upp
eins og þið væruð að gera
kanilsnúða. Síðast er svo endinn
togaður yfir og brettur undir sitt
hvorn endann. Skerið næst ræmur
eða mynstur í brauðið og byrjið að
hita ofninn á 210°C. Leyfið því svo
að hefa sig aftur í 10-20 mínútur
undir stykki. Þegar brauðið er búið
að hefa sig á ný er gott að sprauta á
það vatni, rétt áður en það fer í
ofninn, til að fá stökka skorpu.
Setjið að lokum klaka í bök-
unarskúffu og setjið í botninn á
ofninum. Bakið svo brauðið á
grind með smjörpappír í 15 til 20
mínútur eða þar til það er komin
gullin skorpa á það
Uppskriftin tekin af paz.is
Verði ykkur að góðu!
Kristín skorar á mágkonu sína
Auðbjörgu Ósk Guðjónsdóttir og
hennar mann Guðberg Haralds-
son.
Ljúffeng blómkálssúpa
með baguette
Matgæðingur vikunnar er Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir
en hún er búsett í Tunguhlíð í Lýdó og vinnur á leikskólanum
Birkihlíð sem er í Varmahlíð. Kristín er í sambúð með Guðjóni
Ólafi Guðjónssyni og ætlar hún að bjóða upp á haustlegar
máltíðir fyrir komandi haust.
„Ég er aðeins að vinna með slump og slatta í súpuuppskriftunni
og það er um að gera að prufa sig áfram.“
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir Tunguhlíð
Guðjón Ólafur og Kristín Rós. MYND AÐSEND
Tilvitnun vikunnar
Hvar þú byrjar er ekki eins mikilvægt og hvar þú endar.
– Zig Ziglar
34/2022 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Vant nafn er við að glíma
sem vísar á réttan tíma.
Á útskerjum á hún heima
en oft má um loftið sveima.