Feykir


Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 6

Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 6
Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum okkar á Norðurlandi vestra undanfarin ár, líkt og víðast hvar í veröldinni eftir baráttu við heimsfaraldur kórónuveirunnar illvígu. Veiran hefur að líkindum ekki sagt sitt síðasta en svo virðist sem nú hafi tekist að temja hana að einhverju leyti. Í tilefni af því hafði Feykir samband við Örn Ragnarsson sem er framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) en undir hann falla m.a. lækningar, rannsóknarstofur, röntgen, sjúkraflutningar og sálfélagsleg þjónusta. Að hluta starfar Örn svo sem heimilislæknir á Sauðárkróki. Spjallað við Örn Ragnarsson framkvæmdastjóra lækninga við HSN Örn Ragnarsson. MYNDIR: ÓAB „Stærsta ógn heilbrigðiskerfisins í dreifbýli er mönnunarvandinn“ aðeins ein umsókn barst síðan um auglýsta stöðu sóttvarnar- læknis.“ Hefðum við getað gert eitthvað betur? „Sjálfsagt hefði eitthvað mátt gera á annan hátt en það er ekki þar með sagt að það hefði alltaf leitt til betri niðurstöðu. Þau sem stóðu vaktina á landsvísu fannst mér gera það afar vel.“ Örn segir að enn séu að greinast einstaklingar með Covid-19 og að örugglega sé meira um Covid smit og veikindi en tölur segja til um og á Akureyri. Alls staðar væri meira fjármagn vel þegið en stærsta ógn heilbrigðiskerfis- ins í dreifbýli er mönnunar- vandinn.“ Nú er ljóst að það verður varla boðið upp á eins mikla þjónustu og við vildum úti á landi. Hvað vildir þú sjá gert betur varðandi þjónustu og annað hér á okkar svæði hjá HSN? „Ég tel að við eigum að veita góða grunn- þjónustu á landsbyggðinni, heilsugæslu með hjúkrunar- deildum og á stærri stöðum litlum sjúkradeildum. Geðheil- brigðisþjónustu þarf að bæta frekar, bæði við börn og fullorðna. Síðan þarf að koma skipulagi á sérfræðiþjónustuna úti á landi. Með sjúkrahótelum hefur aðstaða fólks utan af landi breyst til hins betra þegar það þarf að leita á stóru sjúkrahúsin en þar getum við bætt okkur enn frekar. Það á ekki síst við um konur sem þurfa þangað að leita á fæð- ingardeildir, fyrir þær, maka og fjölskyldu. Við þurfum að gera átak í fjarheilbrigðisþjónustu, þannig væri t.d. hægt að fá að hluta til þjónustu sérgreina- lækna og fleiri fagstétta. Það vantar fólk til vinnu og lengi hefur verið rætt að bæta þurfi skilyrði þess til að lifa og starfa á landsbyggðinni en það verður að fara að raungerast. Við skipulag heilbrigðisþjónustu þarf að horfa til íbúafjölda, fjarlægða milli staða og við stóru sjúkrahúsin og til sam- gangna. Bættar samgöngur og sjúkraflutningar sem eru víða í ágætu horfi hafa líka áhrif á þjónustu.“ Verður það sífellt erfiðara að VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson HSN er með 17 starfsstöðvar á Norðurlandi en það starfa um 600 manns hjá stofnuninni í um 400 stöðugildum. Um það bil 150 starfsmenn eru við heilbrigðisstofnunina á Sauð- árkróki og 70 á Blönduósi en hér á Norðurlandi vestra eru einnig starfsstöðvar á Skaga- strönd og Hofsósi. Aðspurður um hvernig Erni hafi þótt HSN ná að tækla Covid-faraldurinn segir hann að sér hafi fundist starfsfólk HSN standa sig einstaklega vel. „Þetta var gríðarleg vinna og mikið álag sem stóð lengur en áætlað var í fyrstu. Sífellt nýjar áskoranir með sýnatökum, bólusetningum og sóttvarnar- aðgerðum sem höfðu áhrif á alla starfsemina. Starfsfólk var í raun ótrúlega jákvætt og sam- stíga í að ganga í þessi verkefni.“ Fannst þér við Íslendingar bregðast rétt við því sem var í gangi og var fólk þolinmótt varðandi þær aðgerðir sem ráðast þurfti í? „Almennt fannst mér Íslendingar bregðast rétt við og landinn taka tilmælum og reglum skynsamlega. En eins og gengur voru ýmsir sem töldu sig vita betur og höfðu aðrar skoðanir en yfirvöld. Kannski kom það á óvart að þar sem mun minna er um sýnatökur. „Alvarleg veikindi eru mun fátíðari en áður, bæði eru þau afbrigði veirunnar sem nú eru í gangi vægari og síðan hafa bólusetningar gerbreytt myndinni til hins betra.“ Stendur okkur enn ógn af veir- unni eða höfum við náð utan um faraldurinn? „Við höfum náð utan um faraldurinn eins og staðan er í dag en vitum ekki hvernig veiran kemur til með að haga sér í vetur eða í framtíðinni.“ „Við þurfum að gera átak í fjarheil- brigðisþjónustu“ Nú er oft talað um að þjónusta Heilbrigðisstofnananna á lands- byggðinni fari minnkandi. Hvað finnst þér um þá fullyrðingu? „Vissulega hefur þjónusta sem var til staðar á einstaka stað horfið eða færst á næstu heilsugæslu og ákveðin sér- fræðiþjónusta eins og augn- lækningar eru ekki lengur til staðar á mörgum stöðum. Á sama tíma hafa víða orðið breytingar á íbúafjölda og samgöngubætur komið til. Almennt tel ég þó að grunn heilbrigðisþjónusta hafi ekki minnkað en hana má klárlega bæta. Þegar talað er um minni þjónustu er oft átt við skurð- aðgerðir og fæðingaþjónustu. Aðstæður í dag, svo sem kröfur um gæði, öryggi og þjónustu, aukin fagleg sérhæfing og flóknari, betri og sérhæfðari tækjabúnaður, gera það að verkum að þessi þjónusta verður fyrst og fremst á stóru sjúkrahúsunum, Landspítala Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki. 6 34/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.