Feykir


Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 10
Helga er Skagfirðingur í húð og hár og býr á Sauðárkróki með mann- inum sínum. Þau eiga fjögur börn, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn. Hve lengi hefur þú stundað hann- yrðir? Mamma og föðuramma kenndu mér fyrstu handtökin. Þá hef ég verið 6-7 ára gömul. Fyrstu viðfangsefnin voru áteiknaðar strammamyndir og dúkur með kontorsting. Í grunnskóla var mikil og góð handavinnukennsla, bæði í Hróarsdal, þar sem bæði strákar og stelpur unnu jafnt að saumum og smíðum, og svo þegar ég kom í skólann á Króknum var mjög góð kennsla líka. Ég hef prófað alls konar handavinnu, t.d. macramé hnýtingar, steinaðar myndir, keramikmálun, postulínsmálun, perlusaum og bucillu. Ég hef sótt námskeið og svo nota ég internetið mikið til að læra nýja tækni. Svo er ég í handavinnu- hópi eldri borgara hér á Króknum og þar hef ég lært ýmislegt af okkar yndis-legu leiðbeinendum. Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? Ætli það sé ekki skemmtilegast að prjóna en það er samt svo margt sem er skemmtilegt eins og t.d. hekl og útsaumur sem er næst á vinsældalistanum. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Ég er yfirleitt með nokkur verkefni í gangi í einu. Ég er að sauma dúk með harðangursútsaumi, ég er líka að prjóna borðatuskur, þær eru svo þægilega litlar til að hafa sem handavinnu á ferðalögum/í útilegu. Svo eru ýmsar jólagjafir á dagskrá sem ég get ekki sagt frá núna. Hvar færðu hugmyndir? Ég er í nokkrum handavinnuhópum á Facebókinni, íslenskum, norskum og sænskum. Svo fæ ég líka hug- myndir frá Sigríði dóttur minni. Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? Það er brúðarsjal sem ég prjónaði fyrir tengdadóttur mína. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Handavinna veitir mér slökun og hugarró. Svo er gaman að búa til flíkur og hluti sem fjölskylda og vinir vilja nota og njóta. Helga skorar á Unni Sævarsdóttur á Hamri, hún gerir afskaplega fallega hluti. ,,Mamma og föðuramma kenndu mér fyrstu handtökin,, ( HVAÐ ERTU AÐ DUNDA?) klara@nyprent.is Helga Haraldsdóttir á Sauðárkróki Hér er Helga í peysu sem hún prjónaði núna í sumar. Þetta er samprjón í sænskum Facebookhópi. Sommarkoftan 2022 uppskriftin er eftir Maju Karlsson. AÐSENDAR MYNDIR. Þetta er dúkur saumaður úr perlum. Hér er einn af fjórum ömmustrákum í prjónafötum frá toppi til táar. Heklaður löber, sem er svo saumað út í. Á myndinni sést rétt um helmingurinn af löbernum. Vettlingar úr jólasamprjóni 2020 í norskum Facebookhópi. Höfundur er Jorid Linvik. Teppi sem er sett saman út 30 prjónuðum ferningum. Þetta er samprjón sem Handprjón í Hafnarfirði stóð fyrir árið 2017. Hér er brúðarsjalið sem ég prjónaði fyrir tengdadóttur mína. Uppskriftin heitir Lace capelet og er eftir Debbie Bliss. Myndina tók Sigrún Björk Einarsdóttir, ljósmyndari og systir brúðarinnar. 10 34/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.